Biðja fólk að halda sig heima í vetrarfríinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira