„Vildu kenna mér hvernig raunverulegir karlmenn gætu læknað eina lesbíu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 11:29 Magga Pála hefur sannarlega gengið í gegnum erfiða tíma. Margrét Pála hefur um árabil rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun barna og var hún ein fyrsta opinbera lesbían á Íslandi. Í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar segir hún frá því hvað samkynhneigt fólk mátti þola á Íslandi á sínum tíma. ,,Það var Breiðavík víðar en fyrir vestan. Hommarnir voru lamdir niðri í miðbæ án þess að nokkuð væri gert í því, gay fólk var missandi atvinnu og húsnæði og hent út af veitingastöðum og það var hvergi nein verndarlöggjöf eða réttindi fram til 1996,“ segir Margrét. Særði okkur djúpt „Ekkert sem viðurkenndi tilvist okkar, nema að lágmarksaldur til kynlífs var hærri hjá samkynhneigðum en öðrum. En að við værum viðurkennd eins og aðrir þegnar gerist í raun ekki fyrr en 1996. Mér þætti ágætt að ríkisstjórn Íslands myndi biðjast afsökunar á því varnarleysi og skorti á vernd og virðingu sem við bjuggum við á þessum tíma. Þjóðkirkjan er svo önnur opinber stofnun sem særði okkur djúpt. Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni og svo voru hópar sem stunduðu það að lemja hommana niðri í bæ og karlfjandar sem réðust að mér og vildu kenna mér hvernig raunverulegir karlmenn gætu læknað eina lesbíu. En allt þetta má svo sem skilja, en þegar heil stofnun sem á ekki að þjóna neinu nema kærleikanum fór sömu leið, það var erfiðara að kyngja því og kirkjan á í raun enn eftir að gera þessi mál upp heiðarlega.“ Hún segir erfitt fyrir þá sem hafa ekki upplifað hluti af þessu tagi að skilja tilfinninguna sem því fylgir að fólk hætti allt í einu að hlusta á þig og taka mark á þér. „Ég stefndi á pólitík í gamla daga þegar ég var í Alþýðubandalaginu, en svo kom ég úr felum og allt í einu hringdi bara enginn í mig lengur. Þetta er upplifun sem er erfitt að lýsa, af því að hún er svo ótrúleg. Þú talar við fólk og finnur að allt í einu eru allir hættir að hlusta á þig. Ég hafði verið afar vinsæl og taldi að pólitík væri leiðin til að breyta heiminum, en þetta var bara mjög einfalt. Ég átti sæti í fjölda nefnda og var í framkvæmdastjórn flokksins, en skyndilega var bara hætt að hringja og mér var ekki boðið að taka þátt í neinu lengur. Það var einn maður sem þorði að segja þetta beint við mig, að vísu var hann fullur: „Það er eins gott að þú ert hins segin, af því að þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af stöðunni minni.“ Fyrir þá sem hafa ekki prófað þetta er erfitt að útskýra hvernig það er að verða ,,Persona non grada”. Þrátt fyrir þetta segir Margrét að það hafi aldrei verið valkostur fyrir sig að koma ekki út úr skápnum. Fyllist mikilli skelfingu „Þegar ég finn minn sannleika, þá bara segi ég hann. Þannig að það var aldrei val fyrir mig að koma ekki út úr skápnum. Þegar ég átta mig á því 26 ára gömul að ég er samkynhneigð fyllist ég mikilli skelfingu gagnvart umhverfinu og gagnvart minnar framtíðar, en það leið ekki vika þar til ég var búin að biðja manninn minn um skilnað. Þegar ég kyssti í fyrsta sinn konu, þá skildi ég líf mitt á augnabliki. En það tók tíma að koma að fullu út úr skápnum. Ég var bæði hrædd um að missa forræði yfir dóttur minni og ég var í viðkvæmu starfi og það voru líka góðar líkur á að ég myndi tapa vinnunni, þannig að ég fyrirgef mér það alveg að það hafi tekið tíma að koma alveg úr felum.“ Margrét hefur sem fyrr segir rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun í áraraðir og þúsundir ánægðra foreldra hafa nú sent börn sín í skóla Hjallastefnunnar sem Margrét stofnaði. Í þættinum ræða Sölvi og Margrét um það hvernig öll hennar tækifæri voru tekin af henni á einum degi vegna fordóma á tímum sem voru allt aðrir en í dag. Þau fara jafnframt yfir mikilvægi þess að hrista upp í menntakerfinu, hlusta á börn og þora að fara gegn straumnum. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Margrét Pála hefur um árabil rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun barna og var hún ein fyrsta opinbera lesbían á Íslandi. Í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar segir hún frá því hvað samkynhneigt fólk mátti þola á Íslandi á sínum tíma. ,,Það var Breiðavík víðar en fyrir vestan. Hommarnir voru lamdir niðri í miðbæ án þess að nokkuð væri gert í því, gay fólk var missandi atvinnu og húsnæði og hent út af veitingastöðum og það var hvergi nein verndarlöggjöf eða réttindi fram til 1996,“ segir Margrét. Særði okkur djúpt „Ekkert sem viðurkenndi tilvist okkar, nema að lágmarksaldur til kynlífs var hærri hjá samkynhneigðum en öðrum. En að við værum viðurkennd eins og aðrir þegnar gerist í raun ekki fyrr en 1996. Mér þætti ágætt að ríkisstjórn Íslands myndi biðjast afsökunar á því varnarleysi og skorti á vernd og virðingu sem við bjuggum við á þessum tíma. Þjóðkirkjan er svo önnur opinber stofnun sem særði okkur djúpt. Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni og svo voru hópar sem stunduðu það að lemja hommana niðri í bæ og karlfjandar sem réðust að mér og vildu kenna mér hvernig raunverulegir karlmenn gætu læknað eina lesbíu. En allt þetta má svo sem skilja, en þegar heil stofnun sem á ekki að þjóna neinu nema kærleikanum fór sömu leið, það var erfiðara að kyngja því og kirkjan á í raun enn eftir að gera þessi mál upp heiðarlega.“ Hún segir erfitt fyrir þá sem hafa ekki upplifað hluti af þessu tagi að skilja tilfinninguna sem því fylgir að fólk hætti allt í einu að hlusta á þig og taka mark á þér. „Ég stefndi á pólitík í gamla daga þegar ég var í Alþýðubandalaginu, en svo kom ég úr felum og allt í einu hringdi bara enginn í mig lengur. Þetta er upplifun sem er erfitt að lýsa, af því að hún er svo ótrúleg. Þú talar við fólk og finnur að allt í einu eru allir hættir að hlusta á þig. Ég hafði verið afar vinsæl og taldi að pólitík væri leiðin til að breyta heiminum, en þetta var bara mjög einfalt. Ég átti sæti í fjölda nefnda og var í framkvæmdastjórn flokksins, en skyndilega var bara hætt að hringja og mér var ekki boðið að taka þátt í neinu lengur. Það var einn maður sem þorði að segja þetta beint við mig, að vísu var hann fullur: „Það er eins gott að þú ert hins segin, af því að þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af stöðunni minni.“ Fyrir þá sem hafa ekki prófað þetta er erfitt að útskýra hvernig það er að verða ,,Persona non grada”. Þrátt fyrir þetta segir Margrét að það hafi aldrei verið valkostur fyrir sig að koma ekki út úr skápnum. Fyllist mikilli skelfingu „Þegar ég finn minn sannleika, þá bara segi ég hann. Þannig að það var aldrei val fyrir mig að koma ekki út úr skápnum. Þegar ég átta mig á því 26 ára gömul að ég er samkynhneigð fyllist ég mikilli skelfingu gagnvart umhverfinu og gagnvart minnar framtíðar, en það leið ekki vika þar til ég var búin að biðja manninn minn um skilnað. Þegar ég kyssti í fyrsta sinn konu, þá skildi ég líf mitt á augnabliki. En það tók tíma að koma að fullu út úr skápnum. Ég var bæði hrædd um að missa forræði yfir dóttur minni og ég var í viðkvæmu starfi og það voru líka góðar líkur á að ég myndi tapa vinnunni, þannig að ég fyrirgef mér það alveg að það hafi tekið tíma að koma alveg úr felum.“ Margrét hefur sem fyrr segir rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun í áraraðir og þúsundir ánægðra foreldra hafa nú sent börn sín í skóla Hjallastefnunnar sem Margrét stofnaði. Í þættinum ræða Sölvi og Margrét um það hvernig öll hennar tækifæri voru tekin af henni á einum degi vegna fordóma á tímum sem voru allt aðrir en í dag. Þau fara jafnframt yfir mikilvægi þess að hrista upp í menntakerfinu, hlusta á börn og þora að fara gegn straumnum.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira