Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 14:45 Ef einhver þessara menntaskólanema hefur fengið Covid-19 og lokið einangrun getur sá hinn sami varpað grímunni frá og með 18. nóvember - að framvísuðu vottorði. Vísir/vilhelm Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi. Á fimmta þúsund Íslendinga munu þannig ekki þurfa að nota grímu. Þessa undanþágu lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til í minnisblaði sínu og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara eftir í reglugerð sinni. Til þess að komast hjá því að bera grímur þurfa þeir sem fengið hafa Covid þó að sýna vottorð þar að lútandi á stöðum þar sem grímuskylda er. Hvorki er farið nánar í saumana á umræddu vottorði í minnisblaði sóttvarnalæknis né tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Þegar þetta er ritað hafa 5.170 greinst með kórónuveiruna hér á landi og 4.698 lokið einangrun. 447 eru í einangrun en ætla má að einhverjir þeirra losni úr henni fyrir 18. nóvember. Þannig munu hátt í fimm þúsund Íslendingar geta hætt að bera grímur þegar ný reglugerð tekur gildi. Einnig verður þeim veitt undanþága frá grímuskyldu sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Grímuskylda gildir nú í landinu þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Í skólum er grímuskylda fyrir börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi. Á fimmta þúsund Íslendinga munu þannig ekki þurfa að nota grímu. Þessa undanþágu lagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til í minnisblaði sínu og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara eftir í reglugerð sinni. Til þess að komast hjá því að bera grímur þurfa þeir sem fengið hafa Covid þó að sýna vottorð þar að lútandi á stöðum þar sem grímuskylda er. Hvorki er farið nánar í saumana á umræddu vottorði í minnisblaði sóttvarnalæknis né tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Þegar þetta er ritað hafa 5.170 greinst með kórónuveiruna hér á landi og 4.698 lokið einangrun. 447 eru í einangrun en ætla má að einhverjir þeirra losni úr henni fyrir 18. nóvember. Þannig munu hátt í fimm þúsund Íslendingar geta hætt að bera grímur þegar ný reglugerð tekur gildi. Einnig verður þeim veitt undanþága frá grímuskyldu sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Grímuskylda gildir nú í landinu þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Í skólum er grímuskylda fyrir börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37 Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Tíu andlát tengjast hópsýkingunni á Landakoti Tíu þeirra þrettán andláta sem hafa orðið á Landspítala vegna Covid-19 í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir tengjast hópsýkingu sem kom upp á Landakoti sem kom upp þann 22. október síðastliðinn. 9. nóvember 2020 09:37
Neituðu að virða grímuskyldu úti í búð Töluvert margar tilkynningar bárust lögreglu um brot á sóttvarnalögum í dag. 6. nóvember 2020 20:25
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26