„Megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni“ Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 13:56 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nauðsynlegt að fólk virði þær aðgerðir sem eru í gildi, enda væri skelfilegt að hugsa til þess að fá stóran faraldur þrátt fyrir þær takmarkanir sem nú eru innanlands. Farsóttarþreytan væri farin að segja til sín en góðar fréttir af bóluefni sýndu að hlutirnir væru að þokast í rétta átt. „Það fer vonandi að styttast í mark með þessu bóluefni. Við verðum að halda það út, við megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni eins og gerðist í landsleiknum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Sautján greindust með veiruna í gær og voru tólf þeirra í sóttkví við greiningu. Að mati Þórólfs er það jákvætt og bendi til þess að faraldurinn sé hægt og rólega á niðurleið. Fleiri sýni hafi verið tekin á föstudag samanborið við fimmtudag og því sé eðlilegt að dagamunur sé á milli fjölda. „Mér finnst [faraldurinn] vera á því róli sem ég bjóst við. Þetta er að fara hægt niður.“ Vont að missa tökin þegar flestir leggja sitt af mörkum Lögreglan greindi frá því í morgun að veitingastaður í miðborg Reykjavíkur hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum þegar gestir voru enn að drykkju inni á staðnum einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma. Núgildandi reglugerð kveður á um að veitingastaðir með vínveitingaleyfi skuli loka klukkan 21. Þórólfur segir þetta vera til marks um þá þreytu sem er í samfélaginu. Flestir séu þó að standa sína plikt. „Ég held að þetta sé nú kannski þessi þreyta sem við erum alltaf að tala um, fólk er orðið þreytt. Ég vona bara að fólk haldi þetta út því það væri mjög skelfilegt til þess að vita ef við fengjum allt í einu stóran faraldur þrátt fyrir þessar aðgerðir, bara vegna þess að einhverjir hafa slakað allt of mikið á og ekki passað sig.“ Hann segir enn brýnna að taka málin föstum tökum nú þegar gæti verið að styttast í bóluefni. „Við erum kannski að fara að eygja fram á það að við fáum bóluefni fyrri part næsta árs. Það væri ekki gaman að fá mjög slæman faraldur rétt áður en það gerist.“ Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty „Ekki förum við að leggja jólin niður“ Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af jólunum segir Þórólfur svo ekki vera. Aðdragandi þeirra sé meira áhyggjuefni, enda gæti fólk farið að safnast saman og passa sig ekki nægilega mikið. Þau ætli þó áfram að treysta fólki og vona að flestir fylgi reglunum. „Við höfum fram til þessa treyst á fólk og treyst á að fólk fari eftir þeim leiðbeiningum sem liggja fyrir. Við getum í rauninni ekkert annað gert en treyst því. Ekki förum við að leggja jólin niður eða fresta jólunum,“ segir Þórólfur. Hann leggur enn og aftur áherslu á að fólk „haldi þetta út“. Til þess að sporna gegn bakslagi sé farið hægt í að aflétta takmörkunum, enda væri miður að missa það niður nú þegar fólk hefur þurft að fórna ýmsu vegna aðgerðanna. „Faraldurinn er í blússandi siglingu í öðrum löndum og þar er verið að grípa til hertra aðgerða á meðan við afléttum hægt. Staðan er nokkuð góð ef við höldum áfram að standa okkur vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nauðsynlegt að fólk virði þær aðgerðir sem eru í gildi, enda væri skelfilegt að hugsa til þess að fá stóran faraldur þrátt fyrir þær takmarkanir sem nú eru innanlands. Farsóttarþreytan væri farin að segja til sín en góðar fréttir af bóluefni sýndu að hlutirnir væru að þokast í rétta átt. „Það fer vonandi að styttast í mark með þessu bóluefni. Við verðum að halda það út, við megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni eins og gerðist í landsleiknum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Sautján greindust með veiruna í gær og voru tólf þeirra í sóttkví við greiningu. Að mati Þórólfs er það jákvætt og bendi til þess að faraldurinn sé hægt og rólega á niðurleið. Fleiri sýni hafi verið tekin á föstudag samanborið við fimmtudag og því sé eðlilegt að dagamunur sé á milli fjölda. „Mér finnst [faraldurinn] vera á því róli sem ég bjóst við. Þetta er að fara hægt niður.“ Vont að missa tökin þegar flestir leggja sitt af mörkum Lögreglan greindi frá því í morgun að veitingastaður í miðborg Reykjavíkur hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum þegar gestir voru enn að drykkju inni á staðnum einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma. Núgildandi reglugerð kveður á um að veitingastaðir með vínveitingaleyfi skuli loka klukkan 21. Þórólfur segir þetta vera til marks um þá þreytu sem er í samfélaginu. Flestir séu þó að standa sína plikt. „Ég held að þetta sé nú kannski þessi þreyta sem við erum alltaf að tala um, fólk er orðið þreytt. Ég vona bara að fólk haldi þetta út því það væri mjög skelfilegt til þess að vita ef við fengjum allt í einu stóran faraldur þrátt fyrir þessar aðgerðir, bara vegna þess að einhverjir hafa slakað allt of mikið á og ekki passað sig.“ Hann segir enn brýnna að taka málin föstum tökum nú þegar gæti verið að styttast í bóluefni. „Við erum kannski að fara að eygja fram á það að við fáum bóluefni fyrri part næsta árs. Það væri ekki gaman að fá mjög slæman faraldur rétt áður en það gerist.“ Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty „Ekki förum við að leggja jólin niður“ Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af jólunum segir Þórólfur svo ekki vera. Aðdragandi þeirra sé meira áhyggjuefni, enda gæti fólk farið að safnast saman og passa sig ekki nægilega mikið. Þau ætli þó áfram að treysta fólki og vona að flestir fylgi reglunum. „Við höfum fram til þessa treyst á fólk og treyst á að fólk fari eftir þeim leiðbeiningum sem liggja fyrir. Við getum í rauninni ekkert annað gert en treyst því. Ekki förum við að leggja jólin niður eða fresta jólunum,“ segir Þórólfur. Hann leggur enn og aftur áherslu á að fólk „haldi þetta út“. Til þess að sporna gegn bakslagi sé farið hægt í að aflétta takmörkunum, enda væri miður að missa það niður nú þegar fólk hefur þurft að fórna ýmsu vegna aðgerðanna. „Faraldurinn er í blússandi siglingu í öðrum löndum og þar er verið að grípa til hertra aðgerða á meðan við afléttum hægt. Staðan er nokkuð góð ef við höldum áfram að standa okkur vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06