Svona á að bregðast við í jarðskjálfta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 15:06 Grindvíkingar hafa fundið fyrir mörgum jarðskjálftum undanfarin ár og virðast lítið kippa sér upp við þann sem varð í dag. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Fólk fann vel fyrir skjálftanum á suðvesturhorninu og jafnvel vestur á firði. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið. Almannavarnir hafa gefið út tilmæli um hvernig fólk eigi að bregðast við jarðskjálfta, eftir því hvort fólk er innandyra eða utan, við sjó eða akandi í bíl. Leiðbeiningarnar fylgja að neðan. Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar – ekki hlaupa af stað. • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað • Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg – athugið að í nýjum húsum eru hurðarop ekki sérstaklega styrkt og þar er jafnan hurð sem getur sveiflast til og frá • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað • Láttu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftnn hættir Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn • Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda • Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi • Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta: • Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta • Hafðu sætisbeltin spennt • Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann. Leiðbeiningar eftir skjálfta Að neðan má sjá leiðbeiningar almannavarna um hvernig eigi að bregðast við að loknum skjálfta. Klæðist góðum hlífðarfötum Farið í góða skó og hlífðarföt, ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla. Neyðarkassinn Náið í neyðarkassan, ef hann er fyrir hendi og ef þörf er fyrir hann. Slys – Meiðsli Athugið hvort einhver hefur slasast og ef þörf er fyrir aðstoð þá hafið samband við Neyðarlínuna í síma 1-1-2. Upplýsingar. Reyndu að afla þér upplýsinga um jarðskjálftann, umfang hans og upptök á vef Veðurstofunnar og fylgstu með ráðleggingum almannavarna í fjölmiðlum. Samfélagsmiðlar eru fljótir að taka við sér. Síminn virkar ekki Ef ekki er hægt að ná í hjálp símleiðis, skal auðkenna slysstað með hvítri veifu. Síminn er öryggistæki og þegar neyðarástand hefur skapast getur álag á símkerfið leitt til þess að þeir sem þurfa á hjálp að halda ná ekki sambandi. Sendu frekar SMS í stað þess að hringja, til að láta vita af þér til að minnka álag á símkerfi. Einnig getur verið gott að eiga hleðslubanka, hleðslurafhlöður og hleðslutæki til að nota í bifreið til að hlaða rafmagnstæki (síma og tölvur) í rafmagnsleysi, sem oft fylgir jarðskjálftum. Lyftur Notið ekki lyftur í háhýsum þar sem hætta er á að þær hafi skekkst. Látið yfirfara lyftur í kjölfar jarðskjálfta. Neysluvatn Drekkið ekki kranavatn fyrr en tryggt er að það hafi ekki mengast í jarðskjálftanum. Vatnsleki -Rafmagn Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur og slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt. Eldur – eldmatur Athugið hvort eldur er laus og notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni hafi hellst niður. Rýming Farið rólega út eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til. Sjá Brottflutningur – Rýming. Söfnunarstaður Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað utanhúss og ráðfærið ykkur við fjölskylduna áður en næsta skref er tekið. Bíllinn oft fyrsta skjólið Munið að bifreið er oft fyrsta upphitaða skjólið sem völ er á ef húsnæði hefur skemmst og þar er almennt útvarp. Akið með fyllstu aðgát og athugið að vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta. Munið eftir fjöldahjálparstöðvum í skólum. Útvarp – tilkynningar Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. Farið eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta úr. Fallnar raflínur Aldrei snerta fallnar raflínur. Nágrannahjálp Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnist aðstoðar. Ef þu veist af öldruðum eða fötluðum einstaklingum í næsta nágrenni er mikilvægt að huga að þeim. Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist. Nánar á vef almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Húsráð Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Fólk fann vel fyrir skjálftanum á suðvesturhorninu og jafnvel vestur á firði. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið. Almannavarnir hafa gefið út tilmæli um hvernig fólk eigi að bregðast við jarðskjálfta, eftir því hvort fólk er innandyra eða utan, við sjó eða akandi í bíl. Leiðbeiningarnar fylgja að neðan. Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar – ekki hlaupa af stað. • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað • Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg – athugið að í nýjum húsum eru hurðarop ekki sérstaklega styrkt og þar er jafnan hurð sem getur sveiflast til og frá • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað • Láttu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftnn hættir Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn • Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda • Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi • Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta: • Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta • Hafðu sætisbeltin spennt • Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann. Leiðbeiningar eftir skjálfta Að neðan má sjá leiðbeiningar almannavarna um hvernig eigi að bregðast við að loknum skjálfta. Klæðist góðum hlífðarfötum Farið í góða skó og hlífðarföt, ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla. Neyðarkassinn Náið í neyðarkassan, ef hann er fyrir hendi og ef þörf er fyrir hann. Slys – Meiðsli Athugið hvort einhver hefur slasast og ef þörf er fyrir aðstoð þá hafið samband við Neyðarlínuna í síma 1-1-2. Upplýsingar. Reyndu að afla þér upplýsinga um jarðskjálftann, umfang hans og upptök á vef Veðurstofunnar og fylgstu með ráðleggingum almannavarna í fjölmiðlum. Samfélagsmiðlar eru fljótir að taka við sér. Síminn virkar ekki Ef ekki er hægt að ná í hjálp símleiðis, skal auðkenna slysstað með hvítri veifu. Síminn er öryggistæki og þegar neyðarástand hefur skapast getur álag á símkerfið leitt til þess að þeir sem þurfa á hjálp að halda ná ekki sambandi. Sendu frekar SMS í stað þess að hringja, til að láta vita af þér til að minnka álag á símkerfi. Einnig getur verið gott að eiga hleðslubanka, hleðslurafhlöður og hleðslutæki til að nota í bifreið til að hlaða rafmagnstæki (síma og tölvur) í rafmagnsleysi, sem oft fylgir jarðskjálftum. Lyftur Notið ekki lyftur í háhýsum þar sem hætta er á að þær hafi skekkst. Látið yfirfara lyftur í kjölfar jarðskjálfta. Neysluvatn Drekkið ekki kranavatn fyrr en tryggt er að það hafi ekki mengast í jarðskjálftanum. Vatnsleki -Rafmagn Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur og slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt. Eldur – eldmatur Athugið hvort eldur er laus og notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni hafi hellst niður. Rýming Farið rólega út eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til. Sjá Brottflutningur – Rýming. Söfnunarstaður Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað utanhúss og ráðfærið ykkur við fjölskylduna áður en næsta skref er tekið. Bíllinn oft fyrsta skjólið Munið að bifreið er oft fyrsta upphitaða skjólið sem völ er á ef húsnæði hefur skemmst og þar er almennt útvarp. Akið með fyllstu aðgát og athugið að vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta. Munið eftir fjöldahjálparstöðvum í skólum. Útvarp – tilkynningar Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. Farið eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta úr. Fallnar raflínur Aldrei snerta fallnar raflínur. Nágrannahjálp Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnist aðstoðar. Ef þu veist af öldruðum eða fötluðum einstaklingum í næsta nágrenni er mikilvægt að huga að þeim. Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist. Nánar á vef almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Húsráð Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira