„Þekkt viðbragð hjá fólki þegar því líður illa að reyna að koma sér út úr mannmergð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 15:31 Róbert er margreyndur fjölmiðlamaður sem starfar í dag sem ráðgjafi forsætisráðherra. Róbert Marshall er þrautreyndur blaðamaður sem starfar í dag fyrir ríkisstjórnina. Róbert hefur á undanförnum árum varið stærstum hluta tíma síns í að fara með hópa í hlaup, hjólreiðar, sund og fjallamennsku úti í náttúrunni. Þó að hann sé sjálfur reyndur, komst hann í hann krappan í Jökulsárhlaupinu fyrir nokkrum árum. Róbert ræðir við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans um ferilinn í bransanum og áhuga hans á útivist og fjallgöngum. „Ég kem í mark og er greinilega orðinn uppþornaður, þó að ég hafi verið að passa upp á að drekka vatn og taka gel alla leiðina, enda reyndur í þessu. Svo fæ ég mér kók og Snickers og eitthvað, en jafna mig bara ekki og mér var bara áfram óglatt og ég var hvítur í framan og svo geri ég það sem maður á ekki að gera. Ég fer afsíðis. Það er þekkt viðbragð hjá fólki þegar því líður illa að reyna að koma sér út úr mannmergð. Ég lagðist upp í bíl og hallaði sætinu, en svo kemur að bílnum Hjálmar bæklunarlæknir sem var búinn að vera í hópnum að æfa með mér og sér mig og dregur mig bara inn í sjúkrabíl.“ Hann segir að það hafi verið settar upp nálar í báðar hendurnar á sér. „Og kreistir pokar og settur vökvi á kerfið þangað til mér átti að verða mál að pissa. En það líða alveg þrír lítrar þangað til að ég er kominn með lit í andlitið. Þetta var greinilega svona rosalegt vökvatap og það var fullt af fólki að krampa í þessu hlaupi af því að hitinn var svo mikill.“ Róbert, sem starfar nú sem ráðgjafi forsætisráðherra hefur sett sér það markmið að ná að fara á 100 hæstu tinda Íslands og segist búinn að fara á ríflega 40. Klippa: Þekkt viðbragð hjá fólki þegar því líður illa að reyna að koma sér út úr mannmergð „Ég á mikið eftir, en það er ákveðinn hópur af fólki sem er á þessari sömu vegferð. Bjarni Ármanns er til dæmis að gera þetta mjög hratt. Hann er kominn með hálfgerða þráhyggju. Þorvaldur Þórsson, sem kortlagði þessa tinda og er svakalegur fjallamaður hefur farið alla þessa 100 tinda og líklega 2-3 einstaklingar í viðbót. En svo væri ég líka til í að hlaupa einhvern tíma 100 kílómetra hlaup og eiga það á ferilskránni.” Róbert var yfirmaður yfir einu 24 klukkustunda fréttastöðinni sem hefur verið rekin í Íslandssögunni, NFS. Metnaðarfullt verkefni sem lifði ekki lengi, enda Ísland ekki fjölmennt land. ,,Það sem klikkaði eiginlega við NFS var að það var bara ekkert að frétta! Ég var formaður Blaðamannafélagsins þegar Gunnar Smári nálgaðist mig með þetta verkefni og fyrir ungan mann var þetta gífurleg reynsla og skemmtilegt að hafa gert þetta. 700 milljónir og 120 manns sem ég var allt í einu kominn með ábyrgð á. Þetta var frábær skóli. Rosalega mikið af fólki sem er að vinna á fjölmiðlum landsins í dag byrjaði sín störf þarna. Tugir einstaklinga. Stöðin var búin til af fólki sem brann fyrir fjölmiðlum og það kom margt mjög gott út úr þessu. En við hefðum þurft allavega eitt eldgos eða eitt hrun til að ná þessu á næsta plan.” Róbert hefur sem fyrr segir víða komið við á löngum og mögnuðum ferli. Hann vann um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi, stofnaði svo Fréttastöðina NFS ásamt fleirum, áður en hann fór síðar í stjórnmál, þar sem hann sat á