Minkabóndi á alls ekki von á að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og dönsk Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 16:33 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/Getty Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti dönsku þjóðinni þann 4. nóvember að öllum minkum í landinu yrði lógað því kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist síðan í menn. Slíkt geti haft áhrif á virkni bóluefnis. „Ég yrði mjög undrandi ef stjórnvöld hér á landi færu svipaða leið og farin er í Danmörku og ég á alls ekki von á því undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Einar. Sjálfur rekur Einar minkabú að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann hefur stundað samfelldan rekstur í um 37 ár. Hann er með 3500 læður og framleiðir að jafnaði um 14.500 skinn á ári. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur smitum í minkabúum á Íslandi, mikið eftirlit sé með minkabúum og mikil fjarlægð sé á milli búa. Einar býst við fulltrúum frá MAST í miðri þessari viku en til stendur að skima fyrir kórónuveirunni í minkabúum landsins. „Við erum svo lítil í sniðum og svo langt á milli búanna að ég hef ekki nokkra trú á því að það geti skapast neitt sambærilegt ástand og er í Danmörku, það er alveg útilokað. Og rétt að hafa í huga að það er búið að finnast Covid-19 i minkum í allmörgum löndum og Danir þeir einu sé hafa gripið til þessara ráðstafana“. Á Íslandi eru starfrækt níu minkabú en í Damörku eru þau rösklega þúsund talsins. „Þeir eru fremstir í þessu; leiðandi í tækninni, ræktun og vísindum. Þar er ofboðslegur fjöldi. Þeir hafa verið að framleiða 12-14 milljónir skinna á ári og við erum að framleiða til samanburðar um 60 þúsund skinn í ár. Við erum eins og pínulítil hneta í skálinni við hliðina á þeim, það er ekki á nokkurn hátt saman að jafna. Ef menn pæla í þessu með fjarlægðir á milli búa, þá hleypur meðalfjarlægð á milli búa hér á landi á tugum kílómetra ef ekki þriggja stafa tölum.“ Einar á fjölmarga vini sem starfa í greininni í Danmörku. „Það er svakalega þungt í þeim hljóðið og menn skilja ekki að þetta skuli geta gerst með þessum hætti og að það skuli ekki vera einhver vilji til þess að bjarga greininni þó svo að menn hefðu tekið sýktu búin, bændur hafa ekkert á móti því og að menn myndu einbeita sér að þeim þá, eða í það minnsta lokað þeim.“ Einar segir minkabændur vera að fara inn í gjörbreytt umhverfi nú á næstu vikum. „Nú eru menn að byrja að pelsa og þá fækkar dýrunum um 80-85% á búunum og eftir það verður bara lífdýrastofninn eftir núna í lok mánaðarins. öll smithætta innan eininganna minnkar með færri hausum,“ segir Einar. Landbúnaður Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Það kæmi Einari E. Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda stórlega á óvart ef íslensk stjórnvöld færu sömu leið og dönsk og fyrirskipuðu um aflífun minka hér á landi. Ekki sé hægt að bera Ísland saman við ástandið í Danmörku. Hann finnur til með kollegum sínum í Danmörku sem sjá nú fram á að missa ævistarfið. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti dönsku þjóðinni þann 4. nóvember að öllum minkum í landinu yrði lógað því kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist síðan í menn. Slíkt geti haft áhrif á virkni bóluefnis. „Ég yrði mjög undrandi ef stjórnvöld hér á landi færu svipaða leið og farin er í Danmörku og ég á alls ekki von á því undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Einar. Sjálfur rekur Einar minkabú að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann hefur stundað samfelldan rekstur í um 37 ár. Hann er með 3500 læður og framleiðir að jafnaði um 14.500 skinn á ári. Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur smitum í minkabúum á Íslandi, mikið eftirlit sé með minkabúum og mikil fjarlægð sé á milli búa. Einar býst við fulltrúum frá MAST í miðri þessari viku en til stendur að skima fyrir kórónuveirunni í minkabúum landsins. „Við erum svo lítil í sniðum og svo langt á milli búanna að ég hef ekki nokkra trú á því að það geti skapast neitt sambærilegt ástand og er í Danmörku, það er alveg útilokað. Og rétt að hafa í huga að það er búið að finnast Covid-19 i minkum í allmörgum löndum og Danir þeir einu sé hafa gripið til þessara ráðstafana“. Á Íslandi eru starfrækt níu minkabú en í Damörku eru þau rösklega þúsund talsins. „Þeir eru fremstir í þessu; leiðandi í tækninni, ræktun og vísindum. Þar er ofboðslegur fjöldi. Þeir hafa verið að framleiða 12-14 milljónir skinna á ári og við erum að framleiða til samanburðar um 60 þúsund skinn í ár. Við erum eins og pínulítil hneta í skálinni við hliðina á þeim, það er ekki á nokkurn hátt saman að jafna. Ef menn pæla í þessu með fjarlægðir á milli búa, þá hleypur meðalfjarlægð á milli búa hér á landi á tugum kílómetra ef ekki þriggja stafa tölum.“ Einar á fjölmarga vini sem starfa í greininni í Danmörku. „Það er svakalega þungt í þeim hljóðið og menn skilja ekki að þetta skuli geta gerst með þessum hætti og að það skuli ekki vera einhver vilji til þess að bjarga greininni þó svo að menn hefðu tekið sýktu búin, bændur hafa ekkert á móti því og að menn myndu einbeita sér að þeim þá, eða í það minnsta lokað þeim.“ Einar segir minkabændur vera að fara inn í gjörbreytt umhverfi nú á næstu vikum. „Nú eru menn að byrja að pelsa og þá fækkar dýrunum um 80-85% á búunum og eftir það verður bara lífdýrastofninn eftir núna í lok mánaðarins. öll smithætta innan eininganna minnkar með færri hausum,“ segir Einar.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32