Mikið í húfi í lokaumferðinni í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 17:00 Dusty hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Þrjú lið eiga enn á hættu að fylgja Exile niður úr Vodafonedeildinni í Counter-Strike en lokaumferðin fer fram í kvöld. Leikir kvöldsins: Þór - GOAT KR - Exile HaFiÐ - Dusty XY - Fylkir Bein útsending hefst á Stöð 2 eSport kl. 19.15. Dusty hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og strákarnir sem tryggðu Fylki Íslandsmeistaratitilinn í sumar, en skiptu svo yfir til Dusty, halda því áfram að bæta við verðlaunasafn sitt. Fjögur efstu lið deildarinnar eru örugg um sæti í stórmeistaramóti Vodafone nú í haust, en það eru Dusty, KR, Hafið og Fylkir. Öll önnur lið á landinu geta svo tekið þátt í opnu móti og barist um fjögur laus sæti fyrir áskorendur á stórmeistaramótinu. Staðan fyrir lokaumferðina. GOAT, Þór og XY eiga öll á hættu að falla úr Vodafonedeildinni í kvöld. Exile er þegar fallið og GOAT er sem stendur í næstneðsta sæti, en jafnt Þór og XY að stigum. Fjórir möguleikar eru fyrir lokaumferðina, varðandi það hvaða lið fer í fallumspilið: Möguleiki A: GOAT vinnur Þór og XY vinnur Fylki. GOAT og XY enda þá með 10 stig en Þór með 8 og fer í umspil. Möguleiki B: GOAT vinnur Þór og Fylkir vinnur XY. GOAT endar þá með 10 stig, Þór og XY með 8. Þór er yfir 2-0 innbyrðis gegn XY og XY fer í umspil. Möguleiki C: Þór vinnur GOAT og XY vinnur Fylki. Þór og XY enda þá með 10 stig en GOAT með 8 og fer í umspil. Möguleiki D: Þór vinnur GOAT og Fylkir vinnur XY. Þór endar þá með 10 stig en XY og GOAT með 8. XY er yfir 2-0 innbyrðis gegn GOAT sem fer þá í umspil. Rafíþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport
Þrjú lið eiga enn á hættu að fylgja Exile niður úr Vodafonedeildinni í Counter-Strike en lokaumferðin fer fram í kvöld. Leikir kvöldsins: Þór - GOAT KR - Exile HaFiÐ - Dusty XY - Fylkir Bein útsending hefst á Stöð 2 eSport kl. 19.15. Dusty hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og strákarnir sem tryggðu Fylki Íslandsmeistaratitilinn í sumar, en skiptu svo yfir til Dusty, halda því áfram að bæta við verðlaunasafn sitt. Fjögur efstu lið deildarinnar eru örugg um sæti í stórmeistaramóti Vodafone nú í haust, en það eru Dusty, KR, Hafið og Fylkir. Öll önnur lið á landinu geta svo tekið þátt í opnu móti og barist um fjögur laus sæti fyrir áskorendur á stórmeistaramótinu. Staðan fyrir lokaumferðina. GOAT, Þór og XY eiga öll á hættu að falla úr Vodafonedeildinni í kvöld. Exile er þegar fallið og GOAT er sem stendur í næstneðsta sæti, en jafnt Þór og XY að stigum. Fjórir möguleikar eru fyrir lokaumferðina, varðandi það hvaða lið fer í fallumspilið: Möguleiki A: GOAT vinnur Þór og XY vinnur Fylki. GOAT og XY enda þá með 10 stig en Þór með 8 og fer í umspil. Möguleiki B: GOAT vinnur Þór og Fylkir vinnur XY. GOAT endar þá með 10 stig, Þór og XY með 8. Þór er yfir 2-0 innbyrðis gegn XY og XY fer í umspil. Möguleiki C: Þór vinnur GOAT og XY vinnur Fylki. Þór og XY enda þá með 10 stig en GOAT með 8 og fer í umspil. Möguleiki D: Þór vinnur GOAT og Fylkir vinnur XY. Þór endar þá með 10 stig en XY og GOAT með 8. XY er yfir 2-0 innbyrðis gegn GOAT sem fer þá í umspil.
Leikir kvöldsins: Þór - GOAT KR - Exile HaFiÐ - Dusty XY - Fylkir Bein útsending hefst á Stöð 2 eSport kl. 19.15.
Rafíþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport