Rauði krossinn ætlar ekki að hætta rekstri spilakassa Nadine Guðrún Yaghi og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 19:11 Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Hrafnkell Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín. Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Rauði krossinn ætlar ekki að fara að fordæmi SÁÁ sem hefur ákveðið að hætta aðkomu að rekstri spilakassa. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir spilakassa mikilvæga tekjulind fyrir rekstur samtakanna. Formaður SÁÁ telur að yfirvöld ættu að styrkja samtökin vegna tekjumissis sem kemur til vegna ákvörðunar félagsins um að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Í gær var tilkynnt um að stjórn SÁÁ hefði samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og ætlar að slíta á tengsl sín við Íslandsspil. SÁÁ er á níu prósent í Íslandsspilum en einnig eiga Rauði krossinn og Landsbjörg Íslandsspil. „Okkur finnst þetta vera prinsipp mál að þiggja ekki þessa peninga. Okkur finnst að þetta fari algjörlega gegn okkar gildum,“ segir Einar. Þetta hafi verið yfirlýst markmið hans í formannskjöri þegar hann var kjörinn formaður í sumar. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna en fyrir nokkrum árum voru tekjur af rekstrinum tæplega 120 milljónir á ári. Einar telur að spilun á netinu skýri tekjufallið. Samstarf SÁÁ og Íslandsspila hefur verið umdeilt um árabil ekki síst fyrir þær sakir að SÁÁ sinnir meðferð fyrir spilafíkla. Einar segir að ákall almennings hafi klárlega haft áhrif á ákvörðunina. „Í gegn um árin hefur alltaf verið meira ákall um að SÁÁ hætti þátttöku í þessum rekstri og ég finn ekki annað í kring um mig en að fólk er mjög ánægð með þetta,“ segir Einar. Hann segir að SÁÁ muni biðla til almennings og fyrirtækja um aðstoð við að brúa bilið sem skapast með þessari ákvörðun. Einar Hermannsson formaður SÁÁ.Vísir/Vil „En svo þætti mér ekkert óeðlilegt að hið opinbera myndi styðja við okkur þannig að við getum sinnt þessum hópi áfram og ég geri mér vonir um það að við náum einhverju samtali við yfirvöld.“ Samræmist gildum Rauða krossins Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa í dag óskað eftir viðbrögðum við ákvörðun SÁÁ frá þeim sem eiga og reka spilakassa hér á landi. Þar er spurt hvort talið sé að rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins segir ákvörðun SÁÁ ekki breyta miklu fyrir þátttöku Rauða krossins í rekstri Íslandsspila. „Við ætlum að halda áfram rekstrinum,“ sagði Kristín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurð hvort rekstur spilakassa samræmist gildum Rauða krossins segir hún svo vera. „Já það gerir það reyndar. Þetta er mjög mikilvæg fjáröflun fyrir Rauða krossinn og hefur verið síðastliðin 50 ár. Með þessum fjármunum öflum við tekna til þess að reka félagsleg verkefni. Verkefni eins og til dæmis að rjúfa einangrun, 1717, almannavarnir og fleira sem að við erum að vinna að hringinn í kringum landið,“ sagði Kristín. „Það sem er áhugavert við umræðuna núna er að spilakassar og spilavandinn, það beinist allt að Íslandsspilum en málið er að spilunin er að færast yfir á netið og hefur verið að færast yfir á netið undanfarin ár og þar liggur vandi líka. Þar er hópur fólks sem spilar á netinu, það er metið sem svo að um 4,5 milljarður renni úr landi í netspilun til fyrirtækja sem starfa erlendis, borga enga skatta á Íslandi og hafa engar skyldur hér á Íslandi. Aftur á móti eru félögin sem standa að Íslandsspilum skila 100% öllu til baka til samfélagsins,“ sagði Kristín.
Fíkn Félagsmál Fjárhættuspil Félagasamtök Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda