Framlengt í Grímsá og Hafralónsá Karl Lúðvíksson skrifar 19. október 2020 09:53 Hreggnasi hefur framlengt leigu á Grímsá Mynd: Hreggnasi FB Veiðifélagið Hreggnasi hefur framlengt leigu í Grímsá og Hafralónsá en árnar hafa lengi verið með þeim vinsælustu hjá félaginu. Hreggnasi hefur verið með Grímsá á sínum snærum síðan 2004 og hefur áinn verið eitt af flaggskipum félagsins síðan þá. Hafralónsá hefur verið hjá Hreggnasa síðan 2017 og hefur verið framlengt í þeim samning til næstu ára án þess að tilgreina frekar hversu langur sá samningur er. Tilkynning frá Hreggnasa vegna ánna er hér fyrir neðan. "Tilkynning vegna Grímsár: Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi leigu á Grímsá og Tunguá í Borgarfirði. Grímsá og Tunguá eru án efa meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar að Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum, því er um að ræða eitt lengsta viðskiptasamband milli aðila á veiðileyfamarkaði í dag. Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar að enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar. Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins. Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir aðstandendur Hreggnasa, en félagið fagnar 20 ára starfsafmæli í ár. Hafralónsá Tilkynning vegna Hafralónsár: Hreggnasi framlengir samning um Hafralónsá í Þistilfirði. Nýverið var framlengur samningur um Hafralónsá í Þistilfirði til næstu ára. Hreggnasi kom að leigu Hafralónsár eftir útboð Veiðifélags Hafralónsár 2017. Samstarfið hefur gengið með miklum ágætum, óhætt er að segja að umgjörð og orðspor vatnasvæðisins hefi tekið stakkaskiptum síðustu ár og má segja að Hafralónsá sé á góðri vegferð að ná fyrri styrk, enda um að ræða einhverja alfegurstu á landsins. Veiðifélagið Hreggnasi hefur alla tíð horft á samvinnu landeigenda og leigutaka sé grunnurinn að góðum árangri í rekstri veiðivatna." Stangveiði Mest lesið 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Góður gangur í Elliðaánum Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Gönguseiðin yfirgefa árnar í þúsundatali Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði
Veiðifélagið Hreggnasi hefur framlengt leigu í Grímsá og Hafralónsá en árnar hafa lengi verið með þeim vinsælustu hjá félaginu. Hreggnasi hefur verið með Grímsá á sínum snærum síðan 2004 og hefur áinn verið eitt af flaggskipum félagsins síðan þá. Hafralónsá hefur verið hjá Hreggnasa síðan 2017 og hefur verið framlengt í þeim samning til næstu ára án þess að tilgreina frekar hversu langur sá samningur er. Tilkynning frá Hreggnasa vegna ánna er hér fyrir neðan. "Tilkynning vegna Grímsár: Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi leigu á Grímsá og Tunguá í Borgarfirði. Grímsá og Tunguá eru án efa meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar að Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum, því er um að ræða eitt lengsta viðskiptasamband milli aðila á veiðileyfamarkaði í dag. Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar að enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar. Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins. Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir aðstandendur Hreggnasa, en félagið fagnar 20 ára starfsafmæli í ár. Hafralónsá Tilkynning vegna Hafralónsár: Hreggnasi framlengir samning um Hafralónsá í Þistilfirði. Nýverið var framlengur samningur um Hafralónsá í Þistilfirði til næstu ára. Hreggnasi kom að leigu Hafralónsár eftir útboð Veiðifélags Hafralónsár 2017. Samstarfið hefur gengið með miklum ágætum, óhætt er að segja að umgjörð og orðspor vatnasvæðisins hefi tekið stakkaskiptum síðustu ár og má segja að Hafralónsá sé á góðri vegferð að ná fyrri styrk, enda um að ræða einhverja alfegurstu á landsins. Veiðifélagið Hreggnasi hefur alla tíð horft á samvinnu landeigenda og leigutaka sé grunnurinn að góðum árangri í rekstri veiðivatna."
Stangveiði Mest lesið 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Góður gangur í Elliðaánum Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Gönguseiðin yfirgefa árnar í þúsundatali Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði