Rotaðist í fjallgöngu í skjálftanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 15:26 Eins og sjá má blæddi úr höfði Benedikts eftir höggið, rothöggið. Aðsend Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. Eftir að hafa toppað fjallið fann hann jörðina hreyfast, hann hafði enga stjórn og rotaðist í skamma stund. Úr varð að sauma þurfti spor í hnakka Benedikts sem í fyrsta skipti í gær ákvað að hafa sárabindi með í fjallgöngu. Benedikt lýsti því í samtali við Mbl.is í dag að hann hefði verið á toppi fjallsins að taka ljósmyndir þegar fæturnir fóru bara undan. Flestir á suðvesturhorninu fundu fyrir skjálftanum en voru sem betur fer fæstir á fjöllum. Stærðin var 5,6 og upptökin ekki langt frá Keili. Fjallið tók kipp. Keilir er tignarlegt fjall á Reykjanesinu. Gangan að fjallinu er í lengri kantinum en flestum fært að komast upp.Vísir/Vilhelm „Ég var að virða fyrir mér útsýnið þegar allt fer af stað og ég missi lappirnar. Það er mjög erfitt að lýsa þessu,“ segir Benedikt Þórður í samtali við Vísi. Honum hafi liðið eins og hann væri að missa meðvitund eða jafnvægisskynið. „Ég hrundi niður og náði ekkert að sporna við því,“ segir Benedikt. Hann segist hafa fengið höfuðhögg og ekkert munað eftir sér í skamma stund. Hann rankaði við sér aðeins neðar í hlíðinni og afráðið strax að koma sér ofar, á öruggari stað. Benedikt og Benzi Labrador hundur Benedikts og nafni, Benzi, var með í för og greinilega nokkuð brugðið. En slapp þó vel. „Þegar ég spretti upp og kem mér ofar er hann kominn í lappirnar á mér. Hann var væntanlega smá hissa á þessu öllu saman,“ segir Benedikt. Benedikt með sárabindið og Keilir tignarlegur í bakgrunni.Aðsend Hann segist hafa látið vita af fyrirhugaðri göngu og fljótlega fóru símtöl að berast. Líka frá forvitnu fólki sem vildi vita hvort hann hefði fundið skjálftann. Líklega algengasta spurning gærdagsins. Hann tekur undir að það sé mikilvægt að láta vita af ferðum sínum, hvort sem er á fjöll eða annað. Hann ímyndar sér að hann hefði ekkert endilega verið betur staddur á göngu í gegnum hraunið að fjallinu þegar skjálftinn varð. Eintóm heppni Benedikt segist eftir nokkrar mínútur hafa fundið fyrir einhverju á hnakkanum. Þar blæddi úr en ótrúlegt en satt var Benedikt með sárabindi með sér. Eitthvað sem hann hafi aldrei áður gert. Útsýnispalluirnn á Keili í gær.Benedikt Jakobsson „Það var eintóm heppni. Ég hef aldrei áður verið vel búinn en í þetta eina skipti var eitthvað sem sagði mér að það væri best að taka þetta með.“ Hann sé enginn göngugarpur. Hafi bara gaman af útiverunni. „Ég vildi bara viðra mig og hundinn, njóta veðursins. Ekkert meira en það. Þetta átti að verða góður dagur,“ segir Benedikt léttur. Fjögur eða fimm spor Sauma þurfti fjögur eða fimm spor í hnakka Benedikts. Hundurinn Benzi á röltinu innan um laust grjótið.Benedikt Jakobsson „Læknirinn sagði fjögur spor. En svo tók ég mynd af þessu og vinkona mín benti mér á að þetta væru fimm spor. Svo þetta eru fjögur skástrik fimm spor,“ segir hann léttur. Í fregnum í gær kom fram að ekkert benti til þess að nokkur hefði slasast í skjálftanum. „Ég brosti að því,“ segir Benedikt en ekki er vitað til þess að fleiri hafi slasað sig í skjálftanum. Bendikt mætti pari á niðurleið þegar hann gekk upp fjallið. Eftir að hafa náð áttum svipaðist hann um eftir þeim og sá að þau voru á ferð, að vinna sig rólega niður fjallið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Fjallamennska Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. Eftir að hafa toppað fjallið fann hann jörðina hreyfast, hann hafði enga stjórn og rotaðist í skamma stund. Úr varð að sauma þurfti spor í hnakka Benedikts sem í fyrsta skipti í gær ákvað að hafa sárabindi með í fjallgöngu. Benedikt lýsti því í samtali við Mbl.is í dag að hann hefði verið á toppi fjallsins að taka ljósmyndir þegar fæturnir fóru bara undan. Flestir á suðvesturhorninu fundu fyrir skjálftanum en voru sem betur fer fæstir á fjöllum. Stærðin var 5,6 og upptökin ekki langt frá Keili. Fjallið tók kipp. Keilir er tignarlegt fjall á Reykjanesinu. Gangan að fjallinu er í lengri kantinum en flestum fært að komast upp.Vísir/Vilhelm „Ég var að virða fyrir mér útsýnið þegar allt fer af stað og ég missi lappirnar. Það er mjög erfitt að lýsa þessu,“ segir Benedikt Þórður í samtali við Vísi. Honum hafi liðið eins og hann væri að missa meðvitund eða jafnvægisskynið. „Ég hrundi niður og náði ekkert að sporna við því,“ segir Benedikt. Hann segist hafa fengið höfuðhögg og ekkert munað eftir sér í skamma stund. Hann rankaði við sér aðeins neðar í hlíðinni og afráðið strax að koma sér ofar, á öruggari stað. Benedikt og Benzi Labrador hundur Benedikts og nafni, Benzi, var með í för og greinilega nokkuð brugðið. En slapp þó vel. „Þegar ég spretti upp og kem mér ofar er hann kominn í lappirnar á mér. Hann var væntanlega smá hissa á þessu öllu saman,“ segir Benedikt. Benedikt með sárabindið og Keilir tignarlegur í bakgrunni.Aðsend Hann segist hafa látið vita af fyrirhugaðri göngu og fljótlega fóru símtöl að berast. Líka frá forvitnu fólki sem vildi vita hvort hann hefði fundið skjálftann. Líklega algengasta spurning gærdagsins. Hann tekur undir að það sé mikilvægt að láta vita af ferðum sínum, hvort sem er á fjöll eða annað. Hann ímyndar sér að hann hefði ekkert endilega verið betur staddur á göngu í gegnum hraunið að fjallinu þegar skjálftinn varð. Eintóm heppni Benedikt segist eftir nokkrar mínútur hafa fundið fyrir einhverju á hnakkanum. Þar blæddi úr en ótrúlegt en satt var Benedikt með sárabindi með sér. Eitthvað sem hann hafi aldrei áður gert. Útsýnispalluirnn á Keili í gær.Benedikt Jakobsson „Það var eintóm heppni. Ég hef aldrei áður verið vel búinn en í þetta eina skipti var eitthvað sem sagði mér að það væri best að taka þetta með.“ Hann sé enginn göngugarpur. Hafi bara gaman af útiverunni. „Ég vildi bara viðra mig og hundinn, njóta veðursins. Ekkert meira en það. Þetta átti að verða góður dagur,“ segir Benedikt léttur. Fjögur eða fimm spor Sauma þurfti fjögur eða fimm spor í hnakka Benedikts. Hundurinn Benzi á röltinu innan um laust grjótið.Benedikt Jakobsson „Læknirinn sagði fjögur spor. En svo tók ég mynd af þessu og vinkona mín benti mér á að þetta væru fimm spor. Svo þetta eru fjögur skástrik fimm spor,“ segir hann léttur. Í fregnum í gær kom fram að ekkert benti til þess að nokkur hefði slasast í skjálftanum. „Ég brosti að því,“ segir Benedikt en ekki er vitað til þess að fleiri hafi slasað sig í skjálftanum. Bendikt mætti pari á niðurleið þegar hann gekk upp fjallið. Eftir að hafa náð áttum svipaðist hann um eftir þeim og sá að þau voru á ferð, að vinna sig rólega niður fjallið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Fjallamennska Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira