Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Margrét Helga Erlingsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2020 12:06 Ekki er búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti. Vísir/Vilhelm Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Um helgina var greint frá því á óvæntum blaðamannafundi að búið væri að færa Landspítalann yfir á neyðarstig vegna covid-19, í fyrsta skiptið í faraldrinum. Ástæðan fyrir því væri hópsýking sem uppgötvaðist á Landakoti síðasta fimmtudag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefur sagt að það hafi gerst sem hann hafi óttast mest; sýkingin hafi náð til viðkvæmasta hópsins. Í gær var greint frá því að 79 hefðu smitast í tengslum við sýkinguna á Landakoti. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði að ekki væri búið að ná utan um hópsýkinguna. Hann var spurður út í stöðuna á Landakoti í dag. „Þetta verður erfiðara eftir því sem frá líður en okkur sýnist á þeim tölum sem komu í gær að það séu um tíu ný tilfelli sem tengjast Landakoti. Það eru heldur færri en undanfarna daga en við búumst við því að tölur fari lækkandi.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Telur málið á misskilningi byggt Þórólfur var spurður í hvaða farveg hann teldi farsælast að málið færi í. Hann sagðist telja málið vera byggt á misskilningi. „Mér sýnist þetta geta byggst á því að ég heyrði forstjóra Landspítalans segja í gær að athugun þeirra myndi hugsanlega geta leitt til tilkynningar annað hvort til sóttvarnalæknis eða landlæknis, eins og hann orðaði það og ég veit ekki betur en að aðstoðarmaður Landlæknis hafi svarað því á þann hátt að það yrði bara tekið til athugunar og síðan held ég að menn hafi kannski tekið því þannig að Landlæknir sjálfur hafi ætlað að kanna þetta mál. Ég held þetta sé misskilningur um að menn hafi bara ekki vitað hver var búinn að segja hvað,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Um helgina var greint frá því á óvæntum blaðamannafundi að búið væri að færa Landspítalann yfir á neyðarstig vegna covid-19, í fyrsta skiptið í faraldrinum. Ástæðan fyrir því væri hópsýking sem uppgötvaðist á Landakoti síðasta fimmtudag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefur sagt að það hafi gerst sem hann hafi óttast mest; sýkingin hafi náð til viðkvæmasta hópsins. Í gær var greint frá því að 79 hefðu smitast í tengslum við sýkinguna á Landakoti. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði að ekki væri búið að ná utan um hópsýkinguna. Hann var spurður út í stöðuna á Landakoti í dag. „Þetta verður erfiðara eftir því sem frá líður en okkur sýnist á þeim tölum sem komu í gær að það séu um tíu ný tilfelli sem tengjast Landakoti. Það eru heldur færri en undanfarna daga en við búumst við því að tölur fari lækkandi.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Telur málið á misskilningi byggt Þórólfur var spurður í hvaða farveg hann teldi farsælast að málið færi í. Hann sagðist telja málið vera byggt á misskilningi. „Mér sýnist þetta geta byggst á því að ég heyrði forstjóra Landspítalans segja í gær að athugun þeirra myndi hugsanlega geta leitt til tilkynningar annað hvort til sóttvarnalæknis eða landlæknis, eins og hann orðaði það og ég veit ekki betur en að aðstoðarmaður Landlæknis hafi svarað því á þann hátt að það yrði bara tekið til athugunar og síðan held ég að menn hafi kannski tekið því þannig að Landlæknir sjálfur hafi ætlað að kanna þetta mál. Ég held þetta sé misskilningur um að menn hafi bara ekki vitað hver var búinn að segja hvað,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38
„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54
Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00