Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2020 19:00 Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfið sambandsslit á meðgöngu horfir Stefanía björtum augum á framtíðina. Í viðtalsliðnum Móðurmál segir hún frá meðgöngunni og hvernig líf hennar tók óvænta stefnu. Aðsend mynd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. Það verður seint sagt að árið 2020 sé búið að vera einfalt ár og getur Stefanía svo sannarlega tekið undir það. Eins og svo margir hefur hún þurft að minnka við sig vinnuna töluvert vegna heimsfaraldursins en kýs hún þó að horfa á björtu hliðarnar á tilverunni og vera jákvæð. Í vor var heilmikið planað hjá mér og mikið af stórum tónleikum bókaðir en eins og flestir kollegar mínir þá missti ég næstum öll verkefnin mín þegar Covid skall á. Ég hef blessunarlega getað sungið aðeins og komið fram á milli bylgja en þetta ár er búið að vera rosalega skrítið. Stefanía segir það erfitt að missa vinnuna og verkefni þegar mjög margir og mikilvægir þættir í lífi hennar samtvinnast vinnunni. „Því að í vinnunni minni fæ ég útrás fyrir sköpunargleði, félagslíf og tengsl. Það gefur mér svo mikið að koma fram, hitta kollega mína, mæta á æfingar og vera í kringum mikið af fólki.“ Tvíburasystur óléttar á sama tíma Í dag er Stefanía gengin 37 vikur á leið með sitt annað barn en hún og barnsfaðir hennar slitu samvistum í sumar. „Það er svo magnað hvernig þetta líf er stundum. Daginn eftir að ég komst að því að ég væri ólétt þá komst tvíburasystir mín líka að því að hún væri ólétt. Við erum settar með dags millibili. Ég 2. desember og hún þann þriðja. Hún og barnsfaðir hennar hættu líka saman en þau eiga mjög fallegt og gott samband og eru góðir vinir. Það æxlaðist svo þannig að við systur ákváðum að flytja inn saman í ágúst og höfum því deilt þessu ævintýri eins náið og hægt er. Svo verðum við saman í fæðingarorlofi með krílin okkar.“ Tvöföld ánægja. Hér er Stefanía með tvíbuarsystur sinni Steinunni en þær eru settar með dags millibili. Aðsend mynd Stefanía svarar spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Nafn? Stefanía Svavarsdóttir. Aldur? 28 ára gömul. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég var að keyra son minn til dagmömmu einn morguninn og hugsaði með mér að ég ætti að vera byrjuð á blæðingum, en þá var ég komin nokkra daga fram yfir. Allt í einu fékk ég rosalega sterka tilfinningu um að ég gæti mögulega verið ólétt og ákvað að kaupa próf á leiðinni heim. Prófið reyndist svo jákvætt og í sannleika sagt fríkaði ég alveg út í svona 10 mínútur. Það voru búnir að vera erfiðleikar í sambandinu mínu og þetta var ekki eitthvað sem við höfðum planað. En við trúum bæði mjög sterkt á að það sem á að gerast gerist og ég var mjög fljótt fullviss um að þó ég skildi þetta ekki alveg þá væri þetta það sem ætti að gerast. Ég varð strax mjög spennt. Stefanía segir sambandsslitin hafa tekið mikið á á meðgöngunni en hún hafi fengið ómetanlega hjálp frá mæðraverndinni og fundið fyrir miklum stuðning. Aðsend mynd Meiri virðing fyrir líkamanum eftir barnsburð Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég var rosalega þreytt og þurfti yfirleitt að leggja mig klukkan svona fimm á daginn. Ég var orkulítil og alltaf svöng. Ég fékk smá velgju í rúmar tvær vikur en slapp annars vel við ógleðina. Eitthvað sem hefur komið þér óvart við þessa seinni meðgöngu? Nei, í rauninni ekki. Það er svo stutt síðan ég var síðast ólétt að ég man nokkuð vel eftir því hvernig það er að vera í þessu ástandi. Munurinn núna er að ég vissi frá byrjun hverju ég mætti eiga von á. Hvernig hefur þér tekist að takast á við líkamlegar breytingar? Ég er mun slakari yfir þeim núna en síðast. Ég þyngdist talsvert á síðustu meðgöngu en var búin að ná því öllu af mér einu og hálfu ári síðar. Ég þekkti ekki manneskjuna í speglinum síðast eftir að ég fæddi en tæklaði það bara með húmor og vissi að þetta væri tímabundið ástand. Konur í kringum mig voru duglegar að minna mig á að ég hefði vissulega gengið með barn í níu mánuði og ég mætti alveg gefa mér níu mánuði fyrir líkamann til að jafna sig. Ég fékk helling af slitum síðast sem mér þykir bara vænt um í dag. Ég öðlaðist einhvern veginn miklu meira æðruleysi og virðingu fyrir líkamanum mínum eftir að ég varð móðir. Það skiptir ekki máli þó hann hafi breyst og verði aldrei alveg eins og hann var. Það er rosalegt álag á líkamann að búa til, ganga með, fæða barn og gefa því brjóst en útkoman er svo margfalt þess virði. Það voru margar konur sem sögðu mér að hafa ekki áhyggjur og að ég yrði aftur ég. Það var mjög erfitt að trúa þeim fyrstu mánuðina eftir fæðingu en svo gerðist það, hægt og örugglega. Bráðum stóri bróðir. Sonur Stefaníu Örylgur Ómi Benjamínsson sem verður tveggja ára í desember. Aðsend mynd Með kebab á heilanum Hvernig finnst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ótrúlega vel. Ég hef fengið frábæra þjónustu og það var ekkert síður passað upp á andlegu hliðina. Mér leið mjög illa í sumar eftir sambandsslitin og ljósmóðirin mín í mæðraverndinni sá til þess að það væri vel haldið utan um mig af sálfræðingi og lækni. Hefur runnið á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Í nokkrar vikur var ég með kebab á heilanum. Ég þræddi staði bæjarins til að finna besta kebabið en besta kebab sem ég hef smakkað fæst úti í Berlín og enginn staður hérna heima kemst nálægt því. Kjötfarsbollur, steiktur fiskur í raspi, pumpkin spice latte, KFC og Sun Lolly hefur líka verið mjög vinsælt. Fengu þið að vita kynið? Já. Það er lítil stelpa á leiðinni. Gerðu þið eitthvað sérstakt til að tilkynna það? Ég keypti blöðru og tók vídjó af okkur að sprengja hana ásamt syni okkar og setti það svo á Facebook. Kom það á óvart? Já, það kom rosalega á óvart. Við vorum bæði sannfærð um að hafa séð lítinn typpaling í sónarnum en báðum ljósmóðurina um að segja ekkert og fengum kynið í umslagi. Við vorum bæði alveg 100% viss um að þetta væri strákur en létum samt græja blöðru til að eiga skemmtilegt móment með syni okkar. Það er mjög gaman að sjá á vídjóinu hvað ég er einlægt hissa. Hvað hefur þér fundist erfiðast við meðgönguna? Óneitanlega að hætta með barnsföður mínum og ganga í gegnum það ferli stútfull af hormónum. Svo er erfitt að geta ekki farið í nudd eða sund eða hitt fólk vegna Covid. Síðast var mér sagt að slaka vel á síðustu vikurnar og hugsa vel um mig en núna má fátt annað gera en hanga heima og vera í sjálfsskipaðri sóttkví fram að fæðingu, sem er mjög krefjandi því ég er algjört fiðrildi og elska að vera á ferðinni. Hvað hefur þér fundist skemmtilegast við meðgönguna? Að deila þessari reynslu með tvíburasystur minni. Það er ómetanleg gjöf. Hvernig hefur drengurinn ykkar tekið þessum breytingum? Hann er alveg grunlaus um það sem koma skal held ég, en við tölum mikið um bumbuna hennar mömmu og litlu systur sem kemur bráðum út úr bumbunni. Kúr í mömmufangi. Stefanía segist njóta þessa að vera ein með syni sínum þangað til litla systir kemur í heiminn. Aðsend mynd Fékk óska fæðingardagsetninguna Hvernig gekk fyrri fæðingin þín? Ég ákvað að eiga á Akranesi og var rosalega ánægð með þá ákvörðun. Ég var ekki stressuð fyrir fæðingunni og búin að lesa mér mikið til um ferlið og horft á mörg myndbönd. Ég mætti í gangsetningu þegar ég var gengin 41viku +4 daga og átti alveg von á því að ganga fram yfir. Við barnsfaðir minn gistum þar og ég mallaði í gang um nóttina og missti svo vatnið klukkan tíu um morguninn daginn eftir. Mamma kom í hádeginu og var með okkur allan daginn og það var dásamlegt. Ég hafði farið á jóganámskeið hjá Auði í Jógasetrinu og það hjálpaði mér alveg rosalega mikið í fæðingarferlinu. Ég var mjög róleg allan daginn, andaði mig í gegnum hverja hríð og treysti líkamanum fyrir ferlinu. Ég notaði glaðloftið óspart og fékk svo mænudeyfingu klukkan fimm en þá duttu hríðarnar niður. Svo fékk ég drip tveimur tímum eftir það til að koma öllu í gang aftur. Mér fannst 18.12.18 svo flott byrjun á kennitölu að ég vildi endilega að hann myndi fæðast fyrir miðnætti en var farin að missa von rétt fyrir klukkan tíu að það myndi nást. Stuttu síðar skoðaði ljósmóðirin mig og ég var komin með tíu í útvíkkun og mátti færa mig inn á fæðingarstofu. Það var ótrúlegt að finna hvernig dýrslega eðlið tók yfir og ég hafði enga stjórn á eigin líkama. Ég rembdist í tæpar 40 mínútur og hann kom í heiminn 23:11. Mér fannst allt ferlið frá a-ö alveg magnað og ég er mjög ánægð með fæðinguna mína. Hvernig líður þér fyrir þessa fæðingu? Ég er mjög slök. Ég á von á að hún taki styttri tíma en síðast og ég fagna því. Síðasta fæðing gekk svo vel og ég held að það verði bara svipað í þetta skipti. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Hvað móðureðlið og innsæið er ótrúlega sterkt. Ég vissi alltaf hvað var að angra hann eða hann vantaði og hvað ég þyrfti að gera. Það er einhvern veginn innbyggt í DNA-ið, hjá mér allavega. Og hvað ég fylltist miklu stolti og miklum krafti. Eftir fæðinguna leið mér eins og ég væri ósigrandi, það væri ekkert sem ég gæti ekki gert fyrst ég gat gert þetta. Stefanía segist vera mjög þakklát því að fá að deila þessu ævintýri með tvíburasystur sinni. Þær urðu báðar einhleypar á meðgöngunni og búa núna saman og styðja hvor við aðra. Getty Þörf á meiri umræðu Ertu í einhverjum mömmuklúbb? Já, á Facebook. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Það var mjög góður þráður í gangi inni á bumbuhópnum mínum fyrir stuttu þar sem fjölbyrjur voru beðnar um að deila með frumbyrjum einhverju sem þær vildu að þær hefðu vitað áður eða kom þeim á óvart í eða eftir fæðingu og þar komu fram margir hlutir sem mætti ræða oftar. Eins og til dæmis fyrstu hægðir eftir barnsburð. Hvað brjóstagjöf getur verið ótrúlega erfið og kvalafull. Gyllinæð, sængurkvennagrátur, fæðingarþunglyndi, saumar eftir að hafa rifnað - Hreinlega allir þessir hlutir sem eru ekkert glamúrus við barnsfæðingar en eru svo ótrúlega venjulegir og eðlilegir. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei. Ég allavega tek hana ekki til mín. Ég útvegaði mér helstu nauðsynjar og svo reddaðist allt hitt. Flest sem ég fékk síðast var notað og mér finnst alveg sjálfsagt að nýta hluti frekar en að kaupa allt nýtt eða eiga merkjavöru. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ertu viss um að þú sért ekki með tvíbura? Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Treystu innsæinu þínu því mamma veit alltaf best og biddu um hjálp ef þú þarft á henni að halda. “It takes a village to raise a child” - leyfðu þér að treysta á fólkið í kringum þig. Svo kom vinkona mín með einn frábæran gullmola handa systur minni í gær : Það eru til konur sem eru miklu meiri aumingjar en þú sem hafa fætt barn - You got this! Stefanía er óneitanlega ein af okkar allra bestu söngkonum og hér má sjá hana með söngdívum landsins sem eftir þáttinn Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguð. Aðsend mynd Stefanía var tvisvar sinnum gestur í þáttunum Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguð þar sem hún heillaði landann upp úr skónum með söng sínum. Hér fyrir neðan má sjá tvær klippur úr þáttunum þar sem hún sýnir ólíkar hliðar í söngnum. Móðurmál Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57 Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. Það verður seint sagt að árið 2020 sé búið að vera einfalt ár og getur Stefanía svo sannarlega tekið undir það. Eins og svo margir hefur hún þurft að minnka við sig vinnuna töluvert vegna heimsfaraldursins en kýs hún þó að horfa á björtu hliðarnar á tilverunni og vera jákvæð. Í vor var heilmikið planað hjá mér og mikið af stórum tónleikum bókaðir en eins og flestir kollegar mínir þá missti ég næstum öll verkefnin mín þegar Covid skall á. Ég hef blessunarlega getað sungið aðeins og komið fram á milli bylgja en þetta ár er búið að vera rosalega skrítið. Stefanía segir það erfitt að missa vinnuna og verkefni þegar mjög margir og mikilvægir þættir í lífi hennar samtvinnast vinnunni. „Því að í vinnunni minni fæ ég útrás fyrir sköpunargleði, félagslíf og tengsl. Það gefur mér svo mikið að koma fram, hitta kollega mína, mæta á æfingar og vera í kringum mikið af fólki.“ Tvíburasystur óléttar á sama tíma Í dag er Stefanía gengin 37 vikur á leið með sitt annað barn en hún og barnsfaðir hennar slitu samvistum í sumar. „Það er svo magnað hvernig þetta líf er stundum. Daginn eftir að ég komst að því að ég væri ólétt þá komst tvíburasystir mín líka að því að hún væri ólétt. Við erum settar með dags millibili. Ég 2. desember og hún þann þriðja. Hún og barnsfaðir hennar hættu líka saman en þau eiga mjög fallegt og gott samband og eru góðir vinir. Það æxlaðist svo þannig að við systur ákváðum að flytja inn saman í ágúst og höfum því deilt þessu ævintýri eins náið og hægt er. Svo verðum við saman í fæðingarorlofi með krílin okkar.“ Tvöföld ánægja. Hér er Stefanía með tvíbuarsystur sinni Steinunni en þær eru settar með dags millibili. Aðsend mynd Stefanía svarar spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Nafn? Stefanía Svavarsdóttir. Aldur? 28 ára gömul. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég var að keyra son minn til dagmömmu einn morguninn og hugsaði með mér að ég ætti að vera byrjuð á blæðingum, en þá var ég komin nokkra daga fram yfir. Allt í einu fékk ég rosalega sterka tilfinningu um að ég gæti mögulega verið ólétt og ákvað að kaupa próf á leiðinni heim. Prófið reyndist svo jákvætt og í sannleika sagt fríkaði ég alveg út í svona 10 mínútur. Það voru búnir að vera erfiðleikar í sambandinu mínu og þetta var ekki eitthvað sem við höfðum planað. En við trúum bæði mjög sterkt á að það sem á að gerast gerist og ég var mjög fljótt fullviss um að þó ég skildi þetta ekki alveg þá væri þetta það sem ætti að gerast. Ég varð strax mjög spennt. Stefanía segir sambandsslitin hafa tekið mikið á á meðgöngunni en hún hafi fengið ómetanlega hjálp frá mæðraverndinni og fundið fyrir miklum stuðning. Aðsend mynd Meiri virðing fyrir líkamanum eftir barnsburð Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég var rosalega þreytt og þurfti yfirleitt að leggja mig klukkan svona fimm á daginn. Ég var orkulítil og alltaf svöng. Ég fékk smá velgju í rúmar tvær vikur en slapp annars vel við ógleðina. Eitthvað sem hefur komið þér óvart við þessa seinni meðgöngu? Nei, í rauninni ekki. Það er svo stutt síðan ég var síðast ólétt að ég man nokkuð vel eftir því hvernig það er að vera í þessu ástandi. Munurinn núna er að ég vissi frá byrjun hverju ég mætti eiga von á. Hvernig hefur þér tekist að takast á við líkamlegar breytingar? Ég er mun slakari yfir þeim núna en síðast. Ég þyngdist talsvert á síðustu meðgöngu en var búin að ná því öllu af mér einu og hálfu ári síðar. Ég þekkti ekki manneskjuna í speglinum síðast eftir að ég fæddi en tæklaði það bara með húmor og vissi að þetta væri tímabundið ástand. Konur í kringum mig voru