Út í hött að biðjast afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2020 15:55 Björn Leifsson, eigandi World Class. Björn Leifsson, eigandi World Class, vill bæta í starfsemi líkamsræktarstöðva til að verjast kórónuveirunni. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Líkamsræktarstöðvar World Class voru opnaðar á ný fyrir sex dögum innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. 19 manns mega aðeins mæta í skipulagða tíma en Björn segir að um tíu prósent þeirra sem eiga kort í World Class hafa nýtt sér þessa opnun. Hægt er að sjá viðtal við Björn hér fyrir neðan „Þetta hefur gengið fínt. Það eru allir skráðir í tímana á netinu og merkt við alla sem koma inn. Þetta er mjög rólegt, þetta eru bara nokkrar hræður í hverjum tíma. Þetta eru engin vandamál,“ segir Björn. Orð sóttvarnalæknis ábyrgðalaus Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að líkamsræktarstöðvar séu lokaðar og lýst yfir áhyggjum af því að fólk fái að æfa þar í dag. „Mér finnst hann bara ábyrgðarlaus með þessu, það er bara þannig. Ég myndi kalla þetta lélega fræðimennsku,“ segir Björn um orð sóttvarnalæknis en sóttvarnalæknir hefur sagt að fjölda smita megi rekja til líkamsræktarstöðva. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað. Hann segir að 30 prósent smitum séu órakin. 30 prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins stunda heilsurækt í stöðvunum öllum. Ef hann finnur ekki þrjátíu prósent þá ályktar hann að þau séu í heilsurækt. En þessi 30 prósent voru líka í Bónus og Hagkaup og víða. Þessir staðir eru ekki hættulegri en aðrir, nema síður sé.“ Fólk finni fyrir „æfingaskömm" Björn segist finna fyrir mikilli gagnrýni vegna opnunarinnar. „Það er komið nýyrði. Það heitir æfingaskömm. Fólk þorir ekki að segja að það fari á líkamsræktarstöð. Það er búið að tala svo mikið um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á, þó engin smit hafi komið upp á líkamsræktarstöðvum,“ segir Björn. Laugar, líkamsræktarstöð World Class í Laugardal. Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann hafi íhugað að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að hafa líkamsræktarstöðvarnar lokaðar, svarar Björn: „Nei, ég vil bara fá að bæta í. Það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi og þetta er það sem við getum best gert til að verjast veirunni.“ Hvernig verjumst við veirunni með því að hafa líkamsræktarstöðvar opnar? „Með því að vera heilbrigð og hraust, bæði andlega og líkamlega. Það segir sig sjálft.“ Út í hött að biðjast afsökunar Eigandi Sporthússins opnaði sína stöð fyrir iðkendum en lokaði henni aftur og baðst afsökunar. Spurður hvað honum finnst um þá afsökunarbeiðni svarar Björn: „Mér fannst það bara út í hött, það þarf ekki að biðjast afsökunar á því sem er leyft samkvæmt lögum. Ég held að ástæðan fyrir því að hann lokaði sé sú að það var ekkert að gera hjá honum.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að opnun líkamsræktarstöðva, gegn fyrrgreindum skilyrðum, hefði verið ákveðin á grundvelli jafnræðisreglu. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að leyfa ákveðna starfsemi, á borð við jóga og Crossfit í bókuðum tímum, þar sem fjöldinn var takmarkaður við 20 manns, fjarlægðartakmörk virt og hægt að hreinsa búnað á milli iðkennda. Ekki hefði verið hægt að leyfa slíka starfsemi hjá einum rekstraraðila en ekki öðrum. Björn segist ekki hafa beitt þrýstingi í málinu. „Ég hef aldrei talað við neitt af þessu liði. Hvorki ráðherra né þingmenn eða sóttvarnalækni. Mjög öruggt umhverfi Sjálfur myndi hann leyfa 50 til 100 manns inni í World Class. „Það er hægt að halda þessu mjög öruggu með því, vegna þess að það er allt skráð inn, það eru augnskannar sem skrá þig líka inn, það er hægt að rekja hvern einasta sem kemur inn í húsið hjá okkur. Á þessum stöðvum eru allir að spritta og passa. Það eru engar snertingar hérna innandyra. Aftur á móti ef þú ferð í matvöruverslun eru allir að snerta vörur og skila þeim aftur. Hérna eru engar snertingar, þetta er mjög öruggt umhverfi.“ Þá segir hann loftgæði inn á stöðvum eins og best verður á kosið. „Ég held að það séu átta til tíu sinnum loftskipti á klukkutíma í þessum stöðvum. Þetta eru mjög öflugar loftræstingar, þannig að það er ekki vandamálið.“ Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, vill bæta í starfsemi líkamsræktarstöðva til að verjast kórónuveirunni. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Líkamsræktarstöðvar World Class voru opnaðar á ný fyrir sex dögum innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. 19 manns mega aðeins mæta í skipulagða tíma en Björn segir að um tíu prósent þeirra sem eiga kort í World Class hafa nýtt sér þessa opnun. Hægt er að sjá viðtal við Björn hér fyrir neðan „Þetta hefur gengið fínt. Það eru allir skráðir í tímana á netinu og merkt við alla sem koma inn. Þetta er mjög rólegt, þetta eru bara nokkrar hræður í hverjum tíma. Þetta eru engin vandamál,“ segir Björn. Orð sóttvarnalæknis ábyrgðalaus Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að líkamsræktarstöðvar séu lokaðar og lýst yfir áhyggjum af því að fólk fái að æfa þar í dag. „Mér finnst hann bara ábyrgðarlaus með þessu, það er bara þannig. Ég myndi kalla þetta lélega fræðimennsku,“ segir Björn um orð sóttvarnalæknis en sóttvarnalæknir hefur sagt að fjölda smita megi rekja til líkamsræktarstöðva. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað. Hann segir að 30 prósent smitum séu órakin. 30 prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins stunda heilsurækt í stöðvunum öllum. Ef hann finnur ekki þrjátíu prósent þá ályktar hann að þau séu í heilsurækt. En þessi 30 prósent voru líka í Bónus og Hagkaup og víða. Þessir staðir eru ekki hættulegri en aðrir, nema síður sé.“ Fólk finni fyrir „æfingaskömm" Björn segist finna fyrir mikilli gagnrýni vegna opnunarinnar. „Það er komið nýyrði. Það heitir æfingaskömm. Fólk þorir ekki að segja að það fari á líkamsræktarstöð. Það er búið að tala svo mikið um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á, þó engin smit hafi komið upp á líkamsræktarstöðvum,“ segir Björn. Laugar, líkamsræktarstöð World Class í Laugardal. Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann hafi íhugað að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að hafa líkamsræktarstöðvarnar lokaðar, svarar Björn: „Nei, ég vil bara fá að bæta í. Það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi og þetta er það sem við getum best gert til að verjast veirunni.“ Hvernig verjumst við veirunni með því að hafa líkamsræktarstöðvar opnar? „Með því að vera heilbrigð og hraust, bæði andlega og líkamlega. Það segir sig sjálft.“ Út í hött að biðjast afsökunar Eigandi Sporthússins opnaði sína stöð fyrir iðkendum en lokaði henni aftur og baðst afsökunar. Spurður hvað honum finnst um þá afsökunarbeiðni svarar Björn: „Mér fannst það bara út í hött, það þarf ekki að biðjast afsökunar á því sem er leyft samkvæmt lögum. Ég held að ástæðan fyrir því að hann lokaði sé sú að það var ekkert að gera hjá honum.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að opnun líkamsræktarstöðva, gegn fyrrgreindum skilyrðum, hefði verið ákveðin á grundvelli jafnræðisreglu. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að leyfa ákveðna starfsemi, á borð við jóga og Crossfit í bókuðum tímum, þar sem fjöldinn var takmarkaður við 20 manns, fjarlægðartakmörk virt og hægt að hreinsa búnað á milli iðkennda. Ekki hefði verið hægt að leyfa slíka starfsemi hjá einum rekstraraðila en ekki öðrum. Björn segist ekki hafa beitt þrýstingi í málinu. „Ég hef aldrei talað við neitt af þessu liði. Hvorki ráðherra né þingmenn eða sóttvarnalækni. Mjög öruggt umhverfi Sjálfur myndi hann leyfa 50 til 100 manns inni í World Class. „Það er hægt að halda þessu mjög öruggu með því, vegna þess að það er allt skráð inn, það eru augnskannar sem skrá þig líka inn, það er hægt að rekja hvern einasta sem kemur inn í húsið hjá okkur. Á þessum stöðvum eru allir að spritta og passa. Það eru engar snertingar hérna innandyra. Aftur á móti ef þú ferð í matvöruverslun eru allir að snerta vörur og skila þeim aftur. Hérna eru engar snertingar, þetta er mjög öruggt umhverfi.“ Þá segir hann loftgæði inn á stöðvum eins og best verður á kosið. „Ég held að það séu átta til tíu sinnum loftskipti á klukkutíma í þessum stöðvum. Þetta eru mjög öflugar loftræstingar, þannig að það er ekki vandamálið.“
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira