Níu hugmyndir að rómantískum stefnumótum heima Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:17 Makamál tóku saman níu hugmyndir að skemmtilegum stefnumótum heima fyrir. Getty Að gera sér dagamun er eitthvað sem við flest þráum þessa dagana, sérstaklega núna í skammdeginu. Ef einhvern tíma er þörf á því að hugsa út fyrir boxið varðandi afþreyingu og stefnumót, þá er það einmitt núna. Það er svo auðvelt að detta í þægindarammann heima fyrir og kannast eflaust mörg pör við það að vera búin að horfa á allt á Netflix eða eyða alltof mörgum kvöldum í að gera sömu hlutina. Makamál tóku saman lista yfir hugmyndir af inni-stefnumótum og skorum við á fólk að velja sér eitthvað af þessum lista og koma makanum sínum á óvart. Ef þú átt ekki maka, bjóddu þá vini þínum í óvænt heima-stefnumót. Við erum mis framtakssöm þegar kemur að því að skipuleggja stefnumót með makanum. Það er því góð hugmynd að eiga samtalið um að plana stefnumót og ákveða jafnvel daga og skiptast á að skipuleggja þau. Happy Hour - kokteilakeppni Hvort sem fólk drekkur áfengi eða ekki er alltaf gaman að prófa nýja drykki. Sá sem planar stefnumótið þarf þá að sjá um allan undirbúning. Finna til þau hráefni sem þarf til kokteilgerðarinnar. Kryddjurtir, ber, sykur, grænmeti, ávexti, sýróp, gos og fleira. Tónlist gerir allt skemmtilegra svo vertu búin(n) að hugsa út í hvernig tónlist þú vilt hafa. Hafa við höndina kokteilhristara, mixer og þau áhöld sem þarf til. Stór partur af því að gera góða kokteila er að huga vel út í framsetninguna og nostra við að skreyta hann. Finndu til ólík glös sem henta mismunandi kokteilum. Ef stemmning er fyrir því að gera smá keppni á milli er sniðugt að hafa skrifblokk við höndina og skrifa niður uppskriftirnar. Aldrei að vita nema nýi uppáhaldskokteillinn fæðist þetta kvöld. Spilakvöld Spilakvöld er yfirleitt eitthvað sem maður planar með vinum sínum. Hvernig væri að finna til nokkur spil og undirbúa spilakvöld bara tvö? Gerðu léttar veitingar, kósý tónlist og finndu til nokkur spil sem henta tveimur. Ef þú nennir ekki að spila borðspil getið þið farið í Beer-pong á stofuborðinu, teygt ykkur og togað í Twister, eða endað kvöldið í fatapóker, hver veit? Þemakvöld - Veldu land Það er svo auðvelt að festast í því að gera alltaf sama matinn þegar við borðum saman heima. Þemakvöld gæti verið skemmtileg tilbreyting. Sá sem planar stefnumótið velur eitthvað ákveðið land og gefur sér svo tíma í að plana stefnumótið út frá því. Hvort sem þú velur Japan og hefur sushi og sake kvöld eða Spán og hefur sangríu og paellu, þá er alltaf skemmtilegra þegar hugsað er út í öll smáatriði. Hugmynd að þemakvöldi: Ítalía: Leggðu svolítið á þig til að skapa ítalska stemmningu í stofunni. Rauðköflóttur dúkur, rauðar rósir liggjandi á borðinu, löng kerti í gömlum vínflöskum og ítölsk tónlist. Vertu búin(n) að finna lagalista með ítalskri tónlist því það er fátt sem hefur eins mikil áhrif á stemmninguna og tónlistin. Vertu búin(n) að undirbúa girnilegan forréttaplatta með ólífum, úrvali af ostum og parmaskinku. Hvaða matur sem verður fyrir valinu þá skaltu reyna að fara alla leið og kynna þér hvað það er sem gerir matinn ekta ítalskan. Ítalskar kjötbollur og spagettí, pizza eða ítalskir smáréttir. Ef þið drekkið vín er jafnvel hugmynd að hafa smá rauðvínssmökkun. Svo er auðvitað fátt sem toppar ekta ítalskan gelato í eftirrétt. Plötukvöld Ef þú átt plötuspilara er mjög skemmtilegt að plana plötukvöld saman. Farið í gegnum uppáhalds plöturnar ykkar og lögin. Segið sögur, rifjið upp minningar, dansið eða kúrið upp í sófa. Í nóvember og desember er fullkomið að fara í gegnum gömlu jólaplöturnar á náttfötum og taka smá pásu frá sjónvarpinu. Picnic í rúminu Það er svo magnað hvað smá tilbreyting gerir allt skemmtilegra. Eftir langa vinnuviku gætir þú til dæmis undirbúið fullkomið kósýkvöld upp í rúmi. Breyttu svefnherberginu í picnic stað. Hugmynd að picnic kvöldi: Sendu makann í sturtu og vertu búin(n) að finna til kósý náttföt fyrir ykkur. Settu seríur og kerti inn í svefnherbergi og dekkaðu rúmið eins og þú sért að fara í picnic. Það er ekki allur matur sem hentar til að borða upp í rúmi svo að þú getur hugsað matseðilinn aðeins út frá því. Eitthvað sem auðvelt er að borða með fingrunum og sullast ekki svo auðveldlega. Til dæmis samlokur eða annar fingramatur. Ef þið viljið svo enda kvöldið á sjónvarpskúri er sniðugt að vera búin(n) að ákveða eða finna til ykkar uppáhalds mynd. Það er fátt leiðinlegra en að eyða öllu kvöldinu í að koma sér saman um hvaða mynd verður fyrir valinu. Gjafa-ratleikur Flestum finnst gaman að láta koma sér á óvart og þá sérstaklega þegar makinn gerir það. Ef þú vilt gleðja makann þinn þá gætir þú til dæmis verið búin(n) að undirbúa smá gjafa-ratleik sem endar svo í rómantískum kvöldverð.Hugmynd að gjafa-ratleik fyrir hana: Sá sem planar stefnumótið er ekki heima þegar makinn kemur heim heldur í startholunum að sækja take-away mat fyrir ykkur. Þegar makinn þinn kemur svo heim þá er umslag á hurðinni. Kort númer 1 - Farðu inn í svefnherbergi og klæddu þig í kjól. Inni í svefnherbergi er svo lítill pakki. Varalitur, skartgripur, undirföt eða eitthvað sem þú veist að henni finnst hún fín með. Hjá pakkanum er annað kort og freyðivínsglas. Kort númer 2 – Ertu ekki þyrst? Í ísskápnum er svo ísköld kampavínsflaska og annað kort. Kort númer 3 - Komdu þér fyrir í stofunni á uppáhaldsstaðnum þínum. Þar er svo lítill pakki með þeirri gjöf sem þig langar að gefa makanum þínum og fallegt handskrifað kort þar sem þú segist vera á leiðinni heim með uppáhalds take-away matinn ykkar. Gjafirnar í ratleiknum geta verið allavega og eins margar eða fáar og fólki langar. Þarna er hugmyndaflugið mikilvægast. Finndu hlut sem minnir á ykkar einkahúmor, eitthvað sem minnir á þegar þið kynntust eða eitthvað fallegt sem þig langar að gefa elskunni þinni. Spa-kvöld Þó að þú getir ekki boðið ástinni þinni í heilsulind þessa dagana þá er ekkert sem segir að það sé ekki hægt að gera það heima.Hugmynd að spa-kvöldi: Að fara saman í sturtu er fullkomin byrjun á kvöldinu. Vertu svo búin(n) að finna til sloppa og inniskó. Sá sem undirbýr stefnumótið þarf að pæla í hvaða spa-meðferðir hann ætlar að bjóða upp á. Það er fátt þægilegra en heitt fótabað með olíu og fótanudd eftir á. Vertu búin(n) að finna til öll krem, maska og olíur sem til þarf. Mundu líka eftir því að búa til þetta slakandi spa andrúmsloft. Ilmkerti eða ilmolíur, róleg tónlist og kertaljós. Einnig er sniðugt að vera með ferska drykki, ávexti og ber til að narta í og vera svo búin(n) að undirbúa late night snack. Kvöld sem gæti endað í góðu trúnó og heilnuddi fram eftir nóttu. Podcast og Púsl Þegar fyrsta samkomubannið skall á fór fólk í enn meira mæli að púsla saman. Það virðist hafa róandi áhrif á okkur að púsla og eitthvað sem væri tilvalið að gera saman til að breyta aðeins til. Veljið jafnvel einhverja skemmtilega hlaðvarpsþætti til að hlusta á saman meðan þið púslið. Kveikið á kertum, undirbúið ostabakka og púslið fram á nótt. Vaka alla nóttina saman Það er lítið um næturlíf núna á tímum Covid og eflaust margir sem sakna þess aðeins að vaka lengi fram eftir. Af hverju ekki að undirbúa þannig stefnumót. Gera það sem stundum er kallað all-nighter. Hugmynd að vökunótt: Vertu búin(n) að undirbúa kvöldið/nóttina vel og líka sjá til þess að þið getið sofið út morguninn eftir. Vertu búin(n) að finna til eitthvað fyrir ykkur að borða, gott rauðvín og uppáhalds nammið ykkar. Gerið eitthvað sem þið leyfið ykkur yfirleitt ekki eins og að horfa á uppáhalds sjónvarpsseríuna ykkar, ALLA þættina í einu. Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: Stefanía Svavars er óhrædd og einhleyp ófrísk að sínu öðru barni „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Mikill áhugi á swing-senunni Í kjölfar umfjöllunar um makaskipti voru lesendur Vísis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á swing-senunni í Spurningu vikunnar. 14. nóvember 2020 07:56 Íslensk pör ræða opinskátt um kynlífstækjanotkun Kynlífstækjaverslunin Losti fagnaði eins árs afmæli sínu á dögunum og fengu í tilefni af því íslensk pör til að ræða opinskátt um kynlíf. 13. nóvember 2020 13:29 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Makamál Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Makamál Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Að gera sér dagamun er eitthvað sem við flest þráum þessa dagana, sérstaklega núna í skammdeginu. Ef einhvern tíma er þörf á því að hugsa út fyrir boxið varðandi afþreyingu og stefnumót, þá er það einmitt núna. Það er svo auðvelt að detta í þægindarammann heima fyrir og kannast eflaust mörg pör við það að vera búin að horfa á allt á Netflix eða eyða alltof mörgum kvöldum í að gera sömu hlutina. Makamál tóku saman lista yfir hugmyndir af inni-stefnumótum og skorum við á fólk að velja sér eitthvað af þessum lista og koma makanum sínum á óvart. Ef þú átt ekki maka, bjóddu þá vini þínum í óvænt heima-stefnumót. Við erum mis framtakssöm þegar kemur að því að skipuleggja stefnumót með makanum. Það er því góð hugmynd að eiga samtalið um að plana stefnumót og ákveða jafnvel daga og skiptast á að skipuleggja þau. Happy Hour - kokteilakeppni Hvort sem fólk drekkur áfengi eða ekki er alltaf gaman að prófa nýja drykki. Sá sem planar stefnumótið þarf þá að sjá um allan undirbúning. Finna til þau hráefni sem þarf til kokteilgerðarinnar. Kryddjurtir, ber, sykur, grænmeti, ávexti, sýróp, gos og fleira. Tónlist gerir allt skemmtilegra svo vertu búin(n) að hugsa út í hvernig tónlist þú vilt hafa. Hafa við höndina kokteilhristara, mixer og þau áhöld sem þarf til. Stór partur af því að gera góða kokteila er að huga vel út í framsetninguna og nostra við að skreyta hann. Finndu til ólík glös sem henta mismunandi kokteilum. Ef stemmning er fyrir því að gera smá keppni á milli er sniðugt að hafa skrifblokk við höndina og skrifa niður uppskriftirnar. Aldrei að vita nema nýi uppáhaldskokteillinn fæðist þetta kvöld. Spilakvöld Spilakvöld er yfirleitt eitthvað sem maður planar með vinum sínum. Hvernig væri að finna til nokkur spil og undirbúa spilakvöld bara tvö? Gerðu léttar veitingar, kósý tónlist og finndu til nokkur spil sem henta tveimur. Ef þú nennir ekki að spila borðspil getið þið farið í Beer-pong á stofuborðinu, teygt ykkur og togað í Twister, eða endað kvöldið í fatapóker, hver veit? Þemakvöld - Veldu land Það er svo auðvelt að festast í því að gera alltaf sama matinn þegar við borðum saman heima. Þemakvöld gæti verið skemmtileg tilbreyting. Sá sem planar stefnumótið velur eitthvað ákveðið land og gefur sér svo tíma í að plana stefnumótið út frá því. Hvort sem þú velur Japan og hefur sushi og sake kvöld eða Spán og hefur sangríu og paellu, þá er alltaf skemmtilegra þegar hugsað er út í öll smáatriði. Hugmynd að þemakvöldi: Ítalía: Leggðu svolítið á þig til að skapa ítalska stemmningu í stofunni. Rauðköflóttur dúkur, rauðar rósir liggjandi á borðinu, löng kerti í gömlum vínflöskum og ítölsk tónlist. Vertu búin(n) að finna lagalista með ítalskri tónlist því það er fátt sem hefur eins mikil áhrif á stemmninguna og tónlistin. Vertu búin(n) að undirbúa girnilegan forréttaplatta með ólífum, úrvali af ostum og parmaskinku. Hvaða matur sem verður fyrir valinu þá skaltu reyna að fara alla leið og kynna þér hvað það er sem gerir matinn ekta ítalskan. Ítalskar kjötbollur og spagettí, pizza eða ítalskir smáréttir. Ef þið drekkið vín er jafnvel hugmynd að hafa smá rauðvínssmökkun. Svo er auðvitað fátt sem toppar ekta ítalskan gelato í eftirrétt. Plötukvöld Ef þú átt plötuspilara er mjög skemmtilegt að plana plötukvöld saman. Farið í gegnum uppáhalds plöturnar ykkar og lögin. Segið sögur, rifjið upp minningar, dansið eða kúrið upp í sófa. Í nóvember og desember er fullkomið að fara í gegnum gömlu jólaplöturnar á náttfötum og taka smá pásu frá sjónvarpinu. Picnic í rúminu Það er svo magnað hvað smá tilbreyting gerir allt skemmtilegra. Eftir langa vinnuviku gætir þú til dæmis undirbúið fullkomið kósýkvöld upp í rúmi. Breyttu svefnherberginu í picnic stað. Hugmynd að picnic kvöldi: Sendu makann í sturtu og vertu búin(n) að finna til kósý náttföt fyrir ykkur. Settu seríur og kerti inn í svefnherbergi og dekkaðu rúmið eins og þú sért að fara í picnic. Það er ekki allur matur sem hentar til að borða upp í rúmi svo að þú getur hugsað matseðilinn aðeins út frá því. Eitthvað sem auðvelt er að borða með fingrunum og sullast ekki svo auðveldlega. Til dæmis samlokur eða annar fingramatur. Ef þið viljið svo enda kvöldið á sjónvarpskúri er sniðugt að vera búin(n) að ákveða eða finna til ykkar uppáhalds mynd. Það er fátt leiðinlegra en að eyða öllu kvöldinu í að koma sér saman um hvaða mynd verður fyrir valinu. Gjafa-ratleikur Flestum finnst gaman að láta koma sér á óvart og þá sérstaklega þegar makinn gerir það. Ef þú vilt gleðja makann þinn þá gætir þú til dæmis verið búin(n) að undirbúa smá gjafa-ratleik sem endar svo í rómantískum kvöldverð.Hugmynd að gjafa-ratleik fyrir hana: Sá sem planar stefnumótið er ekki heima þegar makinn kemur heim heldur í startholunum að sækja take-away mat fyrir ykkur. Þegar makinn þinn kemur svo heim þá er umslag á hurðinni. Kort númer 1 - Farðu inn í svefnherbergi og klæddu þig í kjól. Inni í svefnherbergi er svo lítill pakki. Varalitur, skartgripur, undirföt eða eitthvað sem þú veist að henni finnst hún fín með. Hjá pakkanum er annað kort og freyðivínsglas. Kort númer 2 – Ertu ekki þyrst? Í ísskápnum er svo ísköld kampavínsflaska og annað kort. Kort númer 3 - Komdu þér fyrir í stofunni á uppáhaldsstaðnum þínum. Þar er svo lítill pakki með þeirri gjöf sem þig langar að gefa makanum þínum og fallegt handskrifað kort þar sem þú segist vera á leiðinni heim með uppáhalds take-away matinn ykkar. Gjafirnar í ratleiknum geta verið allavega og eins margar eða fáar og fólki langar. Þarna er hugmyndaflugið mikilvægast. Finndu hlut sem minnir á ykkar einkahúmor, eitthvað sem minnir á þegar þið kynntust eða eitthvað fallegt sem þig langar að gefa elskunni þinni. Spa-kvöld Þó að þú getir ekki boðið ástinni þinni í heilsulind þessa dagana þá er ekkert sem segir að það sé ekki hægt að gera það heima.Hugmynd að spa-kvöldi: Að fara saman í sturtu er fullkomin byrjun á kvöldinu. Vertu svo búin(n) að finna til sloppa og inniskó. Sá sem undirbýr stefnumótið þarf að pæla í hvaða spa-meðferðir hann ætlar að bjóða upp á. Það er fátt þægilegra en heitt fótabað með olíu og fótanudd eftir á. Vertu búin(n) að finna til öll krem, maska og olíur sem til þarf. Mundu líka eftir því að búa til þetta slakandi spa andrúmsloft. Ilmkerti eða ilmolíur, róleg tónlist og kertaljós. Einnig er sniðugt að vera með ferska drykki, ávexti og ber til að narta í og vera svo búin(n) að undirbúa late night snack. Kvöld sem gæti endað í góðu trúnó og heilnuddi fram eftir nóttu. Podcast og Púsl Þegar fyrsta samkomubannið skall á fór fólk í enn meira mæli að púsla saman. Það virðist hafa róandi áhrif á okkur að púsla og eitthvað sem væri tilvalið að gera saman til að breyta aðeins til. Veljið jafnvel einhverja skemmtilega hlaðvarpsþætti til að hlusta á saman meðan þið púslið. Kveikið á kertum, undirbúið ostabakka og púslið fram á nótt. Vaka alla nóttina saman Það er lítið um næturlíf núna á tímum Covid og eflaust margir sem sakna þess aðeins að vaka lengi fram eftir. Af hverju ekki að undirbúa þannig stefnumót. Gera það sem stundum er kallað all-nighter. Hugmynd að vökunótt: Vertu búin(n) að undirbúa kvöldið/nóttina vel og líka sjá til þess að þið getið sofið út morguninn eftir. Vertu búin(n) að finna til eitthvað fyrir ykkur að borða, gott rauðvín og uppáhalds nammið ykkar. Gerið eitthvað sem þið leyfið ykkur yfirleitt ekki eins og að horfa á uppáhalds sjónvarpsseríuna ykkar, ALLA þættina í einu.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: Stefanía Svavars er óhrædd og einhleyp ófrísk að sínu öðru barni „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Mikill áhugi á swing-senunni Í kjölfar umfjöllunar um makaskipti voru lesendur Vísis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á swing-senunni í Spurningu vikunnar. 14. nóvember 2020 07:56 Íslensk pör ræða opinskátt um kynlífstækjanotkun Kynlífstækjaverslunin Losti fagnaði eins árs afmæli sínu á dögunum og fengu í tilefni af því íslensk pör til að ræða opinskátt um kynlíf. 13. nóvember 2020 13:29 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Makamál Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Makamál Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Móðurmál: Stefanía Svavars er óhrædd og einhleyp ófrísk að sínu öðru barni „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00
Mikill áhugi á swing-senunni Í kjölfar umfjöllunar um makaskipti voru lesendur Vísis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á swing-senunni í Spurningu vikunnar. 14. nóvember 2020 07:56
Íslensk pör ræða opinskátt um kynlífstækjanotkun Kynlífstækjaverslunin Losti fagnaði eins árs afmæli sínu á dögunum og fengu í tilefni af því íslensk pör til að ræða opinskátt um kynlíf. 13. nóvember 2020 13:29