Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða. Nemendur í tíunda bekk segjast frekar vilja bera grímu heldur en að missa úr skóla. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þá fjöllum við um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í dag. Óljóst er hvenær niðurstöður munu liggja fyrir og landsmenn óttast átök og óeirðir.
Rætt er við Íslendinga í Vín sem varð mjög brugðið við skotárásir í borginni í gær og einnig er rætt við forsætisráðherra sem segir ekki koma til greina af hennar hálfu að Bandaríkjaher hafi hér fasta viðveru eða að reist verði ný bandarísk herstöð á Austfjörðum.
Í fréttatímanum fjöllum við líka um 245 ára gamlan hákarl en hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni.
Ekki missa af þéttum fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.