duglegar að minna mig á að ég hefði vissulega gengið með barn í níu mánuði og ég mætti alveg gefa mér níu mánuði fyrir líkamann til að jafna sig. Ég fékk helling af slitum síðast sem mér þykir bara vænt um í dag. Ég öðlaðist einhvern veginn miklu meira æðruleysi og virðingu fyrir líkamanum mínum eftir að ég varð móðir. Það skiptir ekki máli þó hann hafi breyst og verði aldrei alveg eins og hann var. Það er rosalegt álag á líkamann að búa til, ganga með, fæða barn og gefa því brjóst en útkoman er svo margfalt þess virði. Það voru margar konur sem sögðu mér að hafa ekki áhyggjur og að ég yrði aftur ég. Það var mjög erfitt að trúa þeim fyrstu mánuðina eftir fæðingu en svo gerðist það, hægt og örugglega. Bráðum stóri bróðir. Sonur Stefaníu Örylgur Ómi Benjamínsson sem verður tveggja ára í desember. Aðsend mynd Með kebab á heilanum Hvernig finnst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ótrúlega vel. Ég hef fengið frábæra þjónustu og það var ekkert síður passað upp á andlegu hliðina. Mér leið mjög illa í sumar eftir sambandsslitin og ljósmóðirin mín í mæðraverndinni sá til þess að það væri vel haldið utan um mig af sálfræðingi og lækni. Hefur runnið á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Í nokkrar vikur var ég með kebab á heilanum. Ég þræddi staði bæjarins til að finna besta kebabið en besta kebab sem ég hef smakkað fæst úti í Berlín og enginn staður hérna heima kemst nálægt því. Kjötfarsbollur, steiktur fiskur í raspi, pumpkin spice latte, KFC og Sun Lolly hefur líka verið mjög vinsælt. Fengu þið að vita kynið? Já. Það er lítil stelpa á leiðinni. Gerðu þið eitthvað sérstakt til að tilkynna það? Ég keypti blöðru og tók vídjó af okkur að sprengja hana ásamt syni okkar og setti það svo á Facebook. Kom það á óvart? Já, það kom rosalega á óvart. Við vorum bæði sannfærð um að hafa séð lítinn typpaling í sónarnum en báðum ljósmóðurina um að segja ekkert og fengum kynið í umslagi. Við vorum bæði alveg 100% viss um að þetta væri strákur en létum samt græja blöðru til að eiga skemmtilegt móment með syni okkar. Það er mjög gaman að sjá á vídjóinu hvað ég er einlægt hissa. Hvað hefur þér fundist erfiðast við meðgönguna? Óneitanlega að hætta með barnsföður mínum og ganga í gegnum það ferli stútfull af hormónum. Svo er erfitt að geta ekki farið í nudd eða sund eða hitt fólk vegna Covid. Síðast var mér sagt að slaka vel á síðustu vikurnar og hugsa vel um mig en núna má fátt annað gera en hanga heima og vera í sjálfsskipaðri sóttkví fram að fæðingu, sem er mjög krefjandi því ég er algjört fiðrildi og elska að vera á ferðinni. Hvað hefur þér fundist skemmtilegast við meðgönguna? Að deila þessari reynslu með tvíburasystur minni. Það er ómetanleg gjöf. Hvernig hefur drengurinn ykkar tekið þessum breytingum? Hann er alveg grunlaus um það sem koma skal held ég, en við tölum mikið um bumbuna hennar mömmu og litlu systur sem kemur bráðum út úr bumbunni. Kúr í mömmufangi. Stefanía segist njóta þessa að vera ein með syni sínum þangað til litla systir kemur í heiminn. Aðsend mynd Fékk óska fæðingardagsetninguna Hvernig gekk fyrri fæðingin þín? Ég ákvað að eiga á Akranesi og var rosalega ánægð með þá ákvörðun. Ég var ekki stressuð fyrir fæðingunni og búin að lesa mér mikið til um ferlið og horft á mörg myndbönd. Ég mætti í gangsetningu þegar ég var gengin 41viku +4 daga og átti alveg von á því að ganga fram yfir. Við barnsfaðir minn gistum þar og ég mallaði í gang um nóttina og missti svo vatnið klukkan tíu um morguninn daginn eftir. Mamma kom í hádeginu og var með okkur allan daginn og það var dásamlegt. Ég hafði farið á jóganámskeið hjá Auði í Jógasetrinu og það hjálpaði mér alveg rosalega mikið í fæðingarferlinu. Ég var mjög róleg allan daginn, andaði mig í gegnum hverja hríð og treysti líkamanum fyrir ferlinu. Ég notaði glaðloftið óspart og fékk svo mænudeyfingu klukkan fimm en þá duttu hríðarnar niður. Svo fékk ég drip tveimur tímum eftir það til að koma öllu í gang aftur. Mér fannst 18.12.18 svo flott byrjun á kennitölu að ég vildi endilega að hann myndi fæðast fyrir miðnætti en var farin að missa von rétt fyrir klukkan tíu að það myndi nást. Stuttu síðar skoðaði ljósmóðirin mig og ég var komin með tíu í útvíkkun og mátti færa mig inn á fæðingarstofu. Það var ótrúlegt að finna hvernig dýrslega eðlið tók yfir og ég hafði enga stjórn á eigin líkama. Ég rembdist í tæpar 40 mínútur og hann kom í heiminn 23:11. Mér fannst allt ferlið frá a-ö alveg magnað og ég er mjög ánægð með fæðinguna mína. Hvernig líður þér fyrir þessa fæðingu? Ég er mjög slök. Ég á von á að hún taki styttri tíma en síðast og ég fagna því. Síðasta fæðing gekk svo vel og ég held að það verði bara svipað í þetta skipti. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Hvað móðureðlið og innsæið er ótrúlega sterkt. Ég vissi alltaf hvað var að angra hann eða hann vantaði og hvað ég þyrfti að gera. Það er einhvern veginn innbyggt í DNA-ið, hjá mér allavega. Og hvað ég fylltist miklu stolti og miklum krafti. Eftir fæðinguna leið mér eins og ég væri ósigrandi, það væri ekkert sem ég gæti ekki gert fyrst ég gat gert þetta. Stefanía segist vera mjög þakklát því að fá að deila þessu ævintýri með tvíburasystur sinni. Þær urðu báðar einhleypar á meðgöngunni og búa núna saman og styðja hvor við aðra. Getty Þörf á meiri umræðu Ertu í einhverjum mömmuklúbb? Já, á Facebook. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Það var mjög góður þráður í gangi inni á bumbuhópnum mínum fyrir stuttu þar sem fjölbyrjur voru beðnar um að deila með frumbyrjum einhverju sem þær vildu að þær hefðu vitað áður eða kom þeim á óvart í eða eftir fæðingu og þar komu fram margir hlutir sem mætti ræða oftar. Eins og til dæmis fyrstu hægðir eftir barnsburð. Hvað brjóstagjöf getur verið ótrúlega erfið og kvalafull. Gyllinæð, sængurkvennagrátur, fæðingarþunglyndi, saumar eftir að hafa rifnað - Hreinlega allir þessir hlutir sem eru ekkert glamúrus við barnsfæðingar en eru svo ótrúlega venjulegir og eðlilegir. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei. Ég allavega tek hana ekki til mín. Ég útvegaði mér helstu nauðsynjar og svo reddaðist allt hitt. Flest sem ég fékk síðast var notað og mér finnst alveg sjálfsagt að nýta hluti frekar en að kaupa allt nýtt eða eiga merkjavöru. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ertu viss um að þú sért ekki með tvíbura? Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Treystu innsæinu þínu því mamma veit alltaf best og biddu um hjálp ef þú þarft á henni að halda. “It takes a village to raise a child” - leyfðu þér að treysta á fólkið í kringum þig. Svo kom vinkona mín með einn frábæran gullmola handa systur minni í gær : Það eru til konur sem eru miklu meiri aumingjar en þú sem hafa fætt barn - You got this! Stefanía er óneitanlega ein af okkar allra bestu söngkonum og hér má sjá hana með söngdívum landsins sem eftir þáttinn Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguð. Aðsend mynd Stefanía var tvisvar sinnum gestur í þáttunum Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguð þar sem hún heillaði landann upp úr skónum með söng sínum. Hér fyrir neðan má sjá tvær klippur úr þáttunum þar sem hún sýnir ólíkar hliðar í söngnum.
Móðurmál Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57 Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57
Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59
Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01