Reiða skjaldbakan Terry á fyndnustu dýralífsmynd ársins Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2020 10:02 Skjaldbakan Terry var á fyndnustu dýralífsmynd ársins. Comedy Wildlife Photography Awards Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards
Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira