Ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna á Landakoti Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 16:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á fundinum í dag. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í október. Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig. Þetta kom fram í máli Páls á blaðamannafundi þar sem skýrsla um hópsýkingu á Landakoti var kynnt. Ítarlega umfjöllun Vísis um skýrsluna má nálgast hér fyrir neðan. Páll hóf framsögu sína á því að segja málið hafa verið öllum á spítalanum þungbært. Hugur stjórnenda og spítalans væri hjá aðstandendum þeirra sem misst hefðu ástvini á Landakoti, sjúklingum sem enn eru að glíma með Covid-veikindi og hjá starfsfólki. Með rannsókninni hefði skýringa verið leitað til að koma í veg fyrir að atburður á borð við hópsýkinguna á Landakoti endurtæki sig ekki. „Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgum til að hengja í hæsta gálga,“ sagði Páll. Frekara mat á málinu væri nú einkum í höndum embættis landlæknis. Þá varpaði Páll því fram hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sýkinguna. „Nei, líklega ekki,“ sagði hann. Hún hefði verið sérstaklega erfið viðureignar því hún hefði komið inn á stofnunina á fleiri en einum stað á sama tíma. Þegar smit er jafnútbreitt í samfélaginu og þegar sýkingin kom upp væri miklu erfiðara að útiloka að veiran berist inn. Ráðist í endurbætur eftir sýkingu í vor Þá hefðu stjórnendur svo sannarlega verið meðvitaðir um að ástandið á Landakoti væri ekki gott, líkt og rakið var í niðurstöðum rannsóknarinnar. Aðstæður á Landakoti hefðu til að mynda komist í hámæli um aldamótin og þá hefði lausnin átt að vera nýr Landspítali, sem sífellt hefði dregist en væri nú loks í byggingu. Enn fremur hefði 1,8 milljörðum verið varið í endurbætur á Landakoti síðustu ár. Þá vísaði Páll til þess að kórónuveirusýking hefði komið upp á Landakoti í vor. Sú sýking hafi verið minni og afmarkaðri, aðeins á einni deild, en orðið hafi eitt dauðsfall. Þá hefði verið ráðist í endurnýjun á matsal og starfsmannaaðstöðu, verklagsreglur endurskoðaðar og hætt með þríbýli sjúklinga, svo eitthvað væri nefnt. „Þrátt fyrir þetta kemur aftur upp hópsýking. Hvaða lærdóm getum við dregið af því?“ spurði Páll. Ljóst væri að strangari reglur þyrftu um flutninga sjúklinga milli stofnana. Þá hefði bráðabirgðaleið verið fundin til að setja upp loftræstingu í herbergjum Covid-sjúklinga. „Við sem þjóðfélag erum miður okkar. Þetta er harmleikur,“ sagði Páll. „Við sem þjóð berum þá virðingu fyrir lífinu að við sættum okkur ekki við dauðsföll af völdum veirunnar.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50