Kári heilt yfir sáttur við næstu aðgerðir: „Þurfum að hlúa að þessu litla fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2020 13:04 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44
Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04