Ágúst pantaði fjögurra punkta öryggisbelti á AliExpress en fékk fullt af kynlífsdóti Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 12:30 Ágúst ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann opnaði pakkann. „Ég var sem sagt að panta 4 punkta belti sem ég ætlaði að setja á Power Wheels rafmagns bíl sem sonur minn situr í og keyrir. Hann vildi eiga kappaksturs bíl eins og pabbi, en ég á gamlan rallý bíl sem hefur svona belti,“ segir Ágúst Bjarneyjarson, bifvélavirki frá Eyrarbakka, sem lenti heldur betur í skrautlegu atviki þegar hann ætlaði sér að panta slíkt bílbelti á vefsíðunni AliExpress. Þegar pöntunin kom til landsins var kassinn fullur af beltum sem eru oftar notuð í kynlífi, og ekki inni í bifreiðum. Ágúst auglýsti vörurnar í kjölfarið til sölu á Brask og brall og voru viðbrögðin heldur betur mikil þar. „Ég náttúrulega sprakk úr hlátri þegar ég opnaði pakkann og fór strax inn á appið og skoða hvað ég hafi verið að panta. Ég hafði pantað rétt, pöntunin var bílbeltið. Ég tók strax mynd af þessu sem ég fékk og sendi seljandanum. Það var ekkert mál að fá endurgreitt, tók einhverja daga og þá var það komið inn á kortið mitt,“ segir Ágúst sem var samt sem áður enn með vörurnar á Eyrarbakka. „Viðbrögðin inni á Brask og brall hafa alls ekki staðið á sér. Þar eru á þriðja hundrað athugasemdir og yfir þúsund manns sem hafa lækað.“ Hann segir að um tíu manns hafi sent honum skilaboð í kjölfari auglýsingarinnar. „Flest var bara bull en svo tilboð í þetta inn á milli. Allt frá framvísun á ferðaávísuninni og upp í sjö þúsund krónur. En svo gekk það síðarnefnda til baka, en ég náði samningum við einn aðila. Sá millifærði á mig og sendi mér heimilisfang vinar síns og bað mig að senda þetta nafnlaust til viðkomandi í einmitt glærum plastpoka. Ég er alltaf til í gott grín, þannig pokinn fer fljótlega í póst. Þessi aðili bað mig að bíða með það í nokkra daga að senda þetta og leyfa þessu aðeins að gleymast.“ Grín og gaman Kynlíf Árborg Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Ég var sem sagt að panta 4 punkta belti sem ég ætlaði að setja á Power Wheels rafmagns bíl sem sonur minn situr í og keyrir. Hann vildi eiga kappaksturs bíl eins og pabbi, en ég á gamlan rallý bíl sem hefur svona belti,“ segir Ágúst Bjarneyjarson, bifvélavirki frá Eyrarbakka, sem lenti heldur betur í skrautlegu atviki þegar hann ætlaði sér að panta slíkt bílbelti á vefsíðunni AliExpress. Þegar pöntunin kom til landsins var kassinn fullur af beltum sem eru oftar notuð í kynlífi, og ekki inni í bifreiðum. Ágúst auglýsti vörurnar í kjölfarið til sölu á Brask og brall og voru viðbrögðin heldur betur mikil þar. „Ég náttúrulega sprakk úr hlátri þegar ég opnaði pakkann og fór strax inn á appið og skoða hvað ég hafi verið að panta. Ég hafði pantað rétt, pöntunin var bílbeltið. Ég tók strax mynd af þessu sem ég fékk og sendi seljandanum. Það var ekkert mál að fá endurgreitt, tók einhverja daga og þá var það komið inn á kortið mitt,“ segir Ágúst sem var samt sem áður enn með vörurnar á Eyrarbakka. „Viðbrögðin inni á Brask og brall hafa alls ekki staðið á sér. Þar eru á þriðja hundrað athugasemdir og yfir þúsund manns sem hafa lækað.“ Hann segir að um tíu manns hafi sent honum skilaboð í kjölfari auglýsingarinnar. „Flest var bara bull en svo tilboð í þetta inn á milli. Allt frá framvísun á ferðaávísuninni og upp í sjö þúsund krónur. En svo gekk það síðarnefnda til baka, en ég náði samningum við einn aðila. Sá millifærði á mig og sendi mér heimilisfang vinar síns og bað mig að senda þetta nafnlaust til viðkomandi í einmitt glærum plastpoka. Ég er alltaf til í gott grín, þannig pokinn fer fljótlega í póst. Þessi aðili bað mig að bíða með það í nokkra daga að senda þetta og leyfa þessu aðeins að gleymast.“
Grín og gaman Kynlíf Árborg Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira