Vilja gefa fólki annað tækifæri í lífinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:08 Tinna Guðrún og Hlynur Kristinn fara fyrir áfangaheimilinu, sem fær nafnið Annað tækifæri. Vísir/Egill Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von. Fíkn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von.
Fíkn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira