Svarar þeim kylfingum sem hafa bölsótast út í stjórnendur golfklúbba Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2020 10:18 Agnar Már Jónsson segir formann GKG meðal þeirra sem nú berjist við Covid-19. Örfáir kylfingar tuði en enginn með viti fari gegn tilmælum sóttvarnalæknis. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, tekur til varna fyrir stjórnendur golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir örfáa kylfinga hafa bölsótast út í stjórnendurna á samfélagsmiðlum vegna þess að þeir hafi farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis, þess efnis að leggja niður íþróttastarf, með lokun golfvalla. Ný reglugerð á grundvelli tilmæla sóttvarnalæknis tekur gildi þriðjudaginn 20. október. Snertilausar íþróttir, eins og golf, verða heimilar. Tilmæli og reglugerð fóru ekki saman Rifja má upp að þann 8. október lagði sóttvarnalæknir til við heilbrigðisráðherra að vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu yrði allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu lagt niður til 19. október. Í reglugerð ráðherra fór hann að flestum tilmælum sóttvarnalæknis en þó ekki þeim er vöruðu íþróttastarf. Lagði ráðherra ekki bann við íþróttaiðkun utandyra heldur aðeins innandyra. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni, bæði á meðal þeirra sem töldu knattspyrnu fá aukið svigrúm á kostnað til dæmis handbolta og körfubolta. Þingmenn tókust á um málið. Sóttvarnalæknir ítrekaði svo tilmæli sín um að leggja af allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu og fór svo að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ákvað, eftir samtal og samráð við fulltrúa Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að fara að tilmælum sóttvarnalæknis. Golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu var því lokað. Þeir voru þó enn opnir á landsbyggðinni og lögðu einhverjir kylfingar land undir fót, í trássi við önnur tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að fólk á höfuðborgarsvæðinu færi ekki út á land að óþörfu, og spiluðu golf. Þá minnti Golfsambandið á þessi tilmæli og minnti kylfinga á að leita ekki á golfvelli utan höfuðborgarsvæðisins. Akurnesingar fengu 26 kylfinga í heimsókn og þingmaður úr Hafnarfirði spilaði golf í Hveragerði. „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ sagði Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands. Á sama tíma sagðist Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ, skilja gremju kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að komast ekki í golf. Enn virðist bera á óánægjuröddum sem verður til þess að Agnar Már stingur niður penna. „Örfáir kylfingar hafa bölsótast út í okkur stjórnendur golfklúbbanna á samfélagsmiðlum vegna þess að við fórum eftir tilmælum sóttvarnalæknis um lokun golfvalla,“ segir Agnar Már. „Fólk veikist í kringum okkur“ „Heimurinn glímir nú við vandamál af óþekktri stærðargráðu, yfir milljón manns hafa látist, ellefu hér á Íslandi. Veiran getur lagst með gríðarlegum þunga á fólk og margir hverjir hafa ekki náð sér og glíma við alvarleg eftirköst. Fólk er að veikjast í kringum okkur og meðal annars hefur formaður GKG legið þungt haldinn á sjúkrahúsi undanfarna daga.“ Ljóst er að skoðun Agnars Más er afar skýr. „Undir svona kringumstæðum er ekkert sem fær stjórnenda með lágmarksvitglóru til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis ... alveg sama hvað honum eða öðrum finnast þau fáránleg.“ Örfáir kylfingar hafa bölsótast út í okkur stjórnendur golfklúbbanna á samfélagsmiðlum vegna þess að við fórum eftir...Posted by Agnar Már Jónsson on Saturday, October 17, 2020 Ný reglugerð ráðherra tekur gildi á þriðjudag. Þar er farið í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis sem leggur til að snertilausar íþróttir verði heimilaðar á höfuðborgarsvæðinu. Golf er snertilaus íþrótt. „Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt,“ segir um íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu. Áformaðar breytingar á sóttvarnaráðstöfunum 20. október Fróðlegt verður að sjá hvernig golfklúbbarnir bregðast við á þriðjudaginn. Þó er farið að síga verulega á seinni hlutann á golftímabilinu á landinu og margir klúbbar eflaust farnir að huga að völlum sínum fyrir veturinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Golf Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, tekur til varna fyrir stjórnendur golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir örfáa kylfinga hafa bölsótast út í stjórnendurna á samfélagsmiðlum vegna þess að þeir hafi farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis, þess efnis að leggja niður íþróttastarf, með lokun golfvalla. Ný reglugerð á grundvelli tilmæla sóttvarnalæknis tekur gildi þriðjudaginn 20. október. Snertilausar íþróttir, eins og golf, verða heimilar. Tilmæli og reglugerð fóru ekki saman Rifja má upp að þann 8. október lagði sóttvarnalæknir til við heilbrigðisráðherra að vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu yrði allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu lagt niður til 19. október. Í reglugerð ráðherra fór hann að flestum tilmælum sóttvarnalæknis en þó ekki þeim er vöruðu íþróttastarf. Lagði ráðherra ekki bann við íþróttaiðkun utandyra heldur aðeins innandyra. Ákvörðunin sætti nokkurri gagnrýni, bæði á meðal þeirra sem töldu knattspyrnu fá aukið svigrúm á kostnað til dæmis handbolta og körfubolta. Þingmenn tókust á um málið. Sóttvarnalæknir ítrekaði svo tilmæli sín um að leggja af allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu og fór svo að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ákvað, eftir samtal og samráð við fulltrúa Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að fara að tilmælum sóttvarnalæknis. Golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu var því lokað. Þeir voru þó enn opnir á landsbyggðinni og lögðu einhverjir kylfingar land undir fót, í trássi við önnur tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að fólk á höfuðborgarsvæðinu færi ekki út á land að óþörfu, og spiluðu golf. Þá minnti Golfsambandið á þessi tilmæli og minnti kylfinga á að leita ekki á golfvelli utan höfuðborgarsvæðisins. Akurnesingar fengu 26 kylfinga í heimsókn og þingmaður úr Hafnarfirði spilaði golf í Hveragerði. „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ sagði Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands. Á sama tíma sagðist Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ, skilja gremju kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að komast ekki í golf. Enn virðist bera á óánægjuröddum sem verður til þess að Agnar Már stingur niður penna. „Örfáir kylfingar hafa bölsótast út í okkur stjórnendur golfklúbbanna á samfélagsmiðlum vegna þess að við fórum eftir tilmælum sóttvarnalæknis um lokun golfvalla,“ segir Agnar Már. „Fólk veikist í kringum okkur“ „Heimurinn glímir nú við vandamál af óþekktri stærðargráðu, yfir milljón manns hafa látist, ellefu hér á Íslandi. Veiran getur lagst með gríðarlegum þunga á fólk og margir hverjir hafa ekki náð sér og glíma við alvarleg eftirköst. Fólk er að veikjast í kringum okkur og meðal annars hefur formaður GKG legið þungt haldinn á sjúkrahúsi undanfarna daga.“ Ljóst er að skoðun Agnars Más er afar skýr. „Undir svona kringumstæðum er ekkert sem fær stjórnenda með lágmarksvitglóru til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis ... alveg sama hvað honum eða öðrum finnast þau fáránleg.“ Örfáir kylfingar hafa bölsótast út í okkur stjórnendur golfklúbbanna á samfélagsmiðlum vegna þess að við fórum eftir...Posted by Agnar Már Jónsson on Saturday, October 17, 2020 Ný reglugerð ráðherra tekur gildi á þriðjudag. Þar er farið í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis sem leggur til að snertilausar íþróttir verði heimilaðar á höfuðborgarsvæðinu. Golf er snertilaus íþrótt. „Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt,“ segir um íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu. Áformaðar breytingar á sóttvarnaráðstöfunum 20. október Fróðlegt verður að sjá hvernig golfklúbbarnir bregðast við á þriðjudaginn. Þó er farið að síga verulega á seinni hlutann á golftímabilinu á landinu og margir klúbbar eflaust farnir að huga að völlum sínum fyrir veturinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Golf Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34
Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32