Hátt í 10% íbúa Dalvíkurbyggðar í sóttkví: „Okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 23:31 Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, boðaði til rafræns íbúafundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjóri segir mikinn samhug í samfélaginu en um 500 manns tóku þátt í rafrænum upplýsingafundi sem sveitarstjóri boðaði til síðdegis í dag. „Það eru 178 í sóttkví, það eru 1900 í öllu sveitarfélaginu þannig að þetta er heilmikill fjöldi. Það skýrist nú mest af því að við lentum með leikskólann í sóttkví. Öll börn og starfsmenn leikskólans á Krílakoti,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í samtali við Vísi. „Það er mjög hátt hlutfall af þeim sem eru í sóttkví. Það verður ekki skimun fyrr en á fimmtudag eða föstudag núna í vikunni. Það verður í fyrsta lagi hægt að opna hann aftur á mánudag.“ Ekki fyrsta áskorunin sem Dalvíkingar takast á við á þessu ári Katrín segir að ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra ráðstafana umfram það sem ráðlagt hefur verið af hálfu aðgerðastjórnar almannavarna, sóttvarnayfirvalda og heilsugæslunnar á svæðinu. „En við höfum verið að leitast við að upplýsa íbúa um alvarleika málsins og hvetja fólk til þess að fara að fullu eftir öllum sóttvarnareglum og gæta að sér og halda sig bara alveg til hlés næstu dagana,“ segir Katrín Fundurinn í dag hafi verið boðaður til að upplýsa íbúa um stöðu mála og helstu ráðstafanir en fulltrúar almannavarna og aðgerðarstjórnar tóku þátt í fundinum. „Þetta var mjög vel sóttur fundur, það voru hátt í fimm hundruð manns sem hlustuðu þannig að vonandi höfum við náð til íbúanna sem mest,“ segir Katrín. „Fólk hefur svo sem áhyggjur af stöðunni en ég held að þessi upplýsingafundur hafi kannski náð að róa fólk aðeins og veita svör við því sem íbúunum brennur á hjarta. Það er mjög mikill samhugur og samkennd hérna í samfélaginu. Þannig okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru sem að okkur hefur verið rétt upp í hendurnar á þessu ári,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dalvíkurbyggð Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira