Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. Hafi aðgerðir sem nú eru í gildi áhrif á smitstuðulinn má ætla að nýsmituðum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sóttvarnalæknir segir að halda verði áfram aðgerðum svo stuðullinn lækki. Spálíkön þurfi þó alltaf að nálgast með ákveðnum fyrirvara. Teymi vísindafólks frá Háskóla Íslands, embætti Landlæknis og Landspítala hefur unnið að gerð spálíkansins síðustu mánuði. Ný rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, þ.e. áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, var birt í dag. Smitstuðullinn utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 1,4. Hann hefur lækkað undanfarið en fór á tímabili yfir sex í bylgjunni sem nú gengur yfir. Þá fór stuðullinn upp undir þrjá fyrr í október. „[…] miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi hafi smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum. Árangur aðgerða, ef þátttaka almennings er góð, gæti orðið sýnilegur eftir eina vikum,“ segir í rýni um þróun stuðulsins. Þróun smitstuðuls innanlands utan sóttkvíar og dagleg greind smit innanlands. Smitum fækki heldur eða geti allt eins fjölgað Þá er farið yfir mögulega þróun greindra smita hér á landi næstu tíu daga og settar fram tvær sviðsmyndir. Sú fyrri miðar við að núverandi aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn og hann lækki í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Þar er gert ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Þó óvissan sé mikil bendir þessi sviðsmynd til þess að smitum fækki heldur á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 1. Seinni sviðsmyndin miðar við að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á smitstuðulinn (t.d. vegna lakari þátttöku almennings í sóttvörnum miðað við í fyrstu bylgju) og hann haldist svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 2. „Sviðsmyndirnar að ofan endurspegla mikla óvissu um hvert stefnir þegar smitstuðullinn er yfir einum. Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn undir 1. Meðan hann er yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra,“ segir í niðurstöðu rýninnar. Þurfum að halda aðgerðum áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að alltaf beri að taka spálíkön á borð við þetta með fyrirvara. Þau séu aldrei betri en þær forsendur sem menn gefa sér við gerð þeirra. Hann segir að það merkilegasta við rýnina að sínu mati sé þróun smitstuðulsins. „Það virðist vera að þessi R-stuðull sé aðeins á niðurleið og er núna í kringum 1,5, samkvæmt þeirra útreikningum, þ.e.a.s. hjá fólki utan sóttkvíar. Það þýðir það að við þurfum að halda áfram með þessum aðgerðum til að ná smitstuðlinum undir einn, því þá fer faraldurinn að fjara út og minnka,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort það teljist ekki nokkuð gott miðað við hversu hár stuðullinn var fyrir ekki svo lengi bendir Þórólfur aftur á að útreikninga sem þessa þurfi að nálgast með fyrirvara. „Þetta eru útreikningar sem gefa vísbendingar. Maður þarf að passa sig á því að oftúlka ekki þessar tölur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. Hafi aðgerðir sem nú eru í gildi áhrif á smitstuðulinn má ætla að nýsmituðum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sóttvarnalæknir segir að halda verði áfram aðgerðum svo stuðullinn lækki. Spálíkön þurfi þó alltaf að nálgast með ákveðnum fyrirvara. Teymi vísindafólks frá Háskóla Íslands, embætti Landlæknis og Landspítala hefur unnið að gerð spálíkansins síðustu mánuði. Ný rýni um þróun smitstuðuls faraldursins, þ.e. áætlaðan fjölda einstaklinga sem sýktur einstaklingur utan sóttkvíar smitar að jafnaði, var birt í dag. Smitstuðullinn utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 1,4. Hann hefur lækkað undanfarið en fór á tímabili yfir sex í bylgjunni sem nú gengur yfir. Þá fór stuðullinn upp undir þrjá fyrr í október. „[…] miðað við núverandi stöðu má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi hafi smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum. Árangur aðgerða, ef þátttaka almennings er góð, gæti orðið sýnilegur eftir eina vikum,“ segir í rýni um þróun stuðulsins. Þróun smitstuðuls innanlands utan sóttkvíar og dagleg greind smit innanlands. Smitum fækki heldur eða geti allt eins fjölgað Þá er farið yfir mögulega þróun greindra smita hér á landi næstu tíu daga og settar fram tvær sviðsmyndir. Sú fyrri miðar við að núverandi aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn og hann lækki í svipuðum takti og í fyrstu bylgju eftir samkomutakmörk við 20 manns. Þar er gert ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Þó óvissan sé mikil bendir þessi sviðsmynd til þess að smitum fækki heldur á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 1. Seinni sviðsmyndin miðar við að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á smitstuðulinn (t.d. vegna lakari þátttöku almennings í sóttvörnum miðað við í fyrstu bylgju) og hann haldist svipaður áfram. Gert er ráð fyrir að smitrakning haldi í við faraldurinn og 50% smita greinist hjá þeim sem eru þegar í sóttkví. Í þessari sviðsmynd er enn meiri óvissa um þróun faraldursins, og smitum gæti rétt eins fjölgað á næstu 10 dögum. Sviðsmynd 2. „Sviðsmyndirnar að ofan endurspegla mikla óvissu um hvert stefnir þegar smitstuðullinn er yfir einum. Það er grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn undir 1. Meðan hann er yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra,“ segir í niðurstöðu rýninnar. Þurfum að halda aðgerðum áfram Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að alltaf beri að taka spálíkön á borð við þetta með fyrirvara. Þau séu aldrei betri en þær forsendur sem menn gefa sér við gerð þeirra. Hann segir að það merkilegasta við rýnina að sínu mati sé þróun smitstuðulsins. „Það virðist vera að þessi R-stuðull sé aðeins á niðurleið og er núna í kringum 1,5, samkvæmt þeirra útreikningum, þ.e.a.s. hjá fólki utan sóttkvíar. Það þýðir það að við þurfum að halda áfram með þessum aðgerðum til að ná smitstuðlinum undir einn, því þá fer faraldurinn að fjara út og minnka,“ segir Þórólfur. Inntur eftir því hvort það teljist ekki nokkuð gott miðað við hversu hár stuðullinn var fyrir ekki svo lengi bendir Þórólfur aftur á að útreikninga sem þessa þurfi að nálgast með fyrirvara. „Þetta eru útreikningar sem gefa vísbendingar. Maður þarf að passa sig á því að oftúlka ekki þessar tölur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02 Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53
67 greindust innanlands í gær og fjórir nú á gjörgæslu 67 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 22 ekki. 16. október 2020 11:02
Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Líftölfræðingur telur marga ekki virða eins metra fjarlægðarmörk. 6. október 2020 16:04