Sigur Rós gefur loksins út Hrafnagaldur Óðins Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 12:00 Platan kemur út 4. desember. Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í morgun langþráða útgáfu á Hrafnagaldri Óðins. Tónverkið er meðal annars flutt af kammerkórnum Schola cantorum og L’Orchestre des Laureats du Conservatoire national de Paris. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Hljómsveitin gefur út lagið Dvergmál í dag til að fagna tilkynningunni og má heyra lagið hér að neðan. Hrafnagaldur Óðins er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og tónskáldsins þekkta og allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar, ásamt Steindóri Andersen, sem er einn virtasti kvæðamaður Íslands. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu. Verkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar. Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í morgun langþráða útgáfu á Hrafnagaldri Óðins. Tónverkið er meðal annars flutt af kammerkórnum Schola cantorum og L’Orchestre des Laureats du Conservatoire national de Paris. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Hljómsveitin gefur út lagið Dvergmál í dag til að fagna tilkynningunni og má heyra lagið hér að neðan. Hrafnagaldur Óðins er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og tónskáldsins þekkta og allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar, ásamt Steindóri Andersen, sem er einn virtasti kvæðamaður Íslands. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar, fyrrum meðlims hljómsveitarinnar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu. Verkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar. Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Sjá meira