Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem óttast að landsmenn séu að missa tökin á kórónuveirufaraldrinum. Reiknað er með hertari sóttvarnaaðgerðum fyrir helgi.
Heilbrigðisráðherra segir afleiðingar hópsmits á Landakoti alvarlegar en treystir því að Landspítalinn komist til botns í hvað fór úrskeiðis.
Við greinum frá því að ríkissjóður áætlar að innheimta veiðigjöld af útgerðinni upp á 7,5 milljarða á næsta ári sem yrði hækkun upp á tæpa þrjá milljaðra frá árinu í ár.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.