„Erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2020 10:00 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir mætir aftur á skjáinn í byrjun næsta árs í þáttunum Leitin að upprunanum. vísir/vilhelm Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni. Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. „Ég hef oft sagt að það sé erfiðara fyrir viðmælendur en mig en ég get játað að þetta rífur oft í,“ segir Sigrún um þættina Leitin að upprunanum sem hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum síðustu ár og hefur Sigrún fengið tvenn Edduverðlaun fyrir þættina og einnig blaðamannaverðlaun. „Þetta er mjög stressandi og mikið langhlaup og mikil fjarvera frá heimili. Þetta er einhver tilfinningasúpa, þótt að maður standi bara á hliðarlínunni. Bara að verða vitni að þessum endurfundum. Mér hefur fundist erfiðast að horfa á þessar mæður sem hafa þurft að gefa börnin sín frá sér vegna fátæktar. Auðvitað eru börn gefin af alls konar ástæðum en mér finnst það sárasta tilhugsunin því maður setur sig í þessi spor, svona óhjákvæmilega, og líka ég held að það sé allt annað að gefa barn og vita hvað varð af því, vita að það hefur það gott, en að vera bara í myrkrinu hvað það varðar held ég að sé bara ógeðslegt.“ Stóð varla upprétt, hún grét svo mikið Hún segir að það sé fallegt að verða vitni af þessum endurfundum en oft erfitt þegar börnin fara síðan aftur frá þeim og heim til Íslands. „Það eru oft takmarkaðir möguleikar að hafa aftur samband, bæði takmarkaður aðgangur að neti og tungumálið er allt annað. Ég man að einu sinni úti í Sri Lanka var ein sem stóð varla upprétt, hún grét svo mikið og ég hélt henni svona hálfpartinn upp. Þetta rífur í,“ segir Sigrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum sjálf brostið í grát þegar verið sé að taka upp þættina. Í janúar er stefnt á það að byrja með nýja þáttaröð af Leitinni að upprunanum á Stöð 2. Þá mun Sigrún ræða við fólk sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í þáttunum og fær að sjá hvernig samskiptin ganga við blóðforeldra þeirra. Einnig hafa Íslendingar farið sjálfir í leit að uppruna sínum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá innsýn inn á þá leit og mun Sigrún einnig ræða við það fólk. Nú eru allir alltaf með símann á lofti og því er til nóg af efni.
Einkalífið Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30 Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. 29. október 2020 11:30
Sindri fékk að fylgjast með þegar Sigrún Ósk tók eldhúsið í gegn Í lokaþætti Heimsóknar í bili var fylgst með því þegar dagskrágerðarkonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók eldhúsið í gegn í húsi sínu upp á Akranesi. 19. mars 2020 14:32