Mikið framboð af villibráð Karl Lúðvíksson skrifar 18. nóvember 2020 11:53 Nú styttist heldiur betur í jólin og áramót og það eru margir farnir að hugsa um hvað á að hafa í matinn yfir hátíðarnar. Villibráð hefur lengi verið vinsæl hjá mörgum landsmönnum og óþarfi er að hafa mörg orð um það hvað það skiptir marga máli að fá rjúpur um jólin. Rjúpnaveiðin virðist þó vera heldur dræm miðað við í fyrra en vonandi ná sem flestir í rjúpur sem eru vanir að hafa þær á borðum. Ef það klikkar þá er staðan þannig að líklega hefur aldrei verið jafn mikið framboð af villibráð frá veiðimönnum og skýringin á því er einföld. Veitingastaðir og hótel kaupa mun minna heldur en undanfarin ár og ástæðan fyrir því er auðvitað Covid. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það ástand sem Covid hefur skapa. Afleiðingin er sú að sá hópur skotveiðimanna sem er búinn að vera duglegur á allt í einu mikið magn af villibráð sem er hægt að kaupa. Það eru nokkrar síður inná Facobook þar sem villibráð er auglýst og verðið er bara mjög gott. Í mörgum tilfellum er verið að bjóða villibráð fyrir svipað kílóverð og þorskhnakka. Það má finna grágæs, heiðagæs, helsingja, stokkönd og hreindýr en líka eitthvað af svartfugl. Bringur, heilir fuglar, allar tegundir af hreindýrasteik, reittar og sviðnar endur, gæsalæri, andalæri og miklu meira. Miðað við framboðið og gott verð verða þetta kannski villibráðarjólin miklu. Matur Skotveiði Mest lesið Strippið og dauðarekið Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Þrjár ár að detta í 1.000 laxa Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Áhyggjur af vatnsleysi í ánum í sumar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði
Nú styttist heldiur betur í jólin og áramót og það eru margir farnir að hugsa um hvað á að hafa í matinn yfir hátíðarnar. Villibráð hefur lengi verið vinsæl hjá mörgum landsmönnum og óþarfi er að hafa mörg orð um það hvað það skiptir marga máli að fá rjúpur um jólin. Rjúpnaveiðin virðist þó vera heldur dræm miðað við í fyrra en vonandi ná sem flestir í rjúpur sem eru vanir að hafa þær á borðum. Ef það klikkar þá er staðan þannig að líklega hefur aldrei verið jafn mikið framboð af villibráð frá veiðimönnum og skýringin á því er einföld. Veitingastaðir og hótel kaupa mun minna heldur en undanfarin ár og ástæðan fyrir því er auðvitað Covid. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það ástand sem Covid hefur skapa. Afleiðingin er sú að sá hópur skotveiðimanna sem er búinn að vera duglegur á allt í einu mikið magn af villibráð sem er hægt að kaupa. Það eru nokkrar síður inná Facobook þar sem villibráð er auglýst og verðið er bara mjög gott. Í mörgum tilfellum er verið að bjóða villibráð fyrir svipað kílóverð og þorskhnakka. Það má finna grágæs, heiðagæs, helsingja, stokkönd og hreindýr en líka eitthvað af svartfugl. Bringur, heilir fuglar, allar tegundir af hreindýrasteik, reittar og sviðnar endur, gæsalæri, andalæri og miklu meira. Miðað við framboðið og gott verð verða þetta kannski villibráðarjólin miklu.
Matur Skotveiði Mest lesið Strippið og dauðarekið Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Þrjár ár að detta í 1.000 laxa Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Áhyggjur af vatnsleysi í ánum í sumar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði