Veiðisvæðið Alviðra í Soginu í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 20. október 2020 08:18 Alvirða í Soginu er að fara í útboð. Veiðisvæðið Alviðra í Soginu átti nokkra góða daga í sumar og þá var veiðin þar betri en hún hefur verið í mörg ár. Þetta nafntogaða svæði var eitt sinn eitt af þeim betri í Soginu en hefur síðustu 10-15 árin verið frekar lélegt það eru þess vegna góðar fréttir að heyra af þeim nokkru góðu dögum sem voru þar í sumar. Alviðra var lengi hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en nú stefnir líklega í að svæðið fari annað. Nú hefur hins vegar auglýst útboð í svæðið og það verður fróðlegt að sjá hverjir koma til með að bjóða í það. Hér fyrir neðan er tilkynning af vefnum Veiða.is um umrætt útboð. Eigendur Alviðru undir Ingólfsfjalli og Öndverðarness II í Grímsnes- og Grafningshreppi, eru handhafar réttar til stangveiði í Soginu. Veiðisvæðið sem um ræðir er vesturbakki Sogs í landi Alviðru og austurbakki neðan brúr við Þrastarlund. Fjöldi stanga er tvær. Sogið er sögufræg veiðiá. Silungsveiðitíminn er frá 1. apríl til 31. maí og laxveiðitíminn frá 24. júní til 23. september. Óskað er eftir tilboðum í leigu á framangreindum réttindum til stangveiðar frá og með árinu 2021, og í allt að 5 ár, sem og afnotum af vel útbúnu 60 fm. veiðihúsi sem staðsett er að Alviðru. Stangveiði Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hvað á rjúpan að hanga lengi? Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði
Veiðisvæðið Alviðra í Soginu átti nokkra góða daga í sumar og þá var veiðin þar betri en hún hefur verið í mörg ár. Þetta nafntogaða svæði var eitt sinn eitt af þeim betri í Soginu en hefur síðustu 10-15 árin verið frekar lélegt það eru þess vegna góðar fréttir að heyra af þeim nokkru góðu dögum sem voru þar í sumar. Alviðra var lengi hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en nú stefnir líklega í að svæðið fari annað. Nú hefur hins vegar auglýst útboð í svæðið og það verður fróðlegt að sjá hverjir koma til með að bjóða í það. Hér fyrir neðan er tilkynning af vefnum Veiða.is um umrætt útboð. Eigendur Alviðru undir Ingólfsfjalli og Öndverðarness II í Grímsnes- og Grafningshreppi, eru handhafar réttar til stangveiði í Soginu. Veiðisvæðið sem um ræðir er vesturbakki Sogs í landi Alviðru og austurbakki neðan brúr við Þrastarlund. Fjöldi stanga er tvær. Sogið er sögufræg veiðiá. Silungsveiðitíminn er frá 1. apríl til 31. maí og laxveiðitíminn frá 24. júní til 23. september. Óskað er eftir tilboðum í leigu á framangreindum réttindum til stangveiðar frá og með árinu 2021, og í allt að 5 ár, sem og afnotum af vel útbúnu 60 fm. veiðihúsi sem staðsett er að Alviðru.
Stangveiði Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hvað á rjúpan að hanga lengi? Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði