Gera ekki ráð fyrir „lágum tölum“ fyrr en í lok nóvember Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 13:34 Beðið eftir skimun fyrir kórónuveirunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Nýsmituðum hefur fækkað á landinu síðustu daga. Vísir/Vilhelm Smitstuðull utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 0,5 og árangur af kórónuveiruaðgerðum sýnilegur. Möguleiki á veldisvexti smita er þó enn fyrir hendi. Þá má gera ráð fyrir að smit fari ekki niður í „lágar tölur“ fyrr en eftir um sex vikur. Þetta kemur fram í nýrri rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fækkað undanfarna daga en þrjátíu greindust með veiruna innanlands í gær. Átján voru í sóttkví við greiningu eða sextíu prósent. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af veirunni mun að jafnaði smita marga aðra. Til að ná faraldrinum niður þarf stuðullinn að fara undir 1. Stuðullinn utan sóttkvíar hefur verið yfir 1 undanfarnar vikur en er nú áætlaður 0,5, spábil 0,03-1,5. Matið er því háð óvissu og bent er á það í rýni vísindamannanna að spábilið nái upp fyrir 1. „Möguleiki á veldisvísisvexti er enn fyrir hendi. Smitstuðullinn hefur samt farið lækkandi og árangur aðgerða er sýnilegur. Hafa verður samt í huga að nokkur fjöldi hefur líklega smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum,“ segir í rýninni. Varasamt að spá engum smitum Stór hópsýking á höfuðborgarsvæðinu sveigði faraldurinn upp á við eftir að náðst hafði að kveða hann niður að miklu leyti. Aðgerðir sem gripið var til í kjölfarið virðast hins vegar nú að skila árangri. „Nú þegar stjórn hefur náðst mun smittíðnin aftur færast að spánni. Gera má ráð fyrir að það taki til enda nóvember (6 vikur) að ná smitum í lágar tölur.“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.Almannavarnir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem komið hefur að gerð spálíkansins, segir í samtali við Vísi að „lágar tölur“ þýði í raun eitt, tvö eða jafnvel ekkert smit á dag, líkt og var í maí þegar fyrsta bylgja faraldursins var gengin yfir. „En það er mjög varasamt að segja að það verði engin smit,“ segir Thor. Nokkur óvissa er í mati á þróun faraldursins hér eftir en þó má ætla að smitum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sú spá er háð því að aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn í „svipuðum takti“ og í fyrstu bylgju, sem og að a.m.k. helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu í sóttkví. Thor leggur áherslu á að spáin sé enn þrungin mikilli óvissu. „Þrjátíu smit á dag er há tala. Og öryggisbilið á smitstuðlinum er vítt. Þetta er ekki hundrað prósent undir einum. Það er smá óvissa eftir í þessu, þetta er opið,“ segir Thor. Miðað við fyrstu bylgju séum við nú stödd á svipuðum stað og 7. apríl. Um mánuði síðar, um 8. maí, hafi verið hægt að segja að fyrsta bylgjan væri búin. „En sumir telja að það gæti verið lengri hali í þessari bylgju," segir Thor. Í rýni vísindamannanna kemur fram að nú, eftir sem áður, sé grundvallaratriði að lækka smitstuðullinn marktækt undir 1 og halda honum þannig. „Ef smitstuðull fer yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra. En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, vinnur heima (þeir sem geta) og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02 Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34 33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Smitstuðull utan sóttkvíar á Íslandi er nú áætlaður 0,5 og árangur af kórónuveiruaðgerðum sýnilegur. Möguleiki á veldisvexti smita er þó enn fyrir hendi. Þá má gera ráð fyrir að smit fari ekki niður í „lágar tölur“ fyrr en eftir um sex vikur. Þetta kemur fram í nýrri rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fækkað undanfarna daga en þrjátíu greindust með veiruna innanlands í gær. Átján voru í sóttkví við greiningu eða sextíu prósent. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af veirunni mun að jafnaði smita marga aðra. Til að ná faraldrinum niður þarf stuðullinn að fara undir 1. Stuðullinn utan sóttkvíar hefur verið yfir 1 undanfarnar vikur en er nú áætlaður 0,5, spábil 0,03-1,5. Matið er því háð óvissu og bent er á það í rýni vísindamannanna að spábilið nái upp fyrir 1. „Möguleiki á veldisvísisvexti er enn fyrir hendi. Smitstuðullinn hefur samt farið lækkandi og árangur aðgerða er sýnilegur. Hafa verður samt í huga að nokkur fjöldi hefur líklega smitast síðustu daga og muni greinast á næstu dögum,“ segir í rýninni. Varasamt að spá engum smitum Stór hópsýking á höfuðborgarsvæðinu sveigði faraldurinn upp á við eftir að náðst hafði að kveða hann niður að miklu leyti. Aðgerðir sem gripið var til í kjölfarið virðast hins vegar nú að skila árangri. „Nú þegar stjórn hefur náðst mun smittíðnin aftur færast að spánni. Gera má ráð fyrir að það taki til enda nóvember (6 vikur) að ná smitum í lágar tölur.“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.Almannavarnir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem komið hefur að gerð spálíkansins, segir í samtali við Vísi að „lágar tölur“ þýði í raun eitt, tvö eða jafnvel ekkert smit á dag, líkt og var í maí þegar fyrsta bylgja faraldursins var gengin yfir. „En það er mjög varasamt að segja að það verði engin smit,“ segir Thor. Nokkur óvissa er í mati á þróun faraldursins hér eftir en þó má ætla að smitum fækki heldur á næstu tíu dögum. Sú spá er háð því að aðgerðir hafi áhrif á smitstuðulinn í „svipuðum takti“ og í fyrstu bylgju, sem og að a.m.k. helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu í sóttkví. Thor leggur áherslu á að spáin sé enn þrungin mikilli óvissu. „Þrjátíu smit á dag er há tala. Og öryggisbilið á smitstuðlinum er vítt. Þetta er ekki hundrað prósent undir einum. Það er smá óvissa eftir í þessu, þetta er opið,“ segir Thor. Miðað við fyrstu bylgju séum við nú stödd á svipuðum stað og 7. apríl. Um mánuði síðar, um 8. maí, hafi verið hægt að segja að fyrsta bylgjan væri búin. „En sumir telja að það gæti verið lengri hali í þessari bylgju," segir Thor. Í rýni vísindamannanna kemur fram að nú, eftir sem áður, sé grundvallaratriði að lækka smitstuðullinn marktækt undir 1 og halda honum þannig. „Ef smitstuðull fer yfir 1, er til staðar ástand þar sem smit geta auðveldlega blossað upp og þróað faraldurinn í veldisvísisvöxt. Það sem hefur áhrif á smitstuðulinn er okkar hegðun. Munum að þeir sem smitast byrja að smita áður en einkenni koma fram og þess vegna getur hver sem lent í því að smita aðra. En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, vinnur heima (þeir sem geta) og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02 Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34 33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands Alls greindust 30 með kórónuveiruna innanlands í gær. Sextíu prósent þeirra sem greindust með smit voru í sóttkví. 23. október 2020 11:02
Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Eigandi Sporthússins hefur tekið þá ákvörðun að loka Sporthúsinu vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. 22. október 2020 16:34
33 greindust innanlands Alls greindust 33 með kórónuveiruna innanlands í gær. 61 prósent þeirra sem greindust með smit voru var í sóttkví. 22. október 2020 10:55
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent