Öskureiður og taldi Steinda vera að stela barninu sínu á Tenerife Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2020 12:30 Steindi kynnist Auðunni Blöndal í rauninni árið 2010 á Tenerife. Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni. FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson sagði skemmtilega sögu frá ferð hans og Auðuns Blöndal í vatnsrennibrautagarð á Tenerife í síðasta þætti af FM95BlÖ. Þeir félagar skemmta sér ávallt mjög vel í slíkum görðum og hafa áður rætt það að fara í sérstakt ferðalag um Evrópu einungis til að heimsækja vatnsrennibrautagarða. En að þessu sinni lenti Steindi í smá bobba. „Ég og Auddi kynnumst bara í þessari ferð og þetta er fyrir mörgum mörgum árum, tólf árum eða svo,“ segir Steindi en hið rétta er að ferðin var árið 2010. Auðunn Blöndal og Steindi í ferðinni og það í miklum fíling. „Þetta er sönn saga. Við vorum í rennibraut og þú ferð upp stigagang í biðröð og allt þetta. Við keyptum svona bönd þar sem við fengum að fara fram fyrir röð en svo voru allir með þau bönd hvort sem er. Svo þegar þú ert kominn upp gast þú valið, annað hvort að fara í The Dragon eða The Volcano. Svo allt í einu gátum við ekki lengur farið í The Volcano og það var búið að loka henni. Við fórum að tala við sundlaugavörðinn þar sem okkur langaði svo í þessa rennibraut, en hann sagði að það væri búið að loka henni í bili,“ segir Steindi og heldur áfram. „Þegar við förum í vatnsrennibrautagarð þá sturlumst við einfaldlega. Þú ert síðan alltaf á barnum og ert að skjóta þig og drekka. Síðan þegar við förum í eina rennibrautina og ég lendi í vatninu og fer í kaf og svona. Kem svo upp úr vatninu og þá heyri ég bara flautað á mig. Þetta var svona dómaraflauta og baðvörðurinn að flauta. Hann flautar ógeðslega hátt og ég í einhverri geðshræringu sé krakka og ég bara tek hann upp í fangið og reyni að fara upp úr með hann,“ segir Steindi sem hélt að krakkinn væri í einhverjum vandræðum ofan í lauginni. Steindi ætlaði einfaldlega að bjarga barninu en þá var baðvörðurinn í rauninni bara að flauta á Steinda til að segja honum að núna væri loksins búið að opna hina rennibrautina. Sverrir Bergmann var einnig með í för og drengirnir skemmtu sér einstaklega vel í Siam Park. „Svo kom pabbinn hlaupandi að Steinda alveg brjálaður. Hann reif krakkann af honum og hrinti honum. Hann hélt að hann væri að fara stela barninu sínu,“ segir Auðunn Blöndal. „Ég hef aldrei séð jafn reiðan pabba og ég hélt að hann væri að fara vaða í mig, hann var brjálaður,“ segir Steindi en það má fylgja sögunni að vatnið náði barninu upp á hné og hann var ekki í miklum vandræðum eftir allt saman. Klippa: Steindi segir skemmtilega sögu af skrautlegu atviki á Tenerife Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt í heild sinni.
FM95BLÖ Grín og gaman Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Sjá meira