„Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2020 16:31 Gauti lét krossfesta sig á jólatónleikum sínum um árið. „Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.” Jól Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
„Við skoðuðum alla möguleika í stöðunni. Reyndum að teikna upp einhverja hólfaskipta skemmtun, rafræna útgáfu af tónleikunum og ég veit ekki hvað. En á endanum snýst Jülevenner bara í grunninn um að gera eitthvað skemmtilegt úr jólunum svo við ákváðum að sleppa tónleikunum og gera jólaplötu sem fékk nafnið Það eru komin Jül,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti en ætlar sér að gefa út jólaplötu fyrir þessi jól. Síðastliðin jóla hefur Gauti staðið fyrir jólatónleikaröðinni Jülevenner Emmsjé Gauta sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Sýningin var fyrst haldin í Gamla Bíó 2017 en færði sig fljótt í Háskólabíó og hefur farið stækkandi ár frá ári. „Platan er með nokkrum jólalögum og síðan jólasögu sem tengir plötuna saman. Bara svipað og sýningin sjálf er, bara random hlutir sem tengjast eða tengjast ekki jólunum og síðan jólaskreytum við þá.” Platan kemur út 1. desember og verður um að ræða ellefu laga plata sem verður aðgengileg á helstu streymisveitum. „Ég er að vinna þessa plötu með kjarnahóp Jülevenner sem samanstendur af góðu liði sem elskar að koma með misgóðar hugmyndir að borðinu. Þormóður Eiríksson, ofurpróduserinn á bakvið alla helstu hittara síðustu ára og maðurinn sem vann með mér Malbik sér um upptökustjórn á plötunni. Það eru líka þekktar raddir og rúmlega þrjátíu tónlistarmenn sem koma við sögu á plötunni,“ segir Gauti en vill þó ekki gefa upp hverjir það eru. „Þetta verður að koma á óvart, það er ekkert gaman að hrista og kíkja í pakkana sem eru undir jólatrénu“ segir Gauti og hlær. Til að hita upp fyrir útgáfuna verður Gauti með jólagjafaleik á Facebook-síðu Jülevenner. „Við erum með mjög góða upphitun í gangi og erum með Jüledagatal á Facebook þar sem við teljum niður að útgáfu plötunnar. Það geta allir tekið þátt og vinningarnir eru vægast sagt sturlaðir. Allt frá hátísku klæðnaði yfir í hjálpartæki ástarlífsins. Við erum að gefa vinninga alla daga fram að útgáfu plötunnar.“ Einnig ætlar hann að vera má smá sárabót fyrir helstu aðdáendur sýningarinnar. „En það er hægt að kaupa rafræna Jülevener kveðju frá sýningunni á verslun Jülevenner sem er að finna í rafrænu verslunarmiðstöðinni mynto.is . Einhvern veginn þarf maður að koma sér og öðrum í jólagírinn á þessum tímum samkomutakmarkanna.”
Jól Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira