Ómótstæðileg Snickers hrákaka Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. október 2020 14:02 Eva Laufey Kjaran á heiðurinn að þessari girnilegu "Snickers" hráköku. www.evalaufeykjaran.is Helgaruppskriftin að þessu sinni er ómótstæðileg Snickers hrákaka frá matgæðingnum okkar Evu Laufey Kjaran. Þessa er frábært að eiga í kælinum og hún passar einstaklega vel með góðum kaffibolla. Hráefnin eru fá og uppskriftina má sjá hér fyrir neðan. Fyrir áhugasama má sjá aðferðina hennar Evu Laufeyjar í highlights á Instagram síðunni hennar. View this post on Instagram A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Sep 22, 2020 at 1:58pm PDT Snickers Hrákaka Botn: 1,5 dl salthnetur 1,5 dl möndlur (með eða án hýðis) 2 msk hnetusmjör ögn af salti 2 msk kókosolía (brædd) Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið, setjið fyllinguna í bökuform og þrýstið vel í formið. Kælið botninn í ísskáp eða í frysti í smá stund á meðan þið útbúið fyllinguna. Instagram Fylling: 180 g döðlur 1/2 dl soðið vatn 2 msk hnetusmjör 1/2 dl salthnetur 1 tsk vanilla 1 msk kókosolía, brædd Aðferð: Sjóðið vatn og hellið yfir döðlurnar. Leyfið þeim að standa í rúmlega mínútu. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið þar til fyllingin er silkimjúk. Hellið blöndunni yfir botninn í forminu og jafnið deigið vel út. Setjið kökuna aftur inn í kæli eða frysti og kælið þar til hún er stíf í gegn. Instagram Súkkulaðikrem: 100 g suðusúkkulaði 1,5 msk kókosolía Aðferð: Bræðið kókosolíu í potti og bætið súkkulaðinu saman við, hrærið þar til súkkulaðiblandan er farin að þykkna. Hellið yfir kökuna og setjið inn í kæli á ný og leyfið kökunni að stífna í gegn. Skreytið kökuna gjarnan með salthnetum. Fleiri uppskriftir og hugmyndir má finna HÉR á Vísi. Uppskriftir Kökur og tertur Eva Laufey Tengdar fréttir Ostakaka með kanileplum, kökumulningi og karamellu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setti saman þessa dásamlegu uppskrift. Flestir á höfuðborgarsvæðinu taka því rólega þessa helgi að fyrirmælum þríeykisins. Við mælum með því að þeir sem ætla að baka um helgina, skoði uppskriftirnar okkar hér á Vísi. 10. október 2020 11:00 Graskerskaka með rjómaostakremi 3. október 2020 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
Helgaruppskriftin að þessu sinni er ómótstæðileg Snickers hrákaka frá matgæðingnum okkar Evu Laufey Kjaran. Þessa er frábært að eiga í kælinum og hún passar einstaklega vel með góðum kaffibolla. Hráefnin eru fá og uppskriftina má sjá hér fyrir neðan. Fyrir áhugasama má sjá aðferðina hennar Evu Laufeyjar í highlights á Instagram síðunni hennar. View this post on Instagram A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Sep 22, 2020 at 1:58pm PDT Snickers Hrákaka Botn: 1,5 dl salthnetur 1,5 dl möndlur (með eða án hýðis) 2 msk hnetusmjör ögn af salti 2 msk kókosolía (brædd) Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið, setjið fyllinguna í bökuform og þrýstið vel í formið. Kælið botninn í ísskáp eða í frysti í smá stund á meðan þið útbúið fyllinguna. Instagram Fylling: 180 g döðlur 1/2 dl soðið vatn 2 msk hnetusmjör 1/2 dl salthnetur 1 tsk vanilla 1 msk kókosolía, brædd Aðferð: Sjóðið vatn og hellið yfir döðlurnar. Leyfið þeim að standa í rúmlega mínútu. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið þar til fyllingin er silkimjúk. Hellið blöndunni yfir botninn í forminu og jafnið deigið vel út. Setjið kökuna aftur inn í kæli eða frysti og kælið þar til hún er stíf í gegn. Instagram Súkkulaðikrem: 100 g suðusúkkulaði 1,5 msk kókosolía Aðferð: Bræðið kókosolíu í potti og bætið súkkulaðinu saman við, hrærið þar til súkkulaðiblandan er farin að þykkna. Hellið yfir kökuna og setjið inn í kæli á ný og leyfið kökunni að stífna í gegn. Skreytið kökuna gjarnan með salthnetum. Fleiri uppskriftir og hugmyndir má finna HÉR á Vísi.
Uppskriftir Kökur og tertur Eva Laufey Tengdar fréttir Ostakaka með kanileplum, kökumulningi og karamellu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setti saman þessa dásamlegu uppskrift. Flestir á höfuðborgarsvæðinu taka því rólega þessa helgi að fyrirmælum þríeykisins. Við mælum með því að þeir sem ætla að baka um helgina, skoði uppskriftirnar okkar hér á Vísi. 10. október 2020 11:00 Graskerskaka með rjómaostakremi 3. október 2020 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
Ostakaka með kanileplum, kökumulningi og karamellu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setti saman þessa dásamlegu uppskrift. Flestir á höfuðborgarsvæðinu taka því rólega þessa helgi að fyrirmælum þríeykisins. Við mælum með því að þeir sem ætla að baka um helgina, skoði uppskriftirnar okkar hér á Vísi. 10. október 2020 11:00