Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2020 12:30 Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga með nýju bækurnar fyrir framan sig, sem voru að koma út og fást nú í öllum helstu bókaverslunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend
Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira