„Óábyrgt að gera lítið úr sóttvarnaráðstöfunum vegna eiginhagsmuna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 19:59 Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, telur mjög óábyrgt af loðdýrabændum að gera lítið úr sóttvörnum vegna eiginhagsmuna. VÍSIR/GETTY - Vísir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segist vona að lærdómurinn sem við drögum úr tilfellum stökkbreyttrar kórónuveiru í minkum sem komið hafa upp í Danmörku verði að hætt veðri að halda minka í kjölfarið. Bent hafi verið á að minkurinn sé sérstaklega næmur fyrir veirum sem geti borist í mannfólk. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, ræddi um minka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í ljós kom í vikunni að stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni hafi fundist í dönskum minkum sem borist hefur í mannfólk og stendur nú til að farga öllum minkum Danmerkur til að koma í veg fyrir útbreiðslu stökkbreyttu veirunnar. Sóttvarnayfirvöld í Danmörku hafa lýst því að þau telji að stökkbreytta afbrigðið sé ekki jafn móttækilegt fyrir bóluefni líkt og önnur afbrigði veirunnar og sé það mikið áhyggjuefni. Hallgerður segir þó að hafa verði í huga í umræðunni um minkana hvað dýrið er hatað. Fólk sé tilbúið að láta minka ganga í gegn um mun verri hluti en önnur dýr. „Það er litið þannig á minkinn að fólk sem er ekki tilbúið að leiða hjá sér drekkingu á hundi er tilbúið að leiða hjá sér drekkingu á minkum,“ sagði Hallgerður. Hún segist halda að orðræðan væri önnur ef stökkbreytingin hefði greinst í einhverju öðru dýri en minki. „Ég held að hún væri viðkvæmari, miklu viðkvæmir ef þetta væri gæludýr af því að það er í raun styttra í það að allir séu tilbúnir að vera sammála um minkinn, af því að hann er „svona“ og „svona“ dýr,“ sagði Hallgerður. Margt sameiginlegt með Wuhan og Danmörku Fram kom í fréttum í gær að Matvælastofnun ætli að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smitanna í Danmörku. Enn hafi þó enginn grunur kviknað um mögulegt smit í minkum hér á landi. Dönsk yfirvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir á Norður-Jótlandi vegna minkasmitanna og hefur íbúum í sjö sveitarfélögum Norður-Jótlands verið gert að yfirgefa ekki sveitarfélagsmörkin. Það sé gert til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu stökkbreyttu veirunnar. Hallgerður bendir á að margt sé líkt með tilfellunum í Danmörku og uppruna kórónuveirunnar í Wuhan í Kína. „Hvað eiga Wuhan og þessi minkabúr sameiginlegt? Jú, ofboðsleg þrengsli á dýrum. Þar sem dýrum er haldið saman í miklum þrengslum, það er það sem þetta á sameiginlegt. Það er það sem gerir þauleldi, því minkar eru haldnir við þauleldi, hættulegt,“ segir Hallgerður. Manngert vandamál Vandamálið sé að hennar sögn manngert. „Þegar við skoðum minkinn þá þurfum við að skoða þetta sem vandamál sem er manngert af því að þetta dýr er haldið í mjög stórum búum, í ofsalegu magni. Þegar kemur síðan að því að aflífa sautján milljón minka þá tölum við um það sem harmleik,“ segir Hallgerður. Hún segist uggandi yfir orðræðu Sambands íslenskra loðdýrabænda í kjölfar þess að fréttirnar bárust af stökkbreyttu veirunni. „Fyrir það fyrsta finnst mér mjög óábyrgt að gera lítið úr sóttvarnaráðstöfunum vegna eiginhagsmuna. Það er alvarlegt mál að gera það en ég svo sem skil að fólk verði hrætt þegar kemur að hagsmunum þess,“ segir Hallgerður. Bestu fréttirnar væru ef hætt væri að halda minka í kjölfarið. „Það væru bestu fréttirnar ef hægt væri að halda þessi dýr í kjölfarið af þessu. Af því að það hefur verið bent á það að minkurinn er sérstaklega næmur fyrir þessu,“ segir Hallgerður. Skinnfiskur í Sandgerði tapar miklu vegna smitanna í Danmörku Ákvörðunin um að lóga minnkastofni Danmerkur hefur þó ekki aðeins áhrif á loðdýrabændur og íbúa þar í landi en íslenska fóðurverskmiðjan Skinnfiskur mun verða fyrir miklu tjóni vegna förgunarinnar. Fóðurverksmiðjan, sem staðsett er í Sandgerði, hefur undanfarin 23 ár framleitt fóður fyrir danska loðdýrarækt úr aukaafurðum úr fiskvinnslu. Allt hráefnið sem fæst til framleiðslunnar kemur frá íslenskum fiskvinnslustöðvum en áður var afurðin annað hvort brædd eða urðuð. Gulla Aradóttir, sölu- og gæðastjóri hjá Skinnfiski sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að förgunin muni hafa gríðarlega áhrif á verksmiðjuna, þar sem fóðurframleiðsla fyrir danska loðdýrarækt sé aðalstarfsemi Skinnfisks. Dýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýraheilbrigði Reykjavík síðdegis Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formaður Dýraverndarsambands Íslands segist vona að lærdómurinn sem við drögum úr tilfellum stökkbreyttrar kórónuveiru í minkum sem komið hafa upp í Danmörku verði að hætt veðri að halda minka í kjölfarið. Bent hafi verið á að minkurinn sé sérstaklega næmur fyrir veirum sem geti borist í mannfólk. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, ræddi um minka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í ljós kom í vikunni að stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni hafi fundist í dönskum minkum sem borist hefur í mannfólk og stendur nú til að farga öllum minkum Danmerkur til að koma í veg fyrir útbreiðslu stökkbreyttu veirunnar. Sóttvarnayfirvöld í Danmörku hafa lýst því að þau telji að stökkbreytta afbrigðið sé ekki jafn móttækilegt fyrir bóluefni líkt og önnur afbrigði veirunnar og sé það mikið áhyggjuefni. Hallgerður segir þó að hafa verði í huga í umræðunni um minkana hvað dýrið er hatað. Fólk sé tilbúið að láta minka ganga í gegn um mun verri hluti en önnur dýr. „Það er litið þannig á minkinn að fólk sem er ekki tilbúið að leiða hjá sér drekkingu á hundi er tilbúið að leiða hjá sér drekkingu á minkum,“ sagði Hallgerður. Hún segist halda að orðræðan væri önnur ef stökkbreytingin hefði greinst í einhverju öðru dýri en minki. „Ég held að hún væri viðkvæmari, miklu viðkvæmir ef þetta væri gæludýr af því að það er í raun styttra í það að allir séu tilbúnir að vera sammála um minkinn, af því að hann er „svona“ og „svona“ dýr,“ sagði Hallgerður. Margt sameiginlegt með Wuhan og Danmörku Fram kom í fréttum í gær að Matvælastofnun ætli að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smitanna í Danmörku. Enn hafi þó enginn grunur kviknað um mögulegt smit í minkum hér á landi. Dönsk yfirvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir á Norður-Jótlandi vegna minkasmitanna og hefur íbúum í sjö sveitarfélögum Norður-Jótlands verið gert að yfirgefa ekki sveitarfélagsmörkin. Það sé gert til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu stökkbreyttu veirunnar. Hallgerður bendir á að margt sé líkt með tilfellunum í Danmörku og uppruna kórónuveirunnar í Wuhan í Kína. „Hvað eiga Wuhan og þessi minkabúr sameiginlegt? Jú, ofboðsleg þrengsli á dýrum. Þar sem dýrum er haldið saman í miklum þrengslum, það er það sem þetta á sameiginlegt. Það er það sem gerir þauleldi, því minkar eru haldnir við þauleldi, hættulegt,“ segir Hallgerður. Manngert vandamál Vandamálið sé að hennar sögn manngert. „Þegar við skoðum minkinn þá þurfum við að skoða þetta sem vandamál sem er manngert af því að þetta dýr er haldið í mjög stórum búum, í ofsalegu magni. Þegar kemur síðan að því að aflífa sautján milljón minka þá tölum við um það sem harmleik,“ segir Hallgerður. Hún segist uggandi yfir orðræðu Sambands íslenskra loðdýrabænda í kjölfar þess að fréttirnar bárust af stökkbreyttu veirunni. „Fyrir það fyrsta finnst mér mjög óábyrgt að gera lítið úr sóttvarnaráðstöfunum vegna eiginhagsmuna. Það er alvarlegt mál að gera það en ég svo sem skil að fólk verði hrætt þegar kemur að hagsmunum þess,“ segir Hallgerður. Bestu fréttirnar væru ef hætt væri að halda minka í kjölfarið. „Það væru bestu fréttirnar ef hægt væri að halda þessi dýr í kjölfarið af þessu. Af því að það hefur verið bent á það að minkurinn er sérstaklega næmur fyrir þessu,“ segir Hallgerður. Skinnfiskur í Sandgerði tapar miklu vegna smitanna í Danmörku Ákvörðunin um að lóga minnkastofni Danmerkur hefur þó ekki aðeins áhrif á loðdýrabændur og íbúa þar í landi en íslenska fóðurverskmiðjan Skinnfiskur mun verða fyrir miklu tjóni vegna förgunarinnar. Fóðurverksmiðjan, sem staðsett er í Sandgerði, hefur undanfarin 23 ár framleitt fóður fyrir danska loðdýrarækt úr aukaafurðum úr fiskvinnslu. Allt hráefnið sem fæst til framleiðslunnar kemur frá íslenskum fiskvinnslustöðvum en áður var afurðin annað hvort brædd eða urðuð. Gulla Aradóttir, sölu- og gæðastjóri hjá Skinnfiski sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að förgunin muni hafa gríðarlega áhrif á verksmiðjuna, þar sem fóðurframleiðsla fyrir danska loðdýrarækt sé aðalstarfsemi Skinnfisks.
Dýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýraheilbrigði Reykjavík síðdegis Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32