Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 09:37 Landakotspítali Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Tugir starfsmanna Landakots og sjúklingar smituðust í hópsýkingunni sem talið er að hafi komið inn með starfsmönnum þann 12. október. Alls hafa 23 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu létust í fyrstu bylgjunni og þrettán í bylgjunni sem nú gengur yfir eins og áður segir. Í fyrirspurn fréttastofu til spítalans var einnig spurt út í reglur og verkferla varðandi það að leyfa aðstandendum sjúklinga að vera við dánarbeðið. Þá var spurt hvernig það hefði gengið og hvort allir hafi getað kvatt ástvin sinn. Í svari spítalans segir að heimsóknir séu almennt heimilar á Landspítala að uppfylltum hefðbundnum takmörkunum vegna sóttvarna. Það er til að mynda grímuskylda, virða þarf fjarlægðarmörk, passa upp á handhreinsun og/eða sprittun og gestir verða að vera án einkenna sem geta samsvarað Covid-19. Heimsóknir á Covid-19-deildir eru hins vegar ekki heimilar nema í undantekningartilvikum, þá meðal annars þegar ástvina er vitjað á dánarbeð eða ef sérstakar aðstæður skapstæður skapast hjá sjúklingi eða fjölskyldu, að því er segir í svari spítalans. „Þá eru gestir búnir upp í hlífðarbúnað og fá sérstaka aðstoð við það og leiðbeiningar. Þá hefur einnig komið til þess að COVID-19 smitaðir einstaklingar hafa komið á spítalann til að kveðja ástvini og eru þá sömuleiðis sérstakar og strangar sóttvarnir viðhafðar. Það er sjúklingum og ástvinum mikilvægt að njóta samveru á erfiðum stundum og Landspítali hefur lagt sig fram við að mæta þeim þörfum, eftir því sem frekast er unnt,“ segir í svari Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Tugir starfsmanna Landakots og sjúklingar smituðust í hópsýkingunni sem talið er að hafi komið inn með starfsmönnum þann 12. október. Alls hafa 23 látist vegna Covid-19 hér á landi síðan faraldurinn hófst í lok febrúar. Tíu létust í fyrstu bylgjunni og þrettán í bylgjunni sem nú gengur yfir eins og áður segir. Í fyrirspurn fréttastofu til spítalans var einnig spurt út í reglur og verkferla varðandi það að leyfa aðstandendum sjúklinga að vera við dánarbeðið. Þá var spurt hvernig það hefði gengið og hvort allir hafi getað kvatt ástvin sinn. Í svari spítalans segir að heimsóknir séu almennt heimilar á Landspítala að uppfylltum hefðbundnum takmörkunum vegna sóttvarna. Það er til að mynda grímuskylda, virða þarf fjarlægðarmörk, passa upp á handhreinsun og/eða sprittun og gestir verða að vera án einkenna sem geta samsvarað Covid-19. Heimsóknir á Covid-19-deildir eru hins vegar ekki heimilar nema í undantekningartilvikum, þá meðal annars þegar ástvina er vitjað á dánarbeð eða ef sérstakar aðstæður skapstæður skapast hjá sjúklingi eða fjölskyldu, að því er segir í svari spítalans. „Þá eru gestir búnir upp í hlífðarbúnað og fá sérstaka aðstoð við það og leiðbeiningar. Þá hefur einnig komið til þess að COVID-19 smitaðir einstaklingar hafa komið á spítalann til að kveðja ástvini og eru þá sömuleiðis sérstakar og strangar sóttvarnir viðhafðar. Það er sjúklingum og ástvinum mikilvægt að njóta samveru á erfiðum stundum og Landspítali hefur lagt sig fram við að mæta þeim þörfum, eftir því sem frekast er unnt,“ segir í svari Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira