„Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 17:01 Víðir Reynisson. Ljósmynd/Almannavarnir Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira