„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2020 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Hann segir að við séum á krítískum tíma í faraldrinum; hvort við séum að missa þetta úr höndunum á okkur eða ná tökum á þessu. „Eins og staðan er núna sýnist mér ekki að við getum sagt með vissu að við séum að ná tökum á þessu. Ég hefði viljað sjá samfélagssmitið fara meira niður en það er ekki að gerast þannig að við þurfum að horfa á það í því ljósi,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í gær greindust alls 59 með kórónuveiruna. Tíu þeirra tilfella tengjast umfangsmikilli hópsýkingu á Landakoti sem upp kom í síðustu viku. Um níutíu manns sem greinst hafa með veiruna á síðustu dögum tengjast þeirri hópsýkingu, bæði sjúklingar og starfsmenn. „Frá því að þessar aðgerðir tóku gildi fyrir rúmri viku síðast þá hafa samfélagssmitin eins og við mælum þau verið heldur á niðurleið en hafa nú staðið í stað undanfarna daga og það vekur ákveðnar áhyggjur. Þess vegna erum við líka að fylgjast með því hvort að þessi hópsýking á Landakoti sé eitthvað farin að dreifa sér víðar inn í samfélagssmitin. Ég er ekki alveg nógu ánægður með að sjá ekki lækkun á samfélagssmitunum þannig að það þarf þá bara að skoða hvaða aðgerðir gætu komið til hjálpar þar til þess að ná þessu frekar niður,“ segir Þórólfur. Þarf að koma í veg fyrir að álagið aukist enn frekar á heilbrigðiskerfið Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvernig áframhaldandi aðgerðir komi til með að vera. Fari samfélagssmit ekki að fara niður þá sé sá möguleiki alltaf fyrir hendi að fá upp mjög slæma hópsýkingu, eins og kom upp á Landakoti. „Sem myndi þá valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið enn frekar en nú orðið er, og það er það sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þá þurfum við bara að sjá hvaða leiðir við höfum í því og við sjáum í nágrannalöndunum að þau eru að grípa til harðari aðgerða, til dæmis Norðmenn eru að gera það í Osló og á fleiri stöðum. Það eru allir í sömu stöðu og við held ég,“ segir Þórólfur. Það væri ekki gott að fá fleiri hópsýkingar í líkingu við þá á Landakoti með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Horft til þess hvort grípa þurfi til harðari aðgerða „Við erum á dálítið krítískum tíma núna með þessa hópsýkingu og þetta samfélagssmit sem er í gangi um það hvaða stefnu það ætlar að taka. Ætlum við að fá fækkun í þessi smit, ætlar þetta að standa í stað eða erum við að fá jafnvel fjölgun? Og ef við erum ekki að sjá fækkun þá aukast náttúrulega bara líkurnar á því að við förum að fá fleiri svona hópsmit. Það er ekki gott og við sjáum bara hvaða álag þessar sýkingar hafa haft á sjúkrahúskerfið og Landspítalann. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa kannski að fara að finna húsnæði úti um bæinn sem hentar kannski ekki almennilega fyrir þessa einstaklinga. Það væri mjög slæm staða fyrir okkur þannig að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ Aðspurður hvort eitthvað verði horft til meiri takmarkanna á næstunni en nú eru, til dæmis í starfsemi líkamsræktarstöðva segir Þórólfur: „Það sem við erum að horfa á núna er hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða til að ná þessum kúfi sem við erum í núna betur niður. Ég held að það sé markmiðið. Við erum ekki að horfa mikið lengra eins og staðan er núna og ég held að við þegar við náum þessum kúfi niður getum við farið að horfa til lengri tíma. En ég held að aðalmálið núna sé að horfa til skemmri tíma og ná þessum smitum sem nú þegar eru í gangi, ná þeim niður áður en við förum að spá mikið inn í lengri framtíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Hann segir að við séum á krítískum tíma í faraldrinum; hvort við séum að missa þetta úr höndunum á okkur eða ná tökum á þessu. „Eins og staðan er núna sýnist mér ekki að við getum sagt með vissu að við séum að ná tökum á þessu. Ég hefði viljað sjá samfélagssmitið fara meira niður en það er ekki að gerast þannig að við þurfum að horfa á það í því ljósi,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í gær greindust alls 59 með kórónuveiruna. Tíu þeirra tilfella tengjast umfangsmikilli hópsýkingu á Landakoti sem upp kom í síðustu viku. Um níutíu manns sem greinst hafa með veiruna á síðustu dögum tengjast þeirri hópsýkingu, bæði sjúklingar og starfsmenn. „Frá því að þessar aðgerðir tóku gildi fyrir rúmri viku síðast þá hafa samfélagssmitin eins og við mælum þau verið heldur á niðurleið en hafa nú staðið í stað undanfarna daga og það vekur ákveðnar áhyggjur. Þess vegna erum við líka að fylgjast með því hvort að þessi hópsýking á Landakoti sé eitthvað farin að dreifa sér víðar inn í samfélagssmitin. Ég er ekki alveg nógu ánægður með að sjá ekki lækkun á samfélagssmitunum þannig að það þarf þá bara að skoða hvaða aðgerðir gætu komið til hjálpar þar til þess að ná þessu frekar niður,“ segir Þórólfur. Þarf að koma í veg fyrir að álagið aukist enn frekar á heilbrigðiskerfið Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvernig áframhaldandi aðgerðir komi til með að vera. Fari samfélagssmit ekki að fara niður þá sé sá möguleiki alltaf fyrir hendi að fá upp mjög slæma hópsýkingu, eins og kom upp á Landakoti. „Sem myndi þá valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið enn frekar en nú orðið er, og það er það sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þá þurfum við bara að sjá hvaða leiðir við höfum í því og við sjáum í nágrannalöndunum að þau eru að grípa til harðari aðgerða, til dæmis Norðmenn eru að gera það í Osló og á fleiri stöðum. Það eru allir í sömu stöðu og við held ég,“ segir Þórólfur. Það væri ekki gott að fá fleiri hópsýkingar í líkingu við þá á Landakoti með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Horft til þess hvort grípa þurfi til harðari aðgerða „Við erum á dálítið krítískum tíma núna með þessa hópsýkingu og þetta samfélagssmit sem er í gangi um það hvaða stefnu það ætlar að taka. Ætlum við að fá fækkun í þessi smit, ætlar þetta að standa í stað eða erum við að fá jafnvel fjölgun? Og ef við erum ekki að sjá fækkun þá aukast náttúrulega bara líkurnar á því að við förum að fá fleiri svona hópsmit. Það er ekki gott og við sjáum bara hvaða álag þessar sýkingar hafa haft á sjúkrahúskerfið og Landspítalann. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa kannski að fara að finna húsnæði úti um bæinn sem hentar kannski ekki almennilega fyrir þessa einstaklinga. Það væri mjög slæm staða fyrir okkur þannig að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ Aðspurður hvort eitthvað verði horft til meiri takmarkanna á næstunni en nú eru, til dæmis í starfsemi líkamsræktarstöðva segir Þórólfur: „Það sem við erum að horfa á núna er hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða til að ná þessum kúfi sem við erum í núna betur niður. Ég held að það sé markmiðið. Við erum ekki að horfa mikið lengra eins og staðan er núna og ég held að við þegar við náum þessum kúfi niður getum við farið að horfa til lengri tíma. En ég held að aðalmálið núna sé að horfa til skemmri tíma og ná þessum smitum sem nú þegar eru í gangi, ná þeim niður áður en við förum að spá mikið inn í lengri framtíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira