Ánægður með þróun mála en telur ótímabært að slaka á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 12:09 þórólfur guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57