Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 10:56 Höfuðstöðvar Jóa Fel voru í Holtagörðum þar sem mestur bakstur fór fram. Nú hefur Bakarameistarinn opnað bakarí á sama stað. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Starfsmennirnir koma af fjöllum varðandi meintar skuldir. Bréfin eru send frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Bréfið er dagsett þann 30. október og þar kemur fram að við yfirferð á bókhaldi bakarískeðjunnar hafi komið í ljós óuppgerð skuld viðkomandi við fyrirtækið. Skuldin er hjá sumum nokkrir tugir þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Fulltrúi skiptastjóra segir að verið sé að leita skýringa á skráðum skuldum í bókhaldi félagsins. Engar nornaveiðar séu í gangi. Kröfubréf sem barst fyrrverandi starfsmanni bakarískeðjunnar Jóa Fel. Klóra sér í kollinum Umræða hefur skapast meðal starfsmanna, meðal annars í Facebook-hópnum Beauty Tips!, og skilur enginn upp né niður. Flestir þessara starfsmanna hættu störfum áður en til gjaldþrotsins kom. Vísir ræddi við einn fyrrverandi starfsmann sem segist í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að skulda fyrirtækinu. Starfsfólk hafi skrifað á sig þegar það hafi fengið sér að borða og það dregið frá launum hver mánaðamót. Henni sýnist í fljótu bragði sem bréfið hafi ekki borist þeim sem voru enn við störf þegar bakarískeðjan varð gjaldþrota. Það geti mögulega skýrst af því að fjöldi starfsmanna eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Varla standi til að rukka þá. Náði ekki fyrirtækinu aftur Sveinbjörn Claessen lögmaður hjá Landslögum, sem sendi bréfin fyrir hönd skiptastjóra, segir einfaldlega verið að reyna að átta sig á þessum skráðu skuldum. Skiptastjóri hafi bókhald félagsins undir höndum og verið sé að leita skýringa á þessum skráðu skuldum. Aðspurður segir hann ekki aðeins um fyrrverandi starfsfólk að ræða heldur fleiri aðila. Bréfin nemi nokkrum tugum en hann hefur ekki nákvæma tölu við höndina. Þá áréttar hann að skiptastjóri sé ekki á neinum nornaveiðum. Farið verði yfir viðbrögð fólks og staðan tekin í framhaldinu. Bakarameistarinn keypti stærstu eignirnar út úr þrotabúi Jóa Fel skömmu eftir gjaldþrot og hefur opnað útibú á nokkkrum stöðum þar sem áður var bakarí Jóa Fel. Jói Fel gerði sjálfur tilraun með hópi fjárfesta að endurheimta fyrirtækið en tókst ekki. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum skiptastjóra. Gjaldþrot Bakarí Tengdar fréttir Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ozempic-risinn hrynur í verði og tilnefnir nýjan forstjóra Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Starfsmennirnir koma af fjöllum varðandi meintar skuldir. Bréfin eru send frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. Bréfið er dagsett þann 30. október og þar kemur fram að við yfirferð á bókhaldi bakarískeðjunnar hafi komið í ljós óuppgerð skuld viðkomandi við fyrirtækið. Skuldin er hjá sumum nokkrir tugir þúsunda og upp í nokkur hundruð þúsund krónur. Fulltrúi skiptastjóra segir að verið sé að leita skýringa á skráðum skuldum í bókhaldi félagsins. Engar nornaveiðar séu í gangi. Kröfubréf sem barst fyrrverandi starfsmanni bakarískeðjunnar Jóa Fel. Klóra sér í kollinum Umræða hefur skapast meðal starfsmanna, meðal annars í Facebook-hópnum Beauty Tips!, og skilur enginn upp né niður. Flestir þessara starfsmanna hættu störfum áður en til gjaldþrotsins kom. Vísir ræddi við einn fyrrverandi starfsmann sem segist í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvað hún eigi að skulda fyrirtækinu. Starfsfólk hafi skrifað á sig þegar það hafi fengið sér að borða og það dregið frá launum hver mánaðamót. Henni sýnist í fljótu bragði sem bréfið hafi ekki borist þeim sem voru enn við störf þegar bakarískeðjan varð gjaldþrota. Það geti mögulega skýrst af því að fjöldi starfsmanna eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Varla standi til að rukka þá. Náði ekki fyrirtækinu aftur Sveinbjörn Claessen lögmaður hjá Landslögum, sem sendi bréfin fyrir hönd skiptastjóra, segir einfaldlega verið að reyna að átta sig á þessum skráðu skuldum. Skiptastjóri hafi bókhald félagsins undir höndum og verið sé að leita skýringa á þessum skráðu skuldum. Aðspurður segir hann ekki aðeins um fyrrverandi starfsfólk að ræða heldur fleiri aðila. Bréfin nemi nokkrum tugum en hann hefur ekki nákvæma tölu við höndina. Þá áréttar hann að skiptastjóri sé ekki á neinum nornaveiðum. Farið verði yfir viðbrögð fólks og staðan tekin í framhaldinu. Bakarameistarinn keypti stærstu eignirnar út úr þrotabúi Jóa Fel skömmu eftir gjaldþrot og hefur opnað útibú á nokkkrum stöðum þar sem áður var bakarí Jóa Fel. Jói Fel gerði sjálfur tilraun með hópi fjárfesta að endurheimta fyrirtækið en tókst ekki. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum skiptastjóra.
Gjaldþrot Bakarí Tengdar fréttir Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ozempic-risinn hrynur í verði og tilnefnir nýjan forstjóra Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Kröfuhafar Jóa Fel hafa tvo mánuði Skiptastjóri í þrotabúi bakarískeðjunnar Jóa Fel skorar á alla sem telja sig eiga inni fé, réttindi eða eignir í búinu að lýsa kröfum sínum í búið á næstu tveimur mánuðum. 2. október 2020 11:17
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16
Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. 22. ágúst 2020 16:50
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun