Handbolti

Giskaði á Ellert Schram við mikinn hlátur

Sindri Sverrisson skrifar
Það var glatt á hjalla í spurningakeppni Seinni bylgjunnar í gær. Þar var gætt að sóttvörnum og liðin ekki of nálægt hvort öðru eða þáttastjórnandanum.
Það var glatt á hjalla í spurningakeppni Seinni bylgjunnar í gær. Þar var gætt að sóttvörnum og liðin ekki of nálægt hvort öðru eða þáttastjórnandanum. stöð 2 sport

„Örvhentu undrin“ skemmtu keppinautum sínum með misgáfulegum svörum í spurningakeppni Seinni bylgjunnar í gærkvöld. Hátt var hlegið yfir spurningu um fyrrverandi formann HSÍ.

Nú þegar ekkert hefur verið spilað í Olís-deildunum í handbolta í rúmlega einn og hálfan mánuð, og liðin mega ekki æfa saman, ákváðu sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni að reyna með sér í spurningakeppni.

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson, sem kölluðu sig Örvhentu undrin, mættu þjálfurunum Ágústi Jóhannssyni og Einari Andra Einarssyni, eða „Starfsmanni C“ eins og þeir nefndu sitt lið.

Ein af hraðaspurningunum sem Henry Birgir Gunnarsson spurði liðin að var þessi: „Hver var formaður HSÍ á undan Guðmundi B. Ólafssyni?“

Jóhann giskaði á Einar Þorvarðarson, en Ásgeir bætti um betur og tippaði á Ellert B. Schram, sem reyndar var lengi formaður Knattspyrnusambands Íslands og Íþróttasambands Íslands. Þessu hlógu menn að vel og lengi, ekki síst eftir að Henry tilkynnti rétta svarið; Knútur Hauksson.

Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Skelltu upp úr í hraðaspurningum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×