Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 14:40 Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir uppbyggingu nýs Landspítala því margt hefur breyst frá því sú fyrri var gerð. Vísir aðsend/Vilhelm Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihópinn í lok ágúst síðastliðnum. Hann er ekki sjálfstæð stjórnsýslueining heldur er honum falið stefnumörkunar-, samráðs- og samhæfingarhlutverk varðandi framkvæmdir við nýjan Landspítala. Verkefnið er á meðal stærstu ríkisframkvæmda lýðveldissögunnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður hópsins, segir að ráðast þurfi í aðra þarfagreiningu fyrir nýjan spítala en sú fyrri var gerð árið 2008. „Við vitum auðvitað að það er stöðug þróun í heilbrigðisgeiranum og breyttar aðstæður að ýmsu leyti og þetta kallar allt saman á nýja þarfagreiningu. Það þarf að endurmeta þarfir fyrir húsnæði og það þarf að endurskoða skipulag svæða og það þarf að taka ákvarðanir um nýtingu eldri bygginga og eins um ráðstöfun þeirra bygginga sem verða á endanum ekki nýttar áfram í starfsemi Landspítalans“ Í því sambandi þurfi að gæta vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum skili sér í hönnun og skipulagi spítalans. Forsætisráðherra sagði í gær að hópsýkingin og harmleikurinn á Landakoti undirstrikaði þörfina á nýjum spítala, sem muni gjörbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Ekki liggur þó fyrir hvort gert sé ráð fyrir starfsemi Landskots á nýjum stað en Katrín segir spítalann gefa aukið svigrúm til að bæta eldri rými. Unnur segir að það sé hlutverk heilbrigðisráðuneytisins að gera forsendugreiningu á því hvaða umbætur séu brýnastar. Það sé því ekki tímabært að segja til um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. „Verkefni stýrihópsins er langtímaverkefni og okkur er ekki ætlað að vera í því að bregðast við einhverjum verkefnum sem þarf að leysa til skemmri tíma heldur er það okkar hlutverk að reyna að skilgreina hvernig spítalinn á að vinna til langrar framtíðar, endurmeta þarfir fyrir húsnæði og koma með tillögur um hvernig nýting eldri bygginga og ráðstöfun annarra bygginga verður háttað – og hvað verður um einstakar byggingar í því sambandi er bara of snemmt fyrir okkur að segja til um gagnvart okkar hlutverki í stýrihópnum.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihópinn í lok ágúst síðastliðnum. Hann er ekki sjálfstæð stjórnsýslueining heldur er honum falið stefnumörkunar-, samráðs- og samhæfingarhlutverk varðandi framkvæmdir við nýjan Landspítala. Verkefnið er á meðal stærstu ríkisframkvæmda lýðveldissögunnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður hópsins, segir að ráðast þurfi í aðra þarfagreiningu fyrir nýjan spítala en sú fyrri var gerð árið 2008. „Við vitum auðvitað að það er stöðug þróun í heilbrigðisgeiranum og breyttar aðstæður að ýmsu leyti og þetta kallar allt saman á nýja þarfagreiningu. Það þarf að endurmeta þarfir fyrir húsnæði og það þarf að endurskoða skipulag svæða og það þarf að taka ákvarðanir um nýtingu eldri bygginga og eins um ráðstöfun þeirra bygginga sem verða á endanum ekki nýttar áfram í starfsemi Landspítalans“ Í því sambandi þurfi að gæta vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum skili sér í hönnun og skipulagi spítalans. Forsætisráðherra sagði í gær að hópsýkingin og harmleikurinn á Landakoti undirstrikaði þörfina á nýjum spítala, sem muni gjörbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Ekki liggur þó fyrir hvort gert sé ráð fyrir starfsemi Landskots á nýjum stað en Katrín segir spítalann gefa aukið svigrúm til að bæta eldri rými. Unnur segir að það sé hlutverk heilbrigðisráðuneytisins að gera forsendugreiningu á því hvaða umbætur séu brýnastar. Það sé því ekki tímabært að segja til um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. „Verkefni stýrihópsins er langtímaverkefni og okkur er ekki ætlað að vera í því að bregðast við einhverjum verkefnum sem þarf að leysa til skemmri tíma heldur er það okkar hlutverk að reyna að skilgreina hvernig spítalinn á að vinna til langrar framtíðar, endurmeta þarfir fyrir húsnæði og koma með tillögur um hvernig nýting eldri bygginga og ráðstöfun annarra bygginga verður háttað – og hvað verður um einstakar byggingar í því sambandi er bara of snemmt fyrir okkur að segja til um gagnvart okkar hlutverki í stýrihópnum.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06