þingi. Í þættinum fara Róbert og Sölvi yfir alla þessa hluti og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Róbert Marshall er þrautreyndur blaðamaður sem starfar í dag fyrir ríkisstjórnina. Róbert hefur á undanförnum árum varið stærstum hluta tíma síns í að fara með hópa í hlaup, hjólreiðar, sund og fjallamennsku úti í náttúrunni. Þó að hann sé sjálfur reyndur, komst hann í hann krappan í Jökulsárhlaupinu fyrir nokkrum árum. Róbert ræðir við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans um ferilinn í bransanum og áhuga hans á útivist og fjallgöngum. „Ég kem í mark og er greinilega orðinn uppþornaður, þó að ég hafi verið að passa upp á að drekka vatn og taka gel alla leiðina, enda reyndur í þessu. Svo fæ ég mér kók og Snickers og eitthvað, en jafna mig bara ekki og mér var bara áfram óglatt og ég var hvítur í framan og svo geri ég það sem maður á ekki að gera. Ég fer afsíðis. Það er þekkt viðbragð hjá fólki þegar því líður illa að reyna að koma sér út úr mannmergð. Ég lagðist upp í bíl og hallaði sætinu, en svo kemur að bílnum Hjálmar bæklunarlæknir sem var búinn að vera í hópnum að æfa með mér og sér mig og dregur mig bara inn í sjúkrabíl.“ Hann segir að það hafi verið settar upp nálar í báðar hendurnar á sér. „Og kreistir pokar og settur vökvi á kerfið þangað til mér átti að verða mál að pissa. En það líða alveg þrír lítrar þangað til að ég er kominn með lit í andlitið. Þetta var greinilega svona rosalegt vökvatap og það var fullt af fólki að krampa í þessu hlaupi af því að hitinn var svo mikill.“ Róbert, sem starfar nú sem ráðgjafi forsætisráðherra hefur sett sér það markmið að ná að fara á 100 hæstu tinda Íslands og segist búinn að fara á ríflega 40. Klippa: Þekkt viðbragð hjá fólki þegar því líður illa að reyna að koma sér út úr mannmergð „Ég á mikið eftir, en það er ákveðinn hópur af fólki sem er á þessari sömu vegferð. Bjarni Ármanns er til dæmis að gera þetta mjög hratt. Hann er kominn með hálfgerða þráhyggju. Þorvaldur Þórsson, sem kortlagði þessa tinda og er svakalegur fjallamaður hefur farið alla þessa 100 tinda og líklega 2-3 einstaklingar í viðbót. En svo væri ég líka til í að hlaupa einhvern tíma 100 kílómetra hlaup og eiga það á ferilskránni.” Róbert var yfirmaður yfir einu 24 klukkustunda fréttastöðinni sem hefur verið rekin í Íslandssögunni, NFS. Metnaðarfullt verkefni sem lifði ekki lengi, enda Ísland ekki fjölmennt land. ,,Það sem klikkaði eiginlega við NFS var að það var bara ekkert að frétta! Ég var formaður Blaðamannafélagsins þegar Gunnar Smári nálgaðist mig með þetta verkefni og fyrir ungan mann var þetta gífurleg reynsla og skemmtilegt að hafa gert þetta. 700 milljónir og 120 manns sem ég var allt í einu kominn með ábyrgð á. Þetta var frábær skóli. Rosalega mikið af fólki sem er að vinna á fjölmiðlum landsins í dag byrjaði sín störf þarna. Tugir einstaklinga. Stöðin var búin til af fólki sem brann fyrir fjölmiðlum og það kom margt mjög gott út úr þessu. En við hefðum þurft allavega eitt eldgos eða eitt hrun til að ná þessu á næsta plan.” Róbert hefur sem fyrr segir víða komið við á löngum og mögnuðum ferli. Hann vann um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi, stofnaði svo Fréttastöðina NFS ásamt fleirum, áður en hann fór síðar í stjórnmál, þar sem hann sat á þingi. Í þættinum fara Róbert og Sölvi yfir alla þessa hluti og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira