Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2020 12:07 Frá Dalvík. Vísir/getty 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru 16 af þeim 75 smitum sem greindust í gær á landinu á Norðurlandi eystra. Alls eru 240 í sóttkví. „Eftir gærdaginn var þetta þróun sem við reiknuðum alveg með um helgina. Þetta kemur ekki á óvart, því miður,“ segir Hermann. Í fyrradag greindust tíu smit og fjórtán í gær. Smitin eru flest á Akureyri en veiran virðist einnig hafa dreift sér um á Dalvík, þar voru fjögur smit í fyrradag en fleiri hafa bæst við eftir gærdaginn. Átta af smitunum er á Dalvík, átta á Akureyri. „Það er dálítil fjölgun á Dalvík, þar hefur hún dreift sér og svo er hinn hlutinn hérna á Akureyri,“ segir Hermann. Smitin hafa verið rakin úr ýmsum áttun og komið hefur fram að fjölgun í smitum á svæðinu megi að einhverju leyti rekja til samkvæmis og jarðarfarar og tengjast smit gærdagsins meðal annars inn í það. „Þetta tengist inn í þetta áfram og svo er annað atriði hér sem nær inn á eina sjúkraþjálfun hérna. Það eru komin smit sem ná þangað inn, í eina sjúkraþjálfun.“ Þá hefur verið staðfest að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið. Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundi þar sem aðgerðirnar verða kynntar hér, fundurinn hefst klukkan 13.00. Dalvíkurbyggð Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59 Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 „Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru 16 af þeim 75 smitum sem greindust í gær á landinu á Norðurlandi eystra. Alls eru 240 í sóttkví. „Eftir gærdaginn var þetta þróun sem við reiknuðum alveg með um helgina. Þetta kemur ekki á óvart, því miður,“ segir Hermann. Í fyrradag greindust tíu smit og fjórtán í gær. Smitin eru flest á Akureyri en veiran virðist einnig hafa dreift sér um á Dalvík, þar voru fjögur smit í fyrradag en fleiri hafa bæst við eftir gærdaginn. Átta af smitunum er á Dalvík, átta á Akureyri. „Það er dálítil fjölgun á Dalvík, þar hefur hún dreift sér og svo er hinn hlutinn hérna á Akureyri,“ segir Hermann. Smitin hafa verið rakin úr ýmsum áttun og komið hefur fram að fjölgun í smitum á svæðinu megi að einhverju leyti rekja til samkvæmis og jarðarfarar og tengjast smit gærdagsins meðal annars inn í það. „Þetta tengist inn í þetta áfram og svo er annað atriði hér sem nær inn á eina sjúkraþjálfun hérna. Það eru komin smit sem ná þangað inn, í eina sjúkraþjálfun.“ Þá hefur verið staðfest að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið. Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundi þar sem aðgerðirnar verða kynntar hér, fundurinn hefst klukkan 13.00.
Dalvíkurbyggð Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59 Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 „Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59
Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13
Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01
„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59