Greind smit ekki daglegt brauð þegar sund og rækt fengu grænt ljós Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 11:18 Það er tómlegt í sundlaugum landsins þessa dagana, líkt og var í fyrstu bylgju faraldursins. Yfirlögregluþjónn almannavarna telur ólíklegt að sundlaugarnar opni á næstunni. Vísir/Vilhelm Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda