Finnst furðulegt að Víðir leggi mat á faraldurinn í fjölmiðlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 17:09 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggi mat á faraldurinn. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira