„Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 20:02 Helga Baldvins Bjargardóttir var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Rúmlega 40 þúsund manns, sem er yfir 10% þjóðarinnar, hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að afgreiða breytingar á stjórnarskránni en til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar í vikunni. Helga Baldvins Bjargardóttir, sem er ein þeirra sem staðið hefur að undirskriftasöfnuninni, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Við erum að skora á Alþingi að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og það er mjög táknrænt að afhenda undirskriftalistann á þriðjudaginn þegar það er átta ára afmæli þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Helga en undirskriftasöfnuninni líkur á morgun. „Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar,“ segir Helga. Hún segir áskorunina kveða á um að Alþingi afgreiði tillögur um heildstæðar breytingar á stjórnarskránni í takt við þær sem lagt hafi verið upp með í tillögum stjórnlagaráðs sem greidd voru atkvæði um í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, frekar en að farin verði sú leið sem nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum um breytingar í nokkrum áföngum. „Þetta er erfið staða sem uppi er á þingi, það er mikil andstaða og það eru sterk hagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir þessum samfélagssáttmála eins og þjóðin skrifaði hann. Þannig í það minnsta væri hægt að samþykkja breytingar á því hvernig við breytum stjórnarskránni til samræmis við nýju stjórnarskrána,“ segir Helga. Vísar hún þar til breytinga sem myndu fela í sér að aðeins þurfi eitt þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar sem síðan þyrfti að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðspurð segist hún skilja ótta þeirra sem ekki séu reiðubúnir til að taka upp nýja stjórnarskrá í heilu lagi eins og hún leggur sig. „Það er rosaleg íhaldssemi. Lögfræðin sem fræðigrein er bara íhaldsöm í sjálfu sér þannig ég skil þetta fullkomlega. En við höfum alveg fordæmi þess að fólk hafi sett sér eigin stjórnarskrá og skrifað samfélagssáttmála frá upphafi. Og það var alltaf ætlunin, alveg frá 1944. Í hruninu hafi fólk vaknað til vitundar að mati Helgu. „Við erum að byggja á einhverjum kolröngum gildum og það sem að mér finnst fallegast og dýrmætast við þessa nýju stjórnarskrá eru þessi grunngildi sem að hún byggir á. Þetta eru heildarhagsmunir,“ segir Helga. Þáttarstjórnandi benti á að stjórnarskráin væri eins konar grundvallarplagg sem hafi í gegnum tíðina þegar verið breytt nokkrum sinnum, meðal annars hafi verið gerðar breytingar á mannréttindakafla, og spurði Helgu hvað hún teldi vanta uppá. Helga nefndi sem dæmi að enn mætti gera betur hvað varðar mannréttinda- og jafnréttiskafla, til að mynda vanti fötlun inn í upptalningu í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þáttarstjórnandi sótti hart að Helgu um að svara því hvers vegna hún teldi ekki duga til að gera úrbætur á almennum lögum, til dæmis hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, í stað þess að bæta orði í upptalningu stjórnarskrárinnar. Þótt mannréttindakafli stjórnarskrárinnar nú innihaldi ekki tæmandi lista yfir alla þá hópa sem hún eigi að verja, eigi hún engu að síðurað ná yfir allt fólk. „Það er verkefni löggjafans og við eigum mikið verk eftir óunnið og það er held ég okkur oft bara til trafala að við séum svona framarlega í jafnrétti að við erum ekki nógu dugleg að endurskoða og líta í eigin barm með hvað það er mikill vegur óunnið fyrir alls konar jaðarsett fólk. En það er líka mjög mikilvægt að í samfélagssáttmálanum að hann sé heildstæður. Tillögur stjórnlagaráðs hafi að hennar mati gert þennan samfélagssáttmála að heildstæðri einingu. „Það sem við erum að biðja um og kalla eftir að stjórnvöld geri er að fara með þetta sem einingu og taki við þessu sem einingu og vinni með hana. Þetta er ekkert fullkominn texti, ekki frekar en neitt sem að mannfólkið gerir en vinnum með hann sem einingu,“ svaraði Helga. Stjórnarskrá Víglínan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Rúmlega 40 þúsund manns, sem er yfir 10% þjóðarinnar, hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að afgreiða breytingar á stjórnarskránni en til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar í vikunni. Helga Baldvins Bjargardóttir, sem er ein þeirra sem staðið hefur að undirskriftasöfnuninni, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Við erum að skora á Alþingi að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar og það er mjög táknrænt að afhenda undirskriftalistann á þriðjudaginn þegar það er átta ára afmæli þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Helga en undirskriftasöfnuninni líkur á morgun. „Okkur finnst þetta vera móðgun við vilja þjóðarinnar,“ segir Helga. Hún segir áskorunina kveða á um að Alþingi afgreiði tillögur um heildstæðar breytingar á stjórnarskránni í takt við þær sem lagt hafi verið upp með í tillögum stjórnlagaráðs sem greidd voru atkvæði um í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012, frekar en að farin verði sú leið sem nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum um breytingar í nokkrum áföngum. „Þetta er erfið staða sem uppi er á þingi, það er mikil andstaða og það eru sterk hagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir þessum samfélagssáttmála eins og þjóðin skrifaði hann. Þannig í það minnsta væri hægt að samþykkja breytingar á því hvernig við breytum stjórnarskránni til samræmis við nýju stjórnarskrána,“ segir Helga. Vísar hún þar til breytinga sem myndu fela í sér að aðeins þurfi eitt þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar sem síðan þyrfti að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðspurð segist hún skilja ótta þeirra sem ekki séu reiðubúnir til að taka upp nýja stjórnarskrá í heilu lagi eins og hún leggur sig. „Það er rosaleg íhaldssemi. Lögfræðin sem fræðigrein er bara íhaldsöm í sjálfu sér þannig ég skil þetta fullkomlega. En við höfum alveg fordæmi þess að fólk hafi sett sér eigin stjórnarskrá og skrifað samfélagssáttmála frá upphafi. Og það var alltaf ætlunin, alveg frá 1944. Í hruninu hafi fólk vaknað til vitundar að mati Helgu. „Við erum að byggja á einhverjum kolröngum gildum og það sem að mér finnst fallegast og dýrmætast við þessa nýju stjórnarskrá eru þessi grunngildi sem að hún byggir á. Þetta eru heildarhagsmunir,“ segir Helga. Þáttarstjórnandi benti á að stjórnarskráin væri eins konar grundvallarplagg sem hafi í gegnum tíðina þegar verið breytt nokkrum sinnum, meðal annars hafi verið gerðar breytingar á mannréttindakafla, og spurði Helgu hvað hún teldi vanta uppá. Helga nefndi sem dæmi að enn mætti gera betur hvað varðar mannréttinda- og jafnréttiskafla, til að mynda vanti fötlun inn í upptalningu í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þáttarstjórnandi sótti hart að Helgu um að svara því hvers vegna hún teldi ekki duga til að gera úrbætur á almennum lögum, til dæmis hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks, í stað þess að bæta orði í upptalningu stjórnarskrárinnar. Þótt mannréttindakafli stjórnarskrárinnar nú innihaldi ekki tæmandi lista yfir alla þá hópa sem hún eigi að verja, eigi hún engu að síðurað ná yfir allt fólk. „Það er verkefni löggjafans og við eigum mikið verk eftir óunnið og það er held ég okkur oft bara til trafala að við séum svona framarlega í jafnrétti að við erum ekki nógu dugleg að endurskoða og líta í eigin barm með hvað það er mikill vegur óunnið fyrir alls konar jaðarsett fólk. En það er líka mjög mikilvægt að í samfélagssáttmálanum að hann sé heildstæður. Tillögur stjórnlagaráðs hafi að hennar mati gert þennan samfélagssáttmála að heildstæðri einingu. „Það sem við erum að biðja um og kalla eftir að stjórnvöld geri er að fara með þetta sem einingu og taki við þessu sem einingu og vinni með hana. Þetta er ekkert fullkominn texti, ekki frekar en neitt sem að mannfólkið gerir en vinnum með hann sem einingu,“ svaraði Helga.
Stjórnarskrá Víglínan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira