Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 10:31 Eydís og Inga enduðu hjá fósturforeldrum sem í raun bjargaði framtíð þeirra. Það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu aðeins fötin sem þær stóðu í, lyktuðu alltaf illa, voru lamdar af foreldrum sínum en móðir þeirra tók að lokum eigið líf. Þær sakna föður síns lítið og segja lífið betra án hans en með honum. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og eiga þær enn eftir vinna í sínum málum komu þær sér í gegnum mennta- og háskóla. Í Fósturbörnum á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Eydísi Rán sem fæddist árið 1991 og Ingibjörgu Sædísi sem fæddist árið 1992. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni og var þau bæði mjög veik andlega. Til að mynda henti faðir þeirra móður niður stiga í Samtúni og hún varð í kjölfarið öryrki það sem eftir var. „Það verstu sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga. „Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga og var það öll afmælisveislan. Minningarnar vondu eru endalausar hjá þessum tveimur systrum og þar koma jólin oftar en einu sinni við sögu. „Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís og engir pakkar voru til staðar um jólin. „Það eina sem við áttum í töluverðan tíma voru fötin sem við vorum í og skólataskan,“ segir Inga. Eydís á í dag þriggja ára gamlan son og segir hún að lífsreynsla hennar hafi mótað hana sem foreldri. „Ég er algjörlega með það á hreinu hvernig ég ætla ekki að vera og hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því mikilvægasta í mínu uppeldi er að sonur minn mun aldrei nokkur tímann upplifa þá tilfinningu að foreldrum hans sé sama um hann. Það er það sem ég ætla alltaf að passa upp á og alltaf að vera til staðar og ég ætla segja við hann að ég elska hann og ég ætla knúsa hann alveg nóg.“ Klippa: Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi Fósturbörn Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Það var aldrei til matur á heimilinu, þær áttu aðeins fötin sem þær stóðu í, lyktuðu alltaf illa, voru lamdar af foreldrum sínum en móðir þeirra tók að lokum eigið líf. Þær sakna föður síns lítið og segja lífið betra án hans en með honum. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður og eiga þær enn eftir vinna í sínum málum komu þær sér í gegnum mennta- og háskóla. Í Fósturbörnum á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Eydísi Rán sem fæddist árið 1991 og Ingibjörgu Sædísi sem fæddist árið 1992. Til að byrja með bjuggu þær með foreldrum sínum í Samtúni og var þau bæði mjög veik andlega. Til að mynda henti faðir þeirra móður niður stiga í Samtúni og hún varð í kjölfarið öryrki það sem eftir var. „Það verstu sem kom fyrir móður okkar, og það kom mjög margt slæmt fyrir hana, var að hitta pabba,“ segir Inga. „Ég man eftir einum afmælisdegi mínum eitt árið átti að vera einhver tiltektardagur og ég sagði við pabba, en ég á afmæli í dag pabbi. Hann vissi ekkert af því og ég man að það var kjötfars í matinn þennan dag,“ segir Inga og var það öll afmælisveislan. Minningarnar vondu eru endalausar hjá þessum tveimur systrum og þar koma jólin oftar en einu sinni við sögu. „Það var einhver jólamatur eldaður en við sátum samt bara í draslinu og ég var sú eina sem fór í spariföt og ég var eitthvað að reyna þykjast að það væru í raun og veru jól,“ segir Eydís og engir pakkar voru til staðar um jólin. „Það eina sem við áttum í töluverðan tíma voru fötin sem við vorum í og skólataskan,“ segir Inga. Eydís á í dag þriggja ára gamlan son og segir hún að lífsreynsla hennar hafi mótað hana sem foreldri. „Ég er algjörlega með það á hreinu hvernig ég ætla ekki að vera og hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því mikilvægasta í mínu uppeldi er að sonur minn mun aldrei nokkur tímann upplifa þá tilfinningu að foreldrum hans sé sama um hann. Það er það sem ég ætla alltaf að passa upp á og alltaf að vera til staðar og ég ætla segja við hann að ég elska hann og ég ætla knúsa hann alveg nóg.“ Klippa: Aldrei til matur, lyktuðu alltaf illa og urðu fyrir ofbeldi
Fósturbörn Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira