Bílaumboðið BL hefur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskiptavinum sem kjósa að fá sendan nýjan reynsluakstursbíl heim að dyrum í stað þess að gera sér ferð í sýningarsali fyrirtækisins við Sævarhöfða, Hestháls eða Kauptún.
Lánstíminn er eins og venja er varðandi reynsluakstur nýrra bíla og ákveðinn í samráði við viðkomandi söluráðgjafa hverju sinni segir í fréttatilkynningu frá BL vegna þessarar nýbreytni í þjónustu. Auk þess sem BL býður upp á heimsendingu á reynsluakstursbílum býðst viðskiptavinum einnig að fá söluskoðun og verðmat á núverandi heimilisbíl meðan á reynsluakstrinum stendur.