„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 12:33 Guðlaug Rakel segir að allt sé gert til að hefta útbreiðslu smitanna. Vísir/Vilhelm Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans. Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur. „Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna. Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun. „Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans. Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur. „Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna. Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun. „Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira