Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 15:43 Það vantar ekkert upp á íburðinn á Hótel Keflavík sem hefur verið rekið frá árinu 1986. Lengi vel treysti hótelið nánast eingöngu á bandaríska hermenn í rekstri sínum. Aðsend Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið. Flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Vegna sóttvarna þá taka áhafnaskiptin hjá kafbátaleitarseit sjóhersins langan tíma og því eru hundruð liðsmanna kafbátaleitarsveita staddir í Reykjanesbæ. Frá þessu greina Víkurfréttir. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík sem hefur verið í rekstri í 34 ár, segist vanur miklum umsvifum í kringum herinn. Fyrstu tuttugu árin hafi bandaríski herinn verið meginuppistaðan af viðskiptum hótelsins. 700 hermenn þegar mest var Í samantekt Víkurfrétta um umsvifin kemur fram að bandaríski flugherinn hafi verið með fjórtán F-15 orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. Þeim hafi fylgt 260 liðsmenn. Þá eru um 500 liðsmenn með tólf bandarískum og tveimur kanadískum kafbátaleitarvélum. Hótel í Reykjanesbæ hafi fyllst en þegar mest var hafi rúmlega 700 hermenn á svæðinu með hundruð bílaleigubíla á leigu. Steinþór segir í samtali við Vísi að álagið í haust hafi verið kærkomið eftir rólegt sumar. Á meðan Íslendingar ferðuðust vítt og breitt um landið komu fáir í Reykjanesbæ. Því sé fagnaðarefni þetta uppgrip í október. Óvissan sé þó sú sama hjá þeim og öðrum. Enginn veit hvernig ástandið verður í næstu viku. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur öryggissvæðanna í umboði utanríkisráðuneytis. Starfsemi Landhelgisgæslunnar á svæðinu hefur mikil efnahagsleg áhrif á Suðurnesjum. 500 milljóna króna svefnskáli Að jafnaði eru 50 til 100 manns á hótelum alla daga ársins samkvæmt Víkurfréttum sem áætlar að hótelkostnaður Gæslunnar nemi fleiri hundruð milljónum á ári. Það gæti þó breyst að einhverju leyti en í dag var tilkynnt um 500 milljóna króna framkvæmdir við svefnskála á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða verkefni Landhelgisgæslunnar sem samdi við Alverk um hönnun og framkvæmdir. Skálinn á að hýsa fimmtíu manns en til stendur að fjölga svefnplássum í 300 fram til ársins 2024. Teikning af svefnskálanum. Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks segir hönnun og undirbúning framkvæmda nú í fullum gangi þessar vikurnar og áætlar að verklegar framkvæmdir á svæðinu hefjist í desember. Um 20 manns munu að jafnaði koma að framkvæmdunum, en Alverk er þegar í viðræðum við jarðvinnuverktaka og fleiri aðila á Suðurnesjum varðandi aðkomu þeirra að verkefninu. Ætlun Alverks sé að eiga samstarf við aðila af nærliggjandi svæðum eins og kostur er. Því fagna væntanlega heimamenn en hvergi á landinu mælist atvinnuleysi hærra en á Reykjanesi. Eins og við var að búast mun draga úr fjölda erlends liðsafla í Reykjanesbæ á næstu vikum. Þó verður alltaf einhver fjöldi erlends liðsafla við vinnu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og annarra verktaka og sérfræðinga og dvelur hluti þeirra á hótelum utan öryggissvæðisins. Lokaði aldrei hótelinu Steinþór segir varðandi reksturinn á Hótel Keflavík að hótelið hafi haft opið síðan í mars þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir hafi ýmist lokað eða lokað tímabundið. „Við ákváðum í vor að standa okkar plikt eftir 34 ár með okkar viðskiptavinum. Hafa opið þótt gestir væru færri. Síðan höfum við reynt að þjóna þem. Óvissan er mikil hjá okkur eins og annars staðar. Verður mikið að gera í viku í viðbót, eða hvað?“ Hótelið sé þó þannig hannað að hægt er að taka á móti sex hópum í veitingar, hvort sem er tíu eða tuttugu manna eftir samkomubanni á hverjum tíma. „Við erum hönnuð fyrir Covid ástand án þess að hafa vitað það fyrir fram.“ Steinþór Jónsson hefur rekið Hótel Keflavík í 34 ár. Hann bindur því vonir við jólahlaðborðin í lok nóvember og fram að jólum. Veitingastaðurinn á hótelinu hafi raunar verið opinn frá því í mars, með tilheyrandi kostnaði, en þau vilji að viðskiptavinir geti treyst á sig. Álagið sé þó mikið. „Ég hef aldrei í 34 ár þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum og núna. Þetta er ástand, þótt maður sé heppinn með sumt, þá er þetta allt öðruvísi verkefni en áður.“ Hann ber bandarískum hermönnum vel söguna. „Þetta eru oft upp til hópa bestu gestirnir sem við fáum. Þeir eru agaðir og fylgja reglum í umgengni,“ segir Steinþór. Þeir gisti líka í lengri tíma, daga eða vikur. Reykjanesbær Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið. Flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Vegna sóttvarna þá taka áhafnaskiptin hjá kafbátaleitarseit sjóhersins langan tíma og því eru hundruð liðsmanna kafbátaleitarsveita staddir í Reykjanesbæ. Frá þessu greina Víkurfréttir. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík sem hefur verið í rekstri í 34 ár, segist vanur miklum umsvifum í kringum herinn. Fyrstu tuttugu árin hafi bandaríski herinn verið meginuppistaðan af viðskiptum hótelsins. 700 hermenn þegar mest var Í samantekt Víkurfrétta um umsvifin kemur fram að bandaríski flugherinn hafi verið með fjórtán F-15 orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. Þeim hafi fylgt 260 liðsmenn. Þá eru um 500 liðsmenn með tólf bandarískum og tveimur kanadískum kafbátaleitarvélum. Hótel í Reykjanesbæ hafi fyllst en þegar mest var hafi rúmlega 700 hermenn á svæðinu með hundruð bílaleigubíla á leigu. Steinþór segir í samtali við Vísi að álagið í haust hafi verið kærkomið eftir rólegt sumar. Á meðan Íslendingar ferðuðust vítt og breitt um landið komu fáir í Reykjanesbæ. Því sé fagnaðarefni þetta uppgrip í október. Óvissan sé þó sú sama hjá þeim og öðrum. Enginn veit hvernig ástandið verður í næstu viku. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur öryggissvæðanna í umboði utanríkisráðuneytis. Starfsemi Landhelgisgæslunnar á svæðinu hefur mikil efnahagsleg áhrif á Suðurnesjum. 500 milljóna króna svefnskáli Að jafnaði eru 50 til 100 manns á hótelum alla daga ársins samkvæmt Víkurfréttum sem áætlar að hótelkostnaður Gæslunnar nemi fleiri hundruð milljónum á ári. Það gæti þó breyst að einhverju leyti en í dag var tilkynnt um 500 milljóna króna framkvæmdir við svefnskála á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða verkefni Landhelgisgæslunnar sem samdi við Alverk um hönnun og framkvæmdir. Skálinn á að hýsa fimmtíu manns en til stendur að fjölga svefnplássum í 300 fram til ársins 2024. Teikning af svefnskálanum. Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks segir hönnun og undirbúning framkvæmda nú í fullum gangi þessar vikurnar og áætlar að verklegar framkvæmdir á svæðinu hefjist í desember. Um 20 manns munu að jafnaði koma að framkvæmdunum, en Alverk er þegar í viðræðum við jarðvinnuverktaka og fleiri aðila á Suðurnesjum varðandi aðkomu þeirra að verkefninu. Ætlun Alverks sé að eiga samstarf við aðila af nærliggjandi svæðum eins og kostur er. Því fagna væntanlega heimamenn en hvergi á landinu mælist atvinnuleysi hærra en á Reykjanesi. Eins og við var að búast mun draga úr fjölda erlends liðsafla í Reykjanesbæ á næstu vikum. Þó verður alltaf einhver fjöldi erlends liðsafla við vinnu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og annarra verktaka og sérfræðinga og dvelur hluti þeirra á hótelum utan öryggissvæðisins. Lokaði aldrei hótelinu Steinþór segir varðandi reksturinn á Hótel Keflavík að hótelið hafi haft opið síðan í mars þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir hafi ýmist lokað eða lokað tímabundið. „Við ákváðum í vor að standa okkar plikt eftir 34 ár með okkar viðskiptavinum. Hafa opið þótt gestir væru færri. Síðan höfum við reynt að þjóna þem. Óvissan er mikil hjá okkur eins og annars staðar. Verður mikið að gera í viku í viðbót, eða hvað?“ Hótelið sé þó þannig hannað að hægt er að taka á móti sex hópum í veitingar, hvort sem er tíu eða tuttugu manna eftir samkomubanni á hverjum tíma. „Við erum hönnuð fyrir Covid ástand án þess að hafa vitað það fyrir fram.“ Steinþór Jónsson hefur rekið Hótel Keflavík í 34 ár. Hann bindur því vonir við jólahlaðborðin í lok nóvember og fram að jólum. Veitingastaðurinn á hótelinu hafi raunar verið opinn frá því í mars, með tilheyrandi kostnaði, en þau vilji að viðskiptavinir geti treyst á sig. Álagið sé þó mikið. „Ég hef aldrei í 34 ár þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum og núna. Þetta er ástand, þótt maður sé heppinn með sumt, þá er þetta allt öðruvísi verkefni en áður.“ Hann ber bandarískum hermönnum vel söguna. „Þetta eru oft upp til hópa bestu gestirnir sem við fáum. Þeir eru agaðir og fylgja reglum í umgengni,“ segir Steinþór. Þeir gisti líka í lengri tíma, daga eða vikur.
Reykjanesbær Